Erlent

Þrettán ára dreng bjargað úr rústunum í Tyrklandi

Kraftaverkin gerast enn í björgunarstarfinu í rústunum eftir jarðkjálftana í Tyrklandi. 13 ára gömlum dreng var bjargað úr rústum hrunins húss í borginni Ercis snemma í morgun en hann hafði þá legið þar fastur í 108 klukkutíma eða yfir fjóra sólarhringa.

Þegar hefur 185 manns verið bjargað úr rústunum í borgunum Van og Ercis frá því að jarðskjálftarnir riðu það yfir um síðustu helgi. Hundraða er enn saknað. Tala látinna er komin í 523 manns og vonir dvína nú mjög hratt um að fleiri finnist á lífi í rústunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×