Erlent

Danskar orrustuþotur á leið heim frá Líbíu

Sex danskar F-16 orrustuþotur eru væntanlegar heim frá Líbíu á miðvikudag en danski flugherinn hefur lokið aðgerðum sínum í landinu.

Á síðustu sjö mánuðum hafa dönsku herþoturnar flogið rétt tæplega 600 árásarferðir á skotmörk í Líbíu, nær allar þeirra gegn skotmörkum á jörðu niðri. Tvær af ferðunum voru flugbardagar við þotur á vegum flughers Muammar Gaddafis.

Um 350 manns voru staðsettir í Líbíu á vegum danska flughersins meðan á aðgerðunum stóð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×