Erlent

Obama ræddi við Cameron um olíulekann

Barack Obama forseti Bandaríkjanna
Barack Obama forseti Bandaríkjanna
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, og David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, ræddu saman í dag um olíulekann á Mexíkóflóa í dag. Obama hefur gagnrýnt breska olíufélagið BP mikið fyrir hvernig staðið var að málum eftir að olían tók að leka úr olíulindinni á botni Mexíkóflóa.

Mikið hefur verið rætt um það í Bandaríkjunum hversu langan tíma tekur að stöðva olíulekann. Obama sjálfur hefur einnig verið gagnrýndur fyrir að hafa uppi stór orð um frammistöðu olíufyrirtækisins.

Obama sagði á fundinum í dag að gagnrýni sín á BP snérist ekki um Bretland heldur yrði BP að geta allt sem hægt væri til að stöðva lekann og hreinsa upp olíu sem berst upp að ströndum Bandaríkjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×