Erlent

Fundu kjarnorku- og efnavopn í Líbíu

Bráðabirgðastjórn Líbíu segir að fundist hefðu bæði kjarnorku- og efnavopn í landinu. Sökum þessa sé von á alþjóðlegum eftirlitsmönnum til landsins.

Þetta kom fram í viðtali arabískrar sjónvarpsstöðvar við Mahmoud Jibril forsætisráðherra bráðabirgðastjórnarinnar. Jibril segir að stjórn hans hafi engan áhuga á að hafa þessi vopn í landinu og vill að alþjóðstofnanir fjarlægi þau.

Muammar Gaddafi gerði samkomulag við Bandaríkin og Bretland árið 2003 um að eyða öllum kjarnorku- og efnavopnum í Líbíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×