Erlent

Biðja Rússland um aðstoð

Frú Otunbayeva
Frú Otunbayeva Mynd/AFP
Bráðabirgðastjórn Kirgistans hefur beðið Dimitri Medved, forseta Rússlands, um hernaðaraðstoð svo hægt verði að ná tökum á þjóðernisátökum Kirgisa og Úsbeka í suðurhluta Kirgistan. Roza Otunbayeva, leiðtogi Kirgistans, segir að ofbeldið á svæðinu væri farið úr böndunum en yfir fimmtíu manns hafa látist. Þá hafa sex hundruð særst.

Otunbayeva hélt sjónvarpsávarp í morgun þar sem hún greindi frá þessu. „Ástandið er mjög slæmt. Það eru engin merki um að því fari að linna. Síðan í gær eru aðstæður komnar úr böndunum, við þurfum utanaðkomandi hernaðaraðstoð til að ástandið lagist. Því höfum við leitað til Rússlands," sagði Otunbayeva í morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×