Erlent

Fjölmennustu mótmælin í 20 ár

Frá mótælum í Grikklandi. Vonandi verða mótmælin í Rússlandi í dag friðsæl.
Frá mótælum í Grikklandi. Vonandi verða mótmælin í Rússlandi í dag friðsæl. mynd/afp
Öryggissveitir í Moskvu í Rússlandi búa sig nú undir fjölmennustu mótmæli í landinu í tuttugu ár.

Mikil reiði er vegna þingkosninganna í landinu um síðustu helgi. Sameinað Rússland, sem er flokkur Pútíns forsætisráðherra og Medvedvs forseta, bar sigur úr bítum í  kosningunum.

Stjórnarandstæðingar telja þá hafa beitt blekkingum og svindlað í kosningunum. Þeir ætla því að fylkja liðið í dag og krefjast þess að kosningarnar verði gerðar ógildar og kosið aftur. Talið er að tug þúsundir muni taka þátt í mótmælunum.

Stjórnvöld í Moskvu hafa gefið leyfi fyrir því að þrjátíu þúsund manns megi taka þátt í mótmælunum en búist er við því að fleiri vilji vera með.

Flokkur Pútíns, Sameinað Rússland missti töluvert fylgi í kosningunum en hélt þó þingmeirihluta sínum. Flokkurinn fékk hátt í tvö hundruð og fjörtíu þingsæti af fjögur hundruð og fimmtíu sætum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×