Erlent

Að minnsta kosti 16 létu lífið í flóðum í Bandaríkjunum

Skjáskot af frétt CNN um málið
Skjáskot af frétt CNN um málið

Að minnsta kosti 16 manns hafa látið lífið og 73 eru enn saknað eftir flóð á tjaldstæði í Ouachita fjöllum í Arkansas í Bandaríkjunum í morgun. Flóðið skall á tjaldsvæðið meðan fólkið var sofandi en mikil rigning hefur verið í ánum Caddo og Little Missouri undanfarið.

Mike Beebe, ríkisstjóri Arkansas, sagði að rigningarvatnið hefði farið niður fjöll og inn í dalinn þar sem fólkið hafði tjaldað. Tjaldsvæðið er vinsæll áfangastaður ferðamanna.

Flóðið fór frá einum metra upp í sjö aðeins á þremur klukkustundum. Veðurstofan hafði varað við að hugsanlegu flóði á fimmtudaginn.Alvarlegri viðvörun um hættuástandið á svæðinu var svo gefin út klukkan tvö í nótt, aðeins nokkrum klukkutímum áður en flóðið skall á.

Þrjár þyrlur hafa verið sendar til aðstoðar og trukkur með kælirými er notaður sem bráðabirgða líkhús.

Barack Obama forseti Bandaríkjanna vottaði aðstandendum fórnarlambanna samúð sína.

Myndband CNN um flóðið










Fleiri fréttir

Sjá meira


×