Erlent

Twitter bjargaði lífi morðingja

Erickson Dimas-Martinez
Erickson Dimas-Martinez mynd/AP
Morðingi forðaðist dauðadóm eftir að kviðdómandi birti skilaboð á samskiptasíðunni Twitter. Hæstiréttur í Arkansans-fylki ákvað að uppfærslurnar hefðu verið óviðeigandi.

Erickson Dimas-Martinez var fundinn sekur um að hafa myrt unglinginn Derrick Jefferson árið 2006. Samkvæmt refsilögum í Arkansan hefði Martinez hlotið dauðadóm fyrir glæpinn.

Verjendur Martinez áfrýjuðu dóminum eftir að upp komst um Twitter-færslur Randy Franco en hann var meðlimur kviðdómsins í málinu. Á byrjunarstigum málsins hafði dómari varað kviðdómendur við því að ræða um málið á internetinu og í fjölmiðlum.

Franco kvartaði undan kaffinu í mötuneyti kviðdómsins. Hann birti einnig hugleiðingar sínar um þá miklu ábyrgð sem kvíðdómendur þurfa að bera.

Sækjendur telja að málið verði tekið upp að nýju.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×