Erlent

Ætlar að reyna aftur að sigla í kringum hnöttinn

Abby ætlar að reyna aftur að sigla í kringum hnöttinn
Abby ætlar að reyna aftur að sigla í kringum hnöttinn
Abby Sunderland, 16 ára stúlka frá Bandaríkjunum, ætlar að reyna aftur að sigla hringinn í kringum hnöttinn þrátt fyrir að seglskúta hennar fékk á sig brot á miðju Indlandshafi fyrr í vikunni. Það var fransk veiðiskip sem bjargaði henni í gær. Hún ætlaði að verða yngsta stúlkan til að sigla ein í kringum hnöttinn.

Móðir hennar, Marianne Sunderland, sagði að hún væri í góðu lagi. „Hún virtist vera þreytt og dálítið lítil í sér í röddinni, en ég held hún hafi gert það nú viljandi. Ég held hún hafi aðalega hlakkað til þess að fara sofa."

Faðir hennar, Laurence Sunderland, segir þrátt fyrir óhappið sé hún enn þá föst á sínu. „Þetta hefur engin áhrif á ákvörðun hennar. Hún hefur verið að sigla um heiminn stærstan hluta ævi sinnar." sagði hann.


Tengdar fréttir

Búið að bjarga skútuskvísunni

Abby Sunderland, sem lenti í vandræðum með að verða yngsta manneskjan til að sigla í kringum jörðina, var bjargað á Indlandshafi í hádeginu.

Franskt veiðiskip skútuskvísu til hjálpar

Talið er að hjálpræði muni berast sextán ára stúlku, sem lenti í hremmingum á Indlandshafi, þegar franskt veiðiskip nær til hennar seinnipartinn í dag. Stúlkan, sem heitir Abby Sunderland og er frá Bandaríkjunum, ætlaði sér að verða yngsti siglingakappinn til að sigla ein umhverfis heiminn.

Skólastúlka í miklum vandræðum á skútu á Indlandshafi

Abby Sunderland sextán ára gömul skólastúlka frá Kaliforníu á í miklum vandræðum á skútu sinni eftir að hafa lent í óveðri á afskekktu svæði á Indlandshafi um 3000 kílómetra austur af Madagaskar. Skip eru á leið til hennar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×