Erlent

Búið að bjarga skútuskvísunni

Abby Sunderland, sem lenti í vandræðum með að verða yngsta manneskjan til að sigla í kringum jörðina, var bjargað á Indlandshafi í hádeginu.

Það var franskt fiskiskip sem kom henni til bjargar. Hún er við góða heilsu og sagðist faðir hennar, Laurence Sunderland, vera himinlifandi að dóttir sín sé í góðum höndum.

„Hún var í góðu skapi, hún talaði við mömmu sína," sagði faðir hennar.

Samkvæmt áströlsku strandgæslunni verður Abby flutt í land eins fljótt og hægt er.

Það var á fimmtudag þegar hún missti allt samband við umheiminn en talið er að alda hafi skollið á skútu hennar með þeim afleiðingum að fjarskiptabúnaður skútunnar bilaði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×