Erlent

Líkir mengunarslysinu við hryðjuverkin 11. september

Obama er ekkert að skafa utan af því. Mengunarslysið í Mexíkóflóa er eins og hryðjuverkaárás að mati Bandaríkjaforsetans.
Obama er ekkert að skafa utan af því. Mengunarslysið í Mexíkóflóa er eins og hryðjuverkaárás að mati Bandaríkjaforsetans.

Forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, líkti olíuslysinu í Mexíkóflóa við hryðjuverkin 11. september 2001 í fyrstu opinberu heimsókninni sinni á svæðinu. Obama hefur heimsótt Alabama, Missisippi og Flórída. Í viðtölum vð fjölmiðla á svæðinu hefur hann meðal annars líkt olíuslysinu við hryðjuverkaárásirnar alræmdu.

Á meðan hann var í heimsókn á svæðinu féllu bréf breska olíurisans BP um 10 prósent. Fjárfestar óttast að endanlegur reikningur vegna mengunarslyssins eigi eftir að ríða félaginu að fullu. Hlutur fjárfesta vænkaðist þó lítillega í dag því bréfin hækkuðu þá um eitt prósent á móti.

Sjálfur sagði Obama í viðtölum að hann myndi beita sér gegn því að olíufyrirtæki boruðu svo djúpt eftir olíu en vegna staðsetningar holunnar, sem er neðansjávar, hefur reynst ómögulegt að koma í veg fyrir olíulekann. Olía hefur flætt næstum óheft út í Mexíkóflóa með hrikalegum afleiðingum fyrir lífríki flóans.

Þá vill Obama beita sér fyrir hreinni orkugjöfum.

Þá er gert ráð fyrir því að byggðarlög við flóann, sem helst treysta á fiskveiðar, muni beinlínis leggja upp laupana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×