Afganar munu þurfa aðstoð í mörg ár 9. desember 2011 06:00 Utanríkisráðherrar allra ríkjanna sem taka þátt í alþjóðaliðinu í Afganistan hittust á fundi í Brussel í gær. mynd/NATO Utanríkisráðherrar Atlantshafsbandalagsins (NATO) fordæmdu í gær hryðjuverkin í Afganistan fyrr í vikunni en lýstu því engu að síður yfir að ástandið í landinu færi batnandi. NATO hyggst styðja Afganistan með háum fjárframlögum og margvíslegri aðstoð eftir árið 2014, en þá er áætlað að herlið bandalagsins hafi yfirgefið landið. Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri NATO, sagði uppreisnarmenn í Afganistan nú veikari en áður. Árásum á alþjóðaliðið (ISAF) hefði fækkað um fjórðung síðan í fyrra og og í lok ársins yrði landsvæði þar sem um helmingur landsmanna byggi undir stjórn afganskra öryggissveita sem nytu aðeins stuðnings frá ISAF. Rasmussen sagði að NATO yrði að búa sig undir stuðning við Afganistan um langan tíma. Á næstu þremur árum myndi hlutverk bandalagsins í landinu færast frá beinni þátttöku í aðgerðum gegn uppreisnarmönnum yfir í þjálfun og stuðning. Afganistan myndi áfram þurfa mikinn fjárstuðning eftir 2014 og leiðtogar NATO myndu á fundi sínum í maí samþykkja heildstæðan pakka með stuðningsaðgerðum. Allt alþjóðasamfélagið yrði hins vegar að leggja sitt af mörkum. „NATO og samstarfsríki þess í ISAF munu ekki hlaupa frá ókláruðu verki. Við munum ekki missa Afganistan aftur í hendur vígamanna,“ sagði Rasmussen. Framkvæmdastjórinn sagðist aðspurður ekki vilja nefna tölu um hvað það myndi kosta að halda úti 352.000 manna her- og lögregluliði Afgana sjálfra. Talið er að rekstur öryggissveitanna kosti meira en sem nemur öllum tekjum afganska ríkisins, þannig að alþjóðleg aðstoð er óhjákvæmileg. Fæstir ríkissjóðir eru hins vegar aflögufærir.- óþs Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Fleiri fréttir Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Sjá meira
Utanríkisráðherrar Atlantshafsbandalagsins (NATO) fordæmdu í gær hryðjuverkin í Afganistan fyrr í vikunni en lýstu því engu að síður yfir að ástandið í landinu færi batnandi. NATO hyggst styðja Afganistan með háum fjárframlögum og margvíslegri aðstoð eftir árið 2014, en þá er áætlað að herlið bandalagsins hafi yfirgefið landið. Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri NATO, sagði uppreisnarmenn í Afganistan nú veikari en áður. Árásum á alþjóðaliðið (ISAF) hefði fækkað um fjórðung síðan í fyrra og og í lok ársins yrði landsvæði þar sem um helmingur landsmanna byggi undir stjórn afganskra öryggissveita sem nytu aðeins stuðnings frá ISAF. Rasmussen sagði að NATO yrði að búa sig undir stuðning við Afganistan um langan tíma. Á næstu þremur árum myndi hlutverk bandalagsins í landinu færast frá beinni þátttöku í aðgerðum gegn uppreisnarmönnum yfir í þjálfun og stuðning. Afganistan myndi áfram þurfa mikinn fjárstuðning eftir 2014 og leiðtogar NATO myndu á fundi sínum í maí samþykkja heildstæðan pakka með stuðningsaðgerðum. Allt alþjóðasamfélagið yrði hins vegar að leggja sitt af mörkum. „NATO og samstarfsríki þess í ISAF munu ekki hlaupa frá ókláruðu verki. Við munum ekki missa Afganistan aftur í hendur vígamanna,“ sagði Rasmussen. Framkvæmdastjórinn sagðist aðspurður ekki vilja nefna tölu um hvað það myndi kosta að halda úti 352.000 manna her- og lögregluliði Afgana sjálfra. Talið er að rekstur öryggissveitanna kosti meira en sem nemur öllum tekjum afganska ríkisins, þannig að alþjóðleg aðstoð er óhjákvæmileg. Fæstir ríkissjóðir eru hins vegar aflögufærir.- óþs
Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Fleiri fréttir Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Sjá meira