Fleiri fréttir

Rússar skjóta ómannaðri eldflaug á loft

Rússar skutu ómannaðri eldflaug á loft í gær. Henni er ætlað að flytja tæplega þrjú tonn af mat, eldsneyti og vatni til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar.

Sjálfsmorðsárás við Flóttamannastofnun

Að minnsta kosti fimm manns létu lífið í sjálfsmorðsárás í Kandahar í Afganistan í dag. Yfirvöld segja að bíl hafi verið ekið að eftirlitsstöð hjá Flóttamannastofnun Sameinuðu Þjóðanna og hún sprengd.

Belgar ákveða að loka kjarnorkuverum

Yfirvöld í Belgíu hafa ákveðið að loka kjarnorkuverum landsins. Tvö kjarnorkuver eru í Belgíu og vonast yfirvöld til að geta lokað þremur af sjö kjarnaofnum landsins árið 2015.

Palestína nú meðlimur UNESCO

Palestína fékk inngöngu í UNESCO í dag. Mikill fögnuður braust út þegar kosningunni var lokið. 81 atkvæði þurfti til að tryggja aðild Palestínu að UNESCO en alls greiddu 107 fulltrúar atkvæði með aðild á meðan 14 fulltrúar voru á móti. 52 sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.

Aðgerðum NATO lokið í Líbíu

Aðalritari Atlantshafsbandalagsins, Anders Fogh Rasmussen, lenti í Líbíu í dag og lýsti því yfir að aðgerðum NATO í landinu væri lokið. Sprengjuárásir NATO hjálpuðu byltingarhermönnum að koma höndum yfir fyrrverandi einræðisherra Líbíu, Muammar Gaddafi.

Nýr snjallsími frá BlackBerry

Research in Motion, framleiðandi BlackBerry, opinberaði nýjasta snjallsíma sinn um helgina. Síminn er kallaður P9981 og er hannaður af bílaframleiðandanum Porsche.

Cain sakaður um óviðeigandi hegðun

Talið er að tvær konur hafi kvartað undan kynferðislegri áreitni af hálfu Herman Cain þegar hann var stjórnandi Veitingahúsasambands Bandaríkjanna á tíunda áratugnum.

Ahmadinejad boðaður í yfirheyrslur

Þing Írans mun boða Mahmoud Ahmadinejad, forseta landsins, í yfirheyrslur vegna meintra svika. 73 af 290 þingmönnum skrifuðu undir beiðni til að yfirheyra forsetann en Ahmadinejad hefur átt í langri orrustu við andstæðinga sína á þinginu.

Dominosmenn kveiktu í pizzastað keppinautarins

Baráttan um yfirhöndina á flatbökumarkaðnum í Flórída er komin á nýtt stig. Tveir yfirmenn Dominos veitingastaða hafa verið ákærðir fyrir að kveikja í húsnæði keppinautarins, Papa John"s, í Lake City.

Réttarhöldum yfir Mubarak frestað

Réttarhöldum yfir fyrrverandi forseta Egyptalands, Hosni Mubarak, hefur verið frestað þangað til að niðurstaða liggur fyrir um hvort að nýr dómari muni annast málið.

Fundu kjarnorku- og efnavopn í Líbíu

Bráðabirgðastjórn Líbíu segir að fundist hefðu bæði kjarnorku- og efnavopn í landinu. Sökum þessa sé von á alþjóðlegum eftirlitsmönnum til landsins.

Snjókoma og blindbylur veldur mannsköðum í Bandaríkjunum

Að minnsta kosti níu manns hafa farist í mikilli snjókomu og blindbyljum við austurströnd Bandaríkjanna um helgina. Yfir þrjár milljónir manna eru án rafmagns og hita og þarf stór hluti þessa fólks að búa við það ástand næstu daga.

Miklar hörmungar yfirvofandi í Taílandi

Miklar hörmungar eru yfirvofandi í Taílandi vegna flóðanna þar í landi undanfarnar vikur. Nú óttast sérfræðingar að farsóttir á borð við malaríu muni breiðast út meðal íbúa landsins.

Segir afskipti hleypa öllu í bál og brand

Bashar al-Assad Sýrlandsforseti segir að Vesturlönd taki mikla áhættu ætli þau að skipta sér af stjórn Sýrlands, landi þar sem mótmælendur hafa í sjö mánuði krafist afsagnar forsetans. „Sýrland er kjarninn í þessum heimshluta núna. Það er jarðsprungan, og ef þú leikur þér að jörðinni þá veldurðu jarðskjálfta,“ sagði Assad í viðtali við breska blaðið Sunday Telegraph. „Viljið þið sjá annað Afganistan eða tíu Afganistan?“

Vilja skilgreina fátæktarmörk

Stjórnvöld í Danmörku stefna að því að skilgreina fátæktarmörk þar í landi og mun niðurstaða liggja fyrir á næsta ári. Nokkur umræða hefur skapast um fátækt í Danmörku þar sem deilt er um hvort eigi að einblína á aðstæður innanlands eða setja þær í samanburð við fátækt á heimsvísu. Talsmaður Róttæka flokksins, sem er einn af stjórnarflokkunum, segir við Berlingske að ákvarða þurfi nauðsynlegar ráðstöfunartekjur. Með það að leiðarljósi megi fara að vinna á fátækt sem sé raunverulegt vandamál í Danmörku

Ræðst hvort Assange verður framseldur

Dómstóll í London mun taka ákvörðun um það á miðvikudaginn kemur hvort Julian Assange, stofnandi Wikileaks, verður framseldur til Svíþjóðar. Assange var handtekinn í London í desember síðastliðnum og er nú laus gegn tryggingu. Hann er ákærður fyrir kynferðisbrot gegn tveimur konum í Svíþjóð og því hafa Svíar viljað hafa hendur í hári hans. Hann neitar alfarið sök og segir málið vera pólitískt. Nú hefur verið greint frá því að 2. nóvember klukkan 9.45 verði kveðinn upp úrskurður í framsalsmálinu.

Þingið rannsakar forseta

Íranska þjóðþingið hefur samþykkt að kalla Mahmoud Ahmadinejad forseta til yfirheyrslu, þar sem hann verður spurður bæði út í stefnu sína og út í grun um efnahagsmisferli. Áður hefur þingið komist að þeirri niðurstöðu að efnahagsráðherra Ahmadinedjads hafi gerst sekur um efnahagsmisferli. Það mál er þó aðeins eitt af mörgum sem forsetinn er talinn vera flæktur í.

Fimmta morðið á einum mánuði

Ungur maður var myrtur á heimili sínu í Ósló, höfuðborg Noregs, í fyrrinótt og annar komst illa særður á slysadeild. Meintur árásarmaður var handtekinn í bakgarði hússins þar sem morðið átti sér stað.

Á annan tug manna látnir á Gasa-svæðinu

Tíu Palestínumenn og einn Ísraeli hafa látið lífið í átökum um helgina, sem hafa dregið mjög úr vonum um að samband Ísraelsstjórnar og Hamas-samtakanna skáni eitthvað.

Ríki sem banna samkynhneigð fá ekki aðstoð

David Cameron, forsætisráðherra Breta, hótar því að Bretar muni hætta að veita ríkjum aðstoð sem banna samkynhneigð. Cameron segist hafa rætt þetta á alþjóðlegum fundi um velferðarmál í Perth í Ástralíu sem er nýlokið. Cameron segir að þeir sem ætli sér að þiggja aðstoð frá Bretum skuli tileinka sér mannréttindi.

Klukkunni breytt í nótt

Klukkan var færð aftur um eina klukkustund í Evrópu í nótt þegar vetrartími tók gildi. Tímamunur á milli Íslands og Vestur Evrópu er nú ein klukkustund í stað tveggja.

Þeldökkur kaupsýslumaður leiðir baráttuna

Þeldökki kaupsýslumaðurinn Herman Cain er nú efstur þeirra sem sækjast eftir útnefningu Repúblikaflokksins til forsetaembættis Bandaríkjanna í skoðanakönnunum í Iowa. Þrátt fyrir að íbúar ríkisins hafi tiltölulega lítil áhrif á útnefninguna, þá veita fjölmiðlar niðurstöðu forkosninga þar jafnan mikla athygli, þar sem kosningabaráttan hefst þar.

Cameron vill vopnaða verði í hvert skip

David Cameron hefur lýst því yfir að vopnaðir verðir verði um borð í breskum skipum sem sigla á alþjóðlegu hafsvæði. Er þetta gert til að verja þau gegn árásum sjóræningja, en á síðasta ári voru framin 53 sjórán. Cameron segir að Bretar verði að verja þegna sína, en í lögum einhverra landa eru lög sem banna skipverjum að hafa vopn undir höndum um borð í skipum. Cameron vék sér undan þeirri spurningu um hvort verðirinr hafi leyfi til að drepa, en sagði að taka yrði á sjóræningjum.

Búist við fárviðri í Bandaríkjunum

Svo virðist sem það ætli að gera aftakaveður á austurströnd Bandaríkjanna nú um helgina. Bandaríska veðurstofan hefur í þa minnsta gefið út aðvörun þar sem gert er ráð fyrir vindstyrk allt upp undir 72 km/klst, eftir því sem BBC greinir frá. Búist er við mikilli snjókomu með storminum. Óveðrið er þegar byrjað í Pennsylvaníu, Maryland og Vestur-Virginíu. Þar eru um 10 þúsund manns án rafmagns vegna óveðursins.

Moore hvatti mótmælendur til dáða

Rithöfundurinn og kvikmyndaframleiðandinn Michael Moore hvatti mótmælendur í Oakland í Bandaríkjunum í dag til dáða. Hann sagði að þeir hefðu blásið lífi og von í fólk. Fólkið mótmælir launaójöfnuði, spillingu í fyrirtækjum og aðgerðarleysi stjórnvalda.

Ætla með Legoland til Japan

Legoland heldur áfram að teygja út anga sína. Nýlega opnaði Legoland í Orlando í Flórída, verið er að byggja Legoland í Malasíu og innan fárra ára verður enn eitt opnað í Japan.

Kannabismaður sprengdi íbúð

Sprenging varð í íbúð í Osló, höfuðborg Noregs, í gærkvöld þegar karlmaður á þrítugsaldri var að blanda saman kannabisolíum. Rúður í íbúðinni sprungu og hún er mikið skemmd, eftir því sem fram kemur í Aftenposten. Enginn meiddist í sprengingunni sem varð í íbúðinni á níundu hæð. Lögreglan segir að ekki hafi verið mikið af fíkniefnum í íbúðinni. Þetta verði vart kallað fíkniefnaverksmiðja. Ungi maðurinn hefur verið handtekinn fyrir að hafa valdið sprengingunni.

Daglega gerðar 600 þúsund tilraunir til tölvubrota

Á hverjum degi eru gerðar um 600 þúsund tilraunir til þess að brjótast inn á læstar Fésbókarsíður, eftir því sem fram kemur á vef Daily Telegraph. Með innbrotunum vilja tölvuþrjótar ná aðgangi að skilaboðum, myndum og persónulegum upplýsingum sem almenningur hefur sett á síðurnar sínar. Sérfræðingar í öryggismálum segja að þessar tölur séu allt of háar og að fólk verði að huga betur að því hvaða lykilorð það velur sér og á hvaða hlekki það smellir á fésbókinni.

Jackson sprautaði sig sjálfur

Poppstjarnan Michael Jackson sprautaði sig sjálfur með lyfjunum sem drógu hann til dauða fyrir rúmum tveimur árum. Þetta er mat svæfingalæknis sem bar vitni í réttarhöldunum yfir Conrad Murray lækni söngvarans í gær. Hann telur engar sannanir vera fyrir því að Murray hafi gefið söngvaranum svæfingalyfið propofol rétt fyrir andlátið, líkt og áður hefur verið haldið fram, en vitnisburðurinn þykir styrkja vörn Murrays til muna. Réttarhöldin hafa staðið yfir í fimm vikur en svæfingalæknirinn var síðastur til að bera vitni fyrir lokamálflutning beggja málsaðila.

Enn leitað að fólki í rústunum

Nú sex dögum eftir að jarðskjálfti upp á 7,2 á Richter reið yfir Tyrkland eru þarlendar björgunarsveitir enn að leita að fólki í rústum fjögurra bygginga. Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá yfirvöldum hafa fimmhundruð áttatíu og tveir látist í jarðskjálftanum, þar af fleiri en 450 í borginni Ersis í austurhluta Tyrklands, en sú borg varð verst úti í skjálftanum.

Sigur íslamskra umbótasinna í höfn

Sigurvegarar þingkosninganna í Túnis um síðustu helgi voru félagar í Endurreisnarflokknum, Ennahda, sem er sagður vera hófsamur flokkur íslamista. Þegar talningu atkvæða var lokið á fimmtudaginn reyndist flokkurinn hafa fengið 41,47 prósent atkvæða og 90 sæti á 217 manna stjórnlagaþingi, sem fær það tvískipta hlutverk að semja nýja stjórnarskrá og skipa bráðabirgðastjórn sem fer með völd í landinu þangað til hin nýja stjórnskipan tekur gildi.

Mistök að hafa Grikkland með

Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti segir það hafa verið mistök að leyfa Grikkjum að taka upp evruna strax árið 2001. Grísk stjórnvöld hafi ekki verið reiðubúin og að auki beitt blekkingum í ríkisbókhaldinu til að fegra stöðuna.

Í óformlegum viðræðum við son Gaddafís

Saksóknarar hjá Alþjóðastríðsglæpadómstólnum hafa verið í óformlegu sambandi við Saif al Islam, son Múammars Gaddafís fyrrum einræðisherra í Líbíu. Saif er eftirlýstur af dómstólnum sakaður um stríðsglæpi en hann hefur farið huldu höfði síðustu mánuði.

Þingmannsfrú rændi ketti viðhaldsins

Eiginkona þingmanns á breska þinginu hefur verið dæmd í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að stela ketti frá hjákonu eiginmannsins. Christine Hemming, sem er gift John Hemming þingmanni frjálslyndra jafnaðarmanna var einnig dæmd til að vinna 150 klukkustundir í samfélagsþjónustu og borga þúsund pund í málsvarnarlaun.

Clinton myndi vinna stórsigur á frambjóðendum Repúblikana

Könnunin sýnir að Hillary Clinton utanríkisráðherra landsins myndi vinna þrjá af helstu forsetaframbjóðendum Repúblikanaflokksins með miklum mun ef kosningarnar yrðu haldnar í dag. Obama Bandarríkjaforseti einnig vinna þessa menn í kosningum í dag en munurinn á Clinton og frambjóðendunum er sláandi mikill.

Þrettán ára dreng bjargað úr rústunum í Tyrklandi

Kraftaverkin gerast enn í björgunarstarfinu í rústunum eftir jarðkjálftana í Tyrklandi. 13 ára gömlum dreng var bjargað úr rústum hrunins húss í borginni Ercis snemma í morgun en hann hafði þá legið þar fastur í 108 klukkutíma eða yfir fjóra sólarhringa.

Sjá næstu 50 fréttir