Erlent

Að minnsta kosti 15 látnir eftir sprengju í Bagdad

Frá Bagdad
Frá Bagdad Mynd/AFP
Að minnsta kosti fimmtán eru látnir eftir að sprengja sprakk fyrir framan Seðlabanka Íraks í höfuðborginni Bagdad í dag. Sprengjan sprakk þegar starfsmenn bankans voru að yfirgefa staðinn.

Í kjölfarið hófst skotbardagi á milli öryggissveita og óþekktra vígamanna. Að minnsta kosti 40 liggja sárir, flestir þeirra eru bankastarfsmenn.

Ekki liggur ljóst fyrir hvort árásarmennirnir hafi verið að reyna að ræna bankann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×