Segir afskipti hleypa öllu í bál og brand 31. október 2011 05:00 Harkaleg viðbrögð hers og lögreglu hafa kostað um þrjú þúsund mótmælendur lífið. nordicphtos/AFP Bashar al-Assad Sýrlandsforseti segir að Vesturlönd taki mikla áhættu ætli þau að skipta sér af stjórn Sýrlands, landi þar sem mótmælendur hafa í sjö mánuði krafist afsagnar forsetans. „Sýrland er kjarninn í þessum heimshluta núna. Það er jarðsprungan, og ef þú leikur þér að jörðinni þá veldurðu jarðskjálfta,“ sagði Assad í viðtali við breska blaðið Sunday Telegraph. „Viljið þið sjá annað Afganistan eða tíu Afganistan?“ Í viðtalinu segist Assad ekki hafa trú á öðru en að mótmælin séu að fjara út. Fljótlega eftir að þau hófust í mars síðastliðnum hafi hann brugðist hratt við og boðað pólitískar umbætur í landinu. Það eigi að duga. Þótt Assad eigi enn marga stuðningsmenn í Sýrlandi, ekki síst í höfuðborginni Damaskus, hefur hins vegar ekkert lát verið á mótmælunum. Þvert á móti hafa þau vaxið jafnt og þétt. Stjórnin hefur frá byrjun tekið harkalega á mótmælendum, óspart sigað her og lögreglu á þá með þeim afleiðingum að um þrjú þúsund mótmælendur hafa látist. Ekkert bólar heldur á umbótunum, sem Assad hefur raunar lofað allt frá því að hann tók við völdum af föður sínum fyrir meira en áratug. Í viðtalinu leggur Assad áherslu á að hann lifi ósköp hversdagslegu lífi, spjalli við nágrannana og fari sjálfur með börnin sín í skólann. Hann býr ekki í neinni höll heldur í tiltölulega litlu húsi við ósköp venjulega götu í höfuðborginni Damaskus. Breski blaðamaðurinn segir hann vel viðræðuhæfan, geti tekið gríni og segi sjálfur brandara. Engir stælar eða ofríkistilburðir. Assad lærði augnlækningar og bjó í tvö ár í London þar sem hann kynntist eiginkonu sinni. Hann hefur frá unga aldri verið áhugasamur um tölvur og þegar hann ber saman stjórnarhætti í Sýrlandi við Vesturlönd, þá segir hann það eins og að bera saman Macintosh og PC-tölvur: „Báðar tölvurnar gera sama hlutinn, en þær skilja ekki hvor aðra,“ sagði Assad í viðtalinu. „Það þarf að túlka á milli.“ Assad bjóst aldrei við því að fara út í stjórnmál, það var bróðir hans sem átti alltaf að taka við af föður þeirra, en það breyttist þegar bróðirinn fórst í bílslysi. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Bashar al-Assad Sýrlandsforseti segir að Vesturlönd taki mikla áhættu ætli þau að skipta sér af stjórn Sýrlands, landi þar sem mótmælendur hafa í sjö mánuði krafist afsagnar forsetans. „Sýrland er kjarninn í þessum heimshluta núna. Það er jarðsprungan, og ef þú leikur þér að jörðinni þá veldurðu jarðskjálfta,“ sagði Assad í viðtali við breska blaðið Sunday Telegraph. „Viljið þið sjá annað Afganistan eða tíu Afganistan?“ Í viðtalinu segist Assad ekki hafa trú á öðru en að mótmælin séu að fjara út. Fljótlega eftir að þau hófust í mars síðastliðnum hafi hann brugðist hratt við og boðað pólitískar umbætur í landinu. Það eigi að duga. Þótt Assad eigi enn marga stuðningsmenn í Sýrlandi, ekki síst í höfuðborginni Damaskus, hefur hins vegar ekkert lát verið á mótmælunum. Þvert á móti hafa þau vaxið jafnt og þétt. Stjórnin hefur frá byrjun tekið harkalega á mótmælendum, óspart sigað her og lögreglu á þá með þeim afleiðingum að um þrjú þúsund mótmælendur hafa látist. Ekkert bólar heldur á umbótunum, sem Assad hefur raunar lofað allt frá því að hann tók við völdum af föður sínum fyrir meira en áratug. Í viðtalinu leggur Assad áherslu á að hann lifi ósköp hversdagslegu lífi, spjalli við nágrannana og fari sjálfur með börnin sín í skólann. Hann býr ekki í neinni höll heldur í tiltölulega litlu húsi við ósköp venjulega götu í höfuðborginni Damaskus. Breski blaðamaðurinn segir hann vel viðræðuhæfan, geti tekið gríni og segi sjálfur brandara. Engir stælar eða ofríkistilburðir. Assad lærði augnlækningar og bjó í tvö ár í London þar sem hann kynntist eiginkonu sinni. Hann hefur frá unga aldri verið áhugasamur um tölvur og þegar hann ber saman stjórnarhætti í Sýrlandi við Vesturlönd, þá segir hann það eins og að bera saman Macintosh og PC-tölvur: „Báðar tölvurnar gera sama hlutinn, en þær skilja ekki hvor aðra,“ sagði Assad í viðtalinu. „Það þarf að túlka á milli.“ Assad bjóst aldrei við því að fara út í stjórnmál, það var bróðir hans sem átti alltaf að taka við af föður þeirra, en það breyttist þegar bróðirinn fórst í bílslysi. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira