Erlent

Kötturinn Tommaso fékk 10 milljónir evra í arf

Tommaso mun eflaust nota auðævin sín til góðs.
Tommaso mun eflaust nota auðævin sín til góðs. mynd/AFP
Tommaso, fjögurra ára gamall flækingsköttur á Ítalíu, varð á dögunum einn ríkasti köttur veraldar.

Fyrrverandi eigandi Tommaso var 94 ára gömul hefðarkona en hún lést í síðasta mánuði. Í handskrifaðri erfðaskrá gaf hún til kynna að öll auðævi sín skildu renna til Tommaso.

Frúin örláta var metin á 10 milljónir evra.

Samkvæmt lögum á Ítalíu er ekki heimilt að ánafna dýrum auðævi. Talið er að hjúkrunarkona konunnar muni hafa umsjón með auðævunum og tryggja velferð Tommaso.

Þrátt fyrir að Tommaso sé með eindæmum ríkur þá eru auðævi hans hjákátleg samanborin við þýska fjárhundinn Gunther IV sem er metinn á 372 milljónir dollara. Mál Gunthers IV er reyndar sérstakt því hann fékk auðævin í arf frá föður sínum - Gunther III.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×