Fleiri fréttir

Gafst upp og sleppti gíslum

Maður vopnaður skotvopni, líklega skammbyssu, hélt viðskiptavinum og starfsmönnum H&M fataverslunar í Leipzig í Þýskalandi í gíslingu í nokkrar klukkustundir í gær.

Fólk innlyksa á landamærum

Að minnsta kosti nokkur hundruð manns hafa látið lífið í óeirðum í suðurhluta Kirgisistans síðustu daga, að mati Rauða krossins. Æ fleiri fréttir berast af því að ýtt hafi verið undir átökin beinlínis til þess að koma bráðabirgðastjórn landsins frá völdum.

Ætlaði að leita bin Laden uppi

Bandaríkjamaður, vopnaður skammbyssu og 102 sentimetra löngu sverði, fannst einn á ferð í skógi í norðvestanverðu Pakistan á sunnudag.

Hernum einum um að kenna í Londonderry

Ný skýrsla hefur leitt í ljós að allir þeir sem féllu fyrir byssukúlum breskra hermanna í Londonderry á Norður-Írlandi árið 1972 voru saklausir og breska hernum er einum um að kenna hvernig fór.

Palin dreymir um að hitta Járnfrúna

Sarah Palin, varaforsetaefni Repúblíkana í síðustu forsetakosningum, dreymir um að hitta Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, sem Palin segir að sé átrúnaðargoðið hennar og ein helsta fyrirmynd hennar. Samband Thatcher, eða Járnfrúarinnar eins og hún er oft kölluð, og Ronald Reagan, fyrrum Bandaríkjaforseta, er skýrt dæmi um hið sérstaka samband milli Bandaríkjanna og Bretlands, að mati Palin. Hún greinir frá því á samskiptasíðunni Facebook að henni hafi nýverið verið boðið til Bretlands. Palin vonist til að hitta Thatcher í þeirri ferð.

Myrti og át eiginkonuna í Vegas

Bandarískur karlmaður á sjötugsaldri hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða eiginkonu sína á hóteli í Las Vegas fyrir fjórum árum.

Á þriðja tug látnir eftir uppþot í fangelsi

Að minnsta kosti 28 létust uppþoti í fangelsi norðurvesturhluta Mexíkó í nótt. Ekki er vitað hvort að fangaverðir og aðrir starfsmenn fangelsisins séu í hópi hinna látnu en tveir fangaverðir særðust. Yfirvöld segja ástæðuna fyrir uppþotinu vera uppgjör milli tveggja klíka í fangelsinu. Einungis er vika síðan að fangelsisstjórinn varaði við því að illa gæti farið þar sem fangelsið væri yfirfullt. Hann óskaði jafnframt eftir því að hættulegustu fangarnir yrðu fluttir í annað fangelsi.

FBI birtir leyniskjöl um Kennedy

Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefur birt fjölmörg leyniskjöl um Edward Kennedy, fyrrum öldungadeildarþingmann. Flest þeirra fjalla um morðhótanir gegn honum en þar er lítið að finna um bílslys þegar Edward varð valdur að dauða vinkonu sinnar í júlímánuði árið 1969. Hann fór af vettvangi án þess að tilkynna slysið, en baðst síðar afsökunar á því.

Líkir mengunarslysinu við hryðjuverkin 11. september

Forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, líkti olíuslysinu í Mexíkóflóa við hryðjuverkin 11. september 2001 í fyrstu opinberu heimsókninni sinni á svæðinu. Obama hefur heimsótt Alabama, Missisippi og Flórída. Í viðtölum vð fjölmiðla á svæðinu hefur hann meðal annars líkt olíuslysinu við hryðjuverkaárásirnar alræmdu.

Hákarlar þefa uppi bráð sína

Vísindamenn í Bandaríkjunum hafa nú staðfest það, sem margir þóttust vita, að hákarlar beita lyktarskyni þegar þeir elta uppi bráð sína í hafinu.

Milljónir tunna borist í hafið

Bandaríkin, AP Nú er talið að allt frá einni milljón tunna og upp í 2,4 milljónir tunna af olíu hafi lekið út í Mexíkóflóa frá því sprenging varð í borpallinum Deepwater Horizon þann 20. apríl síðastliðinn.

Tugþúsundir flýja átök í Kirgisistan

Kirgisistan, ap Um 100 manns hafa látið lífið og að minnsta kosti þúsund hafa særst í átökum í Kirgisistan undanfarna daga. Þá hafa um 75 þúsund Úsbeka þurft að flýja yfir landamærin til Úsbekistan, mest eldra fólk, konur og börn.

Að minnsta kosti 18 látnir eftir flóð - sex börn

Lögreglan hefur staðfest að minnsta kosti þriggja er enn saknað eftir flóðið í Arkansas í Bandaríkjunum á aðfaranótt laugardags. Þá eru 20 aðrir einstaklingar sem gætu hafa tjaldað á svæðinu eða á svæðum í kring.

Ætlar að reyna aftur að sigla í kringum hnöttinn

Abby Sunderland, 16 ára stúlka frá Bandaríkjunum, ætlar að reyna aftur að sigla hringinn í kringum hnöttinn þrátt fyrir að seglskúta hennar fékk á sig brot á miðju Indlandshafi fyrr í vikunni. Það var fransk veiðiskip sem bjargaði henni í gær. Hún ætlaði að verða yngsta stúlkan til að sigla ein í kringum hnöttinn.

Bjórinn rýkur út í Suður-Afríku

Það er hátíð hjá eigendum öldurhúsa og veitingastaða í Suður-Afríku því sala á bjór hefur stóraukist í landinu í kjölfar heimsmeistaramótsins í knattspyrnu þar sem tugir þúsunda aðdáenda liðanna sötra mjöðinn á meðan þeir hvetja sína menn áfram.

Eymdin algjör í Kirgistan

Svo virðist sem vopnuð gengi Kirgista gangi um og skjóti allt sem hreyfist, en lýsing sjónarvotta á aðstæðum í suðurhluta landsins er skelfileg. Einn sjónarvottur lýsir því þannig í samtali við Reuters fréttastofuna að gengi Kirgista skjóti Úsbeka eins og dýr. Þá er borgin Osh, sem er þungamiðja átakanna og önnur stærsta borgin, í rúst.

Stjórnvöld gefa leyfi til að drepa

Stjórnvöld í Kirgistan hafa gefið öryggissveitum landsins leyfi til þess að drepa í tilraun til þess að stöðva uppþot þjóðarbrota í borginni Osh sem hefur tekið nærri áttatíu líf.

Að minnsta kosti 15 látnir eftir sprengju í Bagdad

Að minnsta kosti fimmtán eru látnir eftir að sprengja sprakk fyrir framan Seðlabanka Íraks í höfuðborginni Bagdad í dag. Sprengjan sprakk þegar starfsmenn bankans voru að yfirgefa staðinn.

Flóðbylgjuviðvörun afturkölluð

Öflugur jarðskjálfti varð í gærkvöldi við Nicobar eyjar á Indlandshafi. Skjálftinn mældist 7,5 á richter. Óttast var að skjálftinn myndi koma af stað flóðbylgju og var flóðbylgjuviðvörun gefin út í gærkvöldi. Hún var svo afturkölluð. Upptök skjálftans voru neðansjávar, um 150 kílómetrum vestur af Misha á Nicobar eyjum.

Obama ræddi við Cameron um olíulekann

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, og David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, ræddu saman í dag um olíulekann á Mexíkóflóa í dag. Obama hefur gagnrýnt breska olíufélagið BP mikið fyrir hvernig staðið var að málum eftir að olían tók að leka úr olíulindinni á botni Mexíkóflóa.

Rússar hjálpa ekki Kirgistan

Dimitri Medved, forseti Rússlands, sagðist í dag ekki geta sent her til Kirgistan til að kveða niður óeirðir í suðurhluta landsins. Það var bráðabirgðastjórn í Kirgistan sem leitaði til forsetans um aðstoðina.

Að minnsta kosti 16 létu lífið í flóðum í Bandaríkjunum

Að minnsta kosti 16 manns hafa látið lífið og 73 eru enn saknað eftir flóð á tjaldstæði í Ouachita fjöllum í Arkansas í Bandaríkjunum í morgun. Flóðið skall á tjaldsvæðið meðan fólkið var sofandi en mikil rigning hefur verið á svæðinu undanfarið.

Búið að bjarga skútuskvísunni

Abby Sunderland, sem lenti í vandræðum með að verða yngsta manneskjan til að sigla í kringum jörðina, var bjargað á Indlandshafi í hádeginu.

Fjörutíu manns létu lífið í byssubardögum í Mexíkó

Hátt í fjörutíu manns létu lífið í byssubardögum milli glæpagengja í tveimur borgum Mexíkó á fimmtudag. Þá gengu byssumenn berserskgang í borginni Chihuahua þar sem 19 manns létu lífið og fjórir særðust. Tuttugu aðrir létu lífið eftir að vopnaðir menn létu til skara skríða í borginni Ciudad Madero sama dag.

Biðja Rússland um aðstoð

Bráðabirgðastjórn Kirgistans hefur beðið Dimitri Medved, forseta Rússlands, um hernaðaraðstoð svo hægt verði að ná tökum á þjóðernisátökum Kirgisa og Úsbeka í suðurhluta Kirgistan. Roza Otunbayeva, leiðtogi Kirgistans, segir að ofbeldið á svæðinu væri farið úr böndunum en yfir fimmtíu manns hafa látist. Þá hafa sex hundruð særst.

Handtóku ísraelskan njósnara í Póllandi

Pólsk yfirvöld handtóku mann í byrjun júní sem þau gruna að sé njósnari á vegum Ísraelsmanna. Hann er grunaður um að tengjast morðinu á Hamasliðanum Mahmoud al-Mabhouh í Dubaí í janúar á þessu ári.

Franskt veiðiskip skútuskvísu til hjálpar

Talið er að hjálpræði muni berast sextán ára stúlku, sem lenti í hremmingum á Indlandshafi, þegar franskt veiðiskip nær til hennar seinnipartinn í dag. Stúlkan, sem heitir Abby Sunderland og er frá Bandaríkjunum, ætlaði sér að verða yngsti siglingakappinn til að sigla ein umhverfis heiminn.

Tveir danskir hermenn létust

Tveir danskir hermenn létu lífið í gærmorgun þegar óhapp varð á heræfingu á Jótlandi. Tveir aðrir hermenn særðust.

Breskir hermenn brutu lög

Nokkrir fyrrverandi breskir hermenn verða væntanlega dregnir fyrir dómara á Norður-Írlandi vegna atburðanna í borginni Londonderry sunnudaginn 30. janúar árið 1972. Þann dag beittu breskir hermenn skotvopnum á hóp kaþólskra mótmælenda með þeim afleiðingum að þrettán manns létu lífið.

19 Mexíkanar myrtir

Glæpamenn hafa skotið til bana 19 Mexíkana á meðferðarstofnun og sært að minnsta fjóra.

Sjá næstu 50 fréttir