Erlent

Franskt veiðiskip skútuskvísu til hjálpar

Talið er að hjálpræði muni berast sextán ára stúlku, sem lenti í hremmingum á Indlandshafi, þegar franskt veiðiskip nær til hennar seinnipartinn í dag. Stúlkan, sem heitir Abby Sunderland og er frá Bandaríkjunum, ætlaði sér að verða yngsti siglingakappinn til að sigla ein umhverfis heiminn.

Hún missti hins vegar allt samband við umheiminn á fimmtudag, en talið er að alda hafi skollið á skútu hennar er hún var á Indlandshafinu með þeim afleiðingum að fjarskiptabúnaður skútunnar bilaði.

Ástralska strandgæslan samræmir björgunaraðgerðir, en í slitróttu símasambandi í vikunni var að skilja á Abby að skútan væri enn á réttum kili þó hún væri löskuð eftir óveðrið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×