Segir afskipti hleypa öllu í bál og brand 31. október 2011 05:00 Harkaleg viðbrögð hers og lögreglu hafa kostað um þrjú þúsund mótmælendur lífið. nordicphtos/AFP Bashar al-Assad Sýrlandsforseti segir að Vesturlönd taki mikla áhættu ætli þau að skipta sér af stjórn Sýrlands, landi þar sem mótmælendur hafa í sjö mánuði krafist afsagnar forsetans. „Sýrland er kjarninn í þessum heimshluta núna. Það er jarðsprungan, og ef þú leikur þér að jörðinni þá veldurðu jarðskjálfta,“ sagði Assad í viðtali við breska blaðið Sunday Telegraph. „Viljið þið sjá annað Afganistan eða tíu Afganistan?“ Í viðtalinu segist Assad ekki hafa trú á öðru en að mótmælin séu að fjara út. Fljótlega eftir að þau hófust í mars síðastliðnum hafi hann brugðist hratt við og boðað pólitískar umbætur í landinu. Það eigi að duga. Þótt Assad eigi enn marga stuðningsmenn í Sýrlandi, ekki síst í höfuðborginni Damaskus, hefur hins vegar ekkert lát verið á mótmælunum. Þvert á móti hafa þau vaxið jafnt og þétt. Stjórnin hefur frá byrjun tekið harkalega á mótmælendum, óspart sigað her og lögreglu á þá með þeim afleiðingum að um þrjú þúsund mótmælendur hafa látist. Ekkert bólar heldur á umbótunum, sem Assad hefur raunar lofað allt frá því að hann tók við völdum af föður sínum fyrir meira en áratug. Í viðtalinu leggur Assad áherslu á að hann lifi ósköp hversdagslegu lífi, spjalli við nágrannana og fari sjálfur með börnin sín í skólann. Hann býr ekki í neinni höll heldur í tiltölulega litlu húsi við ósköp venjulega götu í höfuðborginni Damaskus. Breski blaðamaðurinn segir hann vel viðræðuhæfan, geti tekið gríni og segi sjálfur brandara. Engir stælar eða ofríkistilburðir. Assad lærði augnlækningar og bjó í tvö ár í London þar sem hann kynntist eiginkonu sinni. Hann hefur frá unga aldri verið áhugasamur um tölvur og þegar hann ber saman stjórnarhætti í Sýrlandi við Vesturlönd, þá segir hann það eins og að bera saman Macintosh og PC-tölvur: „Báðar tölvurnar gera sama hlutinn, en þær skilja ekki hvor aðra,“ sagði Assad í viðtalinu. „Það þarf að túlka á milli.“ Assad bjóst aldrei við því að fara út í stjórnmál, það var bróðir hans sem átti alltaf að taka við af föður þeirra, en það breyttist þegar bróðirinn fórst í bílslysi. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Fleiri fréttir Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Sjá meira
Bashar al-Assad Sýrlandsforseti segir að Vesturlönd taki mikla áhættu ætli þau að skipta sér af stjórn Sýrlands, landi þar sem mótmælendur hafa í sjö mánuði krafist afsagnar forsetans. „Sýrland er kjarninn í þessum heimshluta núna. Það er jarðsprungan, og ef þú leikur þér að jörðinni þá veldurðu jarðskjálfta,“ sagði Assad í viðtali við breska blaðið Sunday Telegraph. „Viljið þið sjá annað Afganistan eða tíu Afganistan?“ Í viðtalinu segist Assad ekki hafa trú á öðru en að mótmælin séu að fjara út. Fljótlega eftir að þau hófust í mars síðastliðnum hafi hann brugðist hratt við og boðað pólitískar umbætur í landinu. Það eigi að duga. Þótt Assad eigi enn marga stuðningsmenn í Sýrlandi, ekki síst í höfuðborginni Damaskus, hefur hins vegar ekkert lát verið á mótmælunum. Þvert á móti hafa þau vaxið jafnt og þétt. Stjórnin hefur frá byrjun tekið harkalega á mótmælendum, óspart sigað her og lögreglu á þá með þeim afleiðingum að um þrjú þúsund mótmælendur hafa látist. Ekkert bólar heldur á umbótunum, sem Assad hefur raunar lofað allt frá því að hann tók við völdum af föður sínum fyrir meira en áratug. Í viðtalinu leggur Assad áherslu á að hann lifi ósköp hversdagslegu lífi, spjalli við nágrannana og fari sjálfur með börnin sín í skólann. Hann býr ekki í neinni höll heldur í tiltölulega litlu húsi við ósköp venjulega götu í höfuðborginni Damaskus. Breski blaðamaðurinn segir hann vel viðræðuhæfan, geti tekið gríni og segi sjálfur brandara. Engir stælar eða ofríkistilburðir. Assad lærði augnlækningar og bjó í tvö ár í London þar sem hann kynntist eiginkonu sinni. Hann hefur frá unga aldri verið áhugasamur um tölvur og þegar hann ber saman stjórnarhætti í Sýrlandi við Vesturlönd, þá segir hann það eins og að bera saman Macintosh og PC-tölvur: „Báðar tölvurnar gera sama hlutinn, en þær skilja ekki hvor aðra,“ sagði Assad í viðtalinu. „Það þarf að túlka á milli.“ Assad bjóst aldrei við því að fara út í stjórnmál, það var bróðir hans sem átti alltaf að taka við af föður þeirra, en það breyttist þegar bróðirinn fórst í bílslysi. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Fleiri fréttir Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Sjá meira