Erlent

Rændi og nauðgaði 10 ára stúlku

Breska lögreglan. Mynd tengist ekki beint.
Breska lögreglan. Mynd tengist ekki beint.
Kevin Holmes, frá Crosby nálægt Liverpool, hefur verið handtekinn grunaður um að hafa rænt og nauðgað tíu ára stúlku.

Kevin hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald þar til dómari tekur mál hans fyrir á morgun, mánudag. Lögreglan segir að stúlkan hafi verið að leika sér nálægt garði 9. maí síðastliðinn og fór í sælgætisbúð sem er þar nálægt. Þegar hún yfirgaf búðina mun henni hafa verið rænt og nauðgað.

Lögreglan gerði viðamikla rannsókn eftir að henni hafði verið rænt. Hún fékk yfir 200 símtöl frá almenningi og yfirheyrði meira en þúsund manns.

Það var svo á föstudagskvöld sem Kevin var handtekinn af lögreglunni í Blackpool. Stúlkan og fjölskylda hennar munu fá aðstoð og ráðgjöf frá sérfræðingum, segir lögreglan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×