Erlent

Rödd þorparans óskiljanleg

Leðurblökumaðurinn og Bane takast á.
Leðurblökumaðurinn og Bane takast á. mynd/GETTY
Þorpari næstu myndar, Bane.mynd/GETTY
Kvikmyndagagnrýnendur í Bandaríkjunum fengu að sjá formála næstu kvikmyndar um ofurhetjuna Batman. Gagnrýnendur voru almennt sáttir með myndskeiðið en í því er greint frá uppruna þorparans Bane.

Flestir voru þó sammála um að ýmislegt væri ábótavant - þá aðallega rödd þorparans.

Gagnrýnendur frá The Hollywood Reporter, Entertainment Weekly og fleiri tímaritum sögðust varla hafa skilið orð af því sem Bane sagði.

Persónan þjáist af öndunarsjúkdómi svo að hann neyðist til að ganga með sérútbúna grímu. Gagnrýnendurnir sögðu að rödd leikarans hafi verið óskiljanleg.

The Dark Knight Rises er þriðja kvikmynd leikstjórans Christopher Nolan um ofurhetjuna. Fyrri myndirnar, þær Batman Begins og The Dark Knight, nutu báðar gríðarlegra vinsælda.

Kvikmyndin fer í sýningar næsta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×