Erlent

Blowfish mun sigra þynnkuna

Blowfish kemur á markað í tæka tíð fyrir hátíðirnar.
Blowfish kemur á markað í tæka tíð fyrir hátíðirnar. mynd/FACEBOOK/BLOWFISH
Timburmenn munu brátt heyra sögunni til. Á næstu dögum fer nýtt töfralyf á markað í Bandaríkjunum sem lofar bata á 15 mínútum.

Lyfið er kallað Blowfish og var þróað af fjármálaráðgjafanum Brennu Haysom. Hún segir að tvær töflur af Blowfish þurrki út ógleði, uppköst og þreytu ásamt öðrum hliðarverkunum drykkju.

Haysom hefur engan bakgrunn í lyfjafræði en hún segist hafa prófað hundruði þynnkulækninga. Á endanum ákvað hún að þróa sitt eigið lyf sem er samansett af ýmsum algengum lyfjum.

í Blowfish eru 500 millígrömm af aspírin, ásamt 60 millígrömmum af koffíní. Einnig eru magasýrulyf í meðalinu.

Nú þegar er hægt að fjárfesta í Blowfish á internetinu en lyfið fer í almenna sölu rétt fyrir jólahátíðina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×