Erlent

Öryggissveitir bjarga tveimur úr haldi Farc

Öryggissveitum í Kólómbíu hefur tekist að bjarga tveimur háttsettum meðlimum sínum úr haldi Farc skæruliðasamtakanna.

Mennirnir tveir höfðu verið í haldi Farc um 12 ára skeið. Alvaro Uribe forseti Kólombíu sagði um helgina að aðgerð þessi hefði verið í undirbúningi mánuðum saman en hún fór fram í héraðinu Guaviare.

Annar mannanna átti afmæli og varð 53 ára gamall á sunnudag þegar hann losnaði úr haldi Farc. Aðgerðir öryggissveitanna halda áfram og ætla þær að einnig reyna að ná þriðja félaga sínum sem hefur verið álíka lengi í haldi Farc.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×