Fleiri fréttir

Lá í rústunum í 100 klukkutíma

Fréttamiðlar í Tyrklandi greindu frá því í dag að björgunarmenn hefðu fundið ungan mann á lífi í rústum fjölbýlishúss í bænum Ercis. Maðurinn hafði legið í rústunum í rúma 100 klukkutíma.

Framleiðendur BlackBerry kærðir

BlackBerry notendur í Bandaríkjunum og Kanada hafa kært framleiðendur snjallsímans vegna kerfisbilunar sem átti sér stað fyrr í mánuðinum.

Indverjar hanna ódýrustu spjaldtölvu í heimi

Yfirvöld í Indlandi hafa þróað ódýrustu spjaldtölvu veraldar. Mannauðsráðherra Indlands telur að spjaldtölvan eigi eftir að bylta menntakerfi landsins. Vonast er til að 10 til 12 milljónir námsmanna í Indlandi fái afnot af tölvunni.

Boða til verkfalls í Oakland

Boðað hefur verið til verkfalls í næstu viku í Oakland. Aðgerðarsinnar í hreyfingunni Hernemum Oakland (e. Occupy Oakland) standa fyrir verkfallsboðinu.

Stallone sakaður um ritstuld

Leikstjórinn, leikarinn og handritshöfundurinn Sylvester Stallone hefur verið kærður fyrir ritstuld. Bandaríkjamaðurinn Marcus Webb segir Stallone hafa notað smásögu sína þegar harðhausinn skrifaði spennumyndina The Expendables.

Flóð í Bangkok

Íbúar Bangkok búa sig undir hið versta þegar hvert hverfi borgarinnar á fætur öðru fyllist af vatni.

Mannkynið nálgast 7 milljarða - númer hvað varst þú í röðinni?

Talið er að mannkynið nái sjö milljörðum á næstu vikum. Eftir að fjöldinn jókst hægt í þúsundir ára tók fólksfjölgunin kipp fyrir fimmtíu árum og eru íbúar jarðar nú tvöfalt fleiri en þá. Á vef breska ríkisútvarpsins, BBC, er reiknivél þar þú getur sett inn fæðingardag og ártal og séð hvar þú ert í röðinni. Þá er einnig hægt að sjá hversu margir jarðarbúar höfðu fæðst þegar þú komst í heiminn.

Sprengja fannst í Halle

Sprengja fannst við vegaframkvæmdir í Halle í Þýskalandi fyrr í dag. Yfirvöld í bænum hafa rýmt nærliggjandi hús, þar á meðal spítala bæjarins. Einnig hefur miðbær Halle verið rýmdur og öllum búðum lokað.

Fallbyssa úr skipsflaki Svartsskeggs lyft út sjónum

Rannsóknarmenn lyftu 13. fallbyssunni úr skipi Svartskeggs í dag. Gríðarlegu fjöldi gripa hefur fundist í skipinu síðan það uppgötvaðist árið 1997 rétt fyrir utan strendur Norður-Karólínu.

Fundu efnavopn í Líbíu

Talsmaður Þjóðarráðsins í Líbíu greindi frá því í dag að efnavopn frá valdatíð Gaddafi hafi fundist í landinu.

Facebook reisir netþjónabú í Svíþjóð

Sænska héraðsfréttablaðið Norrbottens Kuriren greinir frá því í dag að samskiptasíðan Facebook ætli að reisa netþjónabú í norður Svíþjóð.

Pillan einnig vörn gegn krabbameini

Vísindamenn telja að getnaðarvarnartöflur séu góð forvörn við krabbameini í eggjastokkum. Niðurstöður rannsóknar voru birtar í The British Journal of Cancer sem sýna að konur sem taka pilluna yfir tíu ára tímabil eru helmingi ólíklegri til að þróa krabbameinið.

523 látnir eftir jarðskjálftann í Tyrklandi

Tyrkneskir fjölmiðlar segja nú að 523 hafi látið lífið í kjölfar jarðskjálftans sem gekk yfir austurhluta landsins um helgina. Að auki særðust 1.650 manns. Talið er að jarðskjálftinn hafi verið 7,2 stig.

Ný kenning um upphaf lífs á jörðinni

Grænland er nú talin vera vagga alls lífs á jörðinni. Þó svo að náttúra Grænlands sé ein sú kaldranalegasta sem fyrirfinnst á jörðinni þá telja vísindamenn nú að lífverur jarðar megi rekja ættir sínar til aur-eldfjalla á suðvesturhluta eyjunnar.

Mozilla og Microsoft í samstarf

Hugbúnaðarfyrirtækið Mozilla tilkynnti í dag um nýtt samstarf með Microsoft. Í tilkynningu á vefsíðu Mozilla kemur fram að sérstök útgáfa af vafra fyrirtækisins, Firefox, verði sérhönnuð fyrir leitarvél Microsoft, Bing.

Aldrei fleiri kvenforstjórar í Bandaríkjunum

Eftir að Heather Bresch tók við forstjórastól lyfjafyrirtækisins Mylan er ljóst að kvenforstjórar hafa aldrei verið fleiri en nú. Í nýjastu útgáfu Fortune 500 eru 18 konur titlaðar sem forstjórar.

Peta segir íslenska háhyrninga vera í þrælahaldi

Bandarísku dýraverndunarsamtökin Peta hafa stefnt sjávardýragarðinum Sea World fyrir þrælahald á háhyrningum. Fjórir af þeim fimm háhyrningum sem hér um ræðir voru veiddir við strendur Íslands.

Fæddi barn í miðjum listagjörningi í New York

Gjörningalistakonan Marni Kotak fæddi dóttur á listasafni í New York í gærdag. Fæðingin var hluti af sýningu Kotak á safninu en hún segir að fæðingin sé æðsta stig listsköpunnar. Dóttirin reyndist myndarstúlka og var yfir 18 merkur að þyngd.

Slagsmál á ítalska þinginu

Til handalögmála kom á ítalska þinginu í gærdag þegar verið var að ræða þar frekari aðhaldsaðgerðir á vegum hins opinbera.

Dani fékk hálfan milljarð í lottóvinning

Þótt ofurvinningurinn hafi ekki gengið út í Víkingalottóinu í gærkvöldi er þó einn Dani sem hefur ástæðu til að brosa i dag. Hann fékk ofurvinninginn í jókernum og er í dag 24 milljónum danskra króna, eða um hálfum milljarði króna ríkari en í gær.

Níu farast í aurskriðum á Ítalíu

Að minnsta kosti níu manns hafa farist og sex er saknað á norðurvesturhluta Ítalíu eftir miklar aurskriður á þessum slóðum í gærdag.

Bönkum gert að tryggja sig betur

„Heimurinn fylgist með Þýskalandi og Evrópu,“ sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari á þýska þinginu í gær, áður en hún hélt til Brussel þar sem hún reyndi ásamt hinum leiðtogum Evrópusambandsríkjanna að finna lausnir á skuldakreppunni.

Axarárás fer fyrir hæstarétt

Mál mannsins sem réðst inn á heimili skopteiknarans Kurt Westergaard á nýársdag í fyrra fer fyrir hæstarétt eftir úrskurð áfrýjunarnefndar í gær. Muhudiin Mohamed Geele hefur þegar verið fundinn sekur um hryðjuverk og morðtilraun í neðri dómsstigum og var dæmdur í tíu ára fangelsi í sumar.

Stúdentar óttast að samskiptavefir hafi alvarleg áhrif á framtíðina

Tæplega helmingur stúdenta óttast að upplýsingar sem þeir birta á samskiptavefjum, eins og Facebook, geti skaðað framtíðarmöguleika þeirra á að fá starfið sem þeir sækjast eftir. Þetta kemur fram í grein í Daily Telegraph, og er þá vitnað til skoðanakönnunar sem Information Commissioner’s Office (ICO), framkvæmdi.

Siri skilur ekki Skota

Skoskir iPhone notendur eru allt annað en ánægðir með Siri, nýjasta skipulagsforrit Apple. Forritið byggist á raddgreiningu og gerir notendum kleift að tala við símann. Vandamálið er að Siri skilur ekki skoskan hreim.

Michael Jackson og Stieg Larsson þéna vel

Michael Jackson er söluhæsta látna stjarnan, annað árið í röð. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Forbes. Í blaðinu kemur fram að Jackson hafi þénað 170 milljónir dollara á síðasta ári.

Einkaleyfi mikill sigur fyrir Apple

Tölvurisinn Apple hefur fengið einkaleyfi á aflæsingu snjallsíma með bendingum á snertiskjá. Einkaleyfið tekur einnig til aflæsingar á spjaldtölvum.

Sjö milljarðasti einstaklingurinn fæðist 31. október

Nýútkomin skýrsla á vegum Sameinuðu Þjóðanna útlistar þau vandamál sem fylgja fólksfjölgun jarðar. Skýrslan, sem ber heitið Ástand fólksfjölgunar 2011, kemur út nokkrum dögum áður en mannkynið verður sjö milljarðar.

Fleiri finnast á lífi í Tyrklandi

Björgunarmenn í Tyrklandi björguðu kennara og átján ára pilti úr húsarústum í dag. Þrír dagar eru liðnir síðan jarðskjálfti gekk yfir austurhluta landsins.

Nokia kynnir Lumia 800

Nokia kynnti í dag nýja línu snjallsíma. Finnski símaframleiðandinn berst við Apple og Samsung um yfirráð á farsímamarkaðinum og er nýju símunum ætlað að berjast við iPhone 4S og nýjasta síma Samsung, Galaxy S II.

Fráfall Winehouse rannsakað

Niðurstöður úr réttarrannsókn á dauða söngkonunnar Amy Winehouse voru kynntar í dag. Winehouse fannst látinn á heimi sínu í Camden 23. júlí síðastliðinn. Hún var 27 ára.

Lögregla og mótmælendur takast á í Oakland

Lögreglumenn og mótmælendur tókust á í Oakland í Bandaríkjunum í dag. Hundruðir mótmælenda sem styðja Hernám Wall Street (e. Occupy Wall Street) voru samankomnir í Oakland þegar lögreglan tók málin í sínar hendur. Táragasi bar beitt á mótmælendur.

Innrásarfloti Mongóla fundinn

Fornleifafræðingar í Japan telja sig hafa fundið leifar innrásaflota Mongóla frá árinu 1281. Vísindamennirnir fundu skipið grafið í sjávarbotninum fyrir utan Nagasaki. Þeir telja að skipið sé eitt af 4.400 skipum sem eyðilöggðust í fellibyli sem gekk yfir svæðið.

Andy Rooney á spítala

Pistlahöfundurinn vinsæli Andy Rooney hefur verið lagður inn á spítala.

Sjá næstu 50 fréttir