Fleiri fréttir

Alexander McQueen svipti sig lífi

Breski fatahönnuðurinn Alexander McQueen er látinn en hann framdi sjálfsmorð samkvæmt The Daily Mail. Alexander þótti einn af frumlegustu hönnuðum sinnar kynslóðar.

Google Buzz spinnur sig um netið

Google hefur hleypt af stokkunum nýrri þjónustu, Buzz, sem ætlað er að keppa við netsamfélög eins og Facebook og Twitter. Buzz er byggður inn í tölvupóstþjónustuna Gmail og gerir notendum kleift að uppfæra stöðu sína, skiptast á efni og gera athugasemdir við stöðu vina sinna.

Fangar hrella á Facebook

Breska dómsmálaráðuneytið hefur látið loka þrjátíu Facebook síðum vegna þess að fangar í breskum fangelsum notuðu þær til þess að hrella fórnarlömb sín og fjölskyldur þeirra.

Hollywood skiltið hverfur í dag

Hollywood skiltið fræga mun hverfa sjónum manna í dag. Það verður þó aðeins í dag. Það eru samtök umhverfisverndarsinna sem standa fyrir þessu.

Myrti eins árs gamlan son kærustu sinnar

Kviðdómur í Kaliforníu sakfelldi í gær bandarískan karlmann fyrir að hafa myrt eins árs gamlan son kærustu sinnar í september 2008. Maðurinn, sem er 23 ára gamall, myrti drenginn í reiðikasti á meðan hann gæti hans og kom líkinu fyrir í ruslakistu í Long Beach.

Búist við átökum í Íran

Stjórn og stjórnarandstaðan í Íran boða til fjöldafunda í dag til að minnast byltingarinnar í landinu árið 1979 þegar íslamska lýðveldið var stofnað. Búist er við átökum milli öryggissveita stjórnvalda og umbótasinna.

Festust í lyftu í hæsta turni heims

Fimmtán ferðamenn festust nýverið í lyftu sem bilaði í Burj Khalifa turninum í Dubai sem er hæsta bygging heims. Er þar loks komin skýringin á því að turninum var skyndilega lokað fyrir ferðamönnum fyrr í vikunni. Eftir að hafa heyrt skruðninga, sjá gler brotna og ryk feykjast inn um lyftudyrnar sat fólkið dauðhrætt og hjálparvana í lyftunni í tæpa klukkustund. Fólkið var þá statt á 124 hæð byggingarinnar sem er 160 hæða.

Tuttugu ár frá því Mandela var sleppt

Hátíðarhöld fara fram í Suður-Afríku í dag þegar þess verður minnst að 20 ár eru síðan að Nelson Mandela var sleppt úr fangelsi í eftir að hafa verið pólitískur fangi í 27 ár.

Leiðtogar ESB ræða um efnahagskrísu Grikkja

Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna koma saman síðar í dag til að ræða efnahagsástandið í Grikklandi sem hefur versnað hratt á síðustu mánuðum. Ríkisstjórnin glímir við gífurlegan skuldavanda og hefur kynnt umfangsmiklar aðhaldsaðgerðir sem var mótmælt á götum úti í gær. Grikkir þurfa að fá tugmilljarða evra að láni til að reisa landið við.

Enn snjóar á austurströnd Bandaríkjanna

Mikill hríðarbylur geisar enn á austurströnd Bandaríkjanna en daglegt líf fólks á svæðinu hefur undanfarna daga farið úr skorðum. Snjó hefur kyngt og fjölmörg met fallið. Skólahaldi hefur víða verið aflýst og þá er fjölda stofnanna lokað.

Krefjast bóta af klámhundum

Tvítug bandarísk kona, sem nefnd er Amy í dóm­skjölum, krefst þess að fá bætur frá hundruðum sakborninga, sem höfðu í fórum sínum barnaklámmyndir sem frændi hennar tók af henni fyrir rúmum áratug. Þótt frændi hennar hafi hlotið dóm fyrir afbrot sín eru myndirnar af Amy enn í dag meðal þeirra sem útbreiddastar eru í heimi barnaníðinga.

Þjóðlífið lamað í sólarhring

Opinber þjónusta lá nánast algerlega niðri í Grikklandi í gær þegar efnt var til sólarhrings verkfalls til að mótmæla fyrirhuguðum aðhaldsaðgerðum stjórnvalda.

Leyniskjalið gert opinbert

Bresk stjórnvöld neyddust í gær til að aflétta leynd af skjölum, þar sem lýst er illri meðferð á breskum ríkisborgara í fangabúðum Bandaríkjahers á Kúbu. Áfrýjunardómstóll kvað upp þann úrskurð að stjórnvöldum væri ekki stætt á því að halda skjölunum leyndum.

Mansal hefur aukist verulega

Mansal er vaxandi vandamál í Kína, að því er fram kemur í umfjöllun dagblaðsins South China Morning Post. Ástæðan er í blaðinu rakin til þess að karlar, einkum í sveitum landsins, eigi erfitt með að finna sér eiginkonur, þar sem þær sæki í auknum mæli í þéttbýlið í leit að fjölbreyttari vinnu.

Öryggisverðir björguðu ekki 15 ára stúlku

Lögreglan í Seattle í Bandaríkjunum hefur nú til skoðunar mál þriggja öryggisvarða sem hjálpuðu ekki 15 ára gamalli stúlku þegar hópur ungmenna réðist á hana inni í strætóstöð fyrir skömmu.

Bretar óttast að þeir þurfi að taka þátt í björgunaraðgerðum

Bretar óttast að þeir verði neyddir til þess að taka þátt í að fjármagna björgunarpakka fyrir þau evrulönd sem kreppan hefur skollið hvað harðast á. Breskir þingmenn leggja hart að Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, að einungis þjóðir sem eigi aðild að myntbandalagi Evrópu taki þátt í slíkum aðgerðum.

Ekki reyna að flýta ykkur í Noregi

Noregur er eitt af ríkustu löndum í heimi. Albanía er eitt af fátækustu löndum í heimi. Á einu sviði hefur þó Albanía vinninginn; þar er betra vegakerfi.

White Stripes í mál við flugherinn

Dúóið White Stripes, sem skartar þeim Jack og Meg White, ætla að lögsækja varalið bandaríska flughersins fyrir að nota lag þeirra í auglýsingu. Flugherinn frumsýndi auglýsingu þar sem reynt er að fá ungt fólk til þess að skrá sig í herinn og fór hún í loftið á besta tíma, það er á meðan á úrslitaleiknum í ameríska fótboltanum stóð.

Fluttir til að vera étnir

Í Kenya er verið að safna saman þúsundum sebrahesta sem eiga að verða bráð fyrir ljón og hýenur.

Rafbyssa bjargaði allsberu vöðvatrölli

Hvorki lögreglukylfur piparúði né lögregluhundur dugðu til þess að yfirbuga allsbert sex feta vöðvatröll sem gekk berserksgang í bænum Viktoríu í Kanada um síðustu helgi.

160 manns fórust í snjóflóði í Afganistan

Að minnsta kosti 160 manns eru látnir eftir að nokkur snjóflóð féllu í fjölförnu fjallaskarði norður af Kabúl, höfuðborg Afganistans. Björgunarsveitir reyna nú að komast að fólki sem er fast í farartækjum sínum í skarðinu en talið er að nokkur hundruð manns séu enn fastir í skarðinu. Þegar hefur tekist að bjarga um 2500 manns. Frá því á mánudag hafa að minnsta kosti 24 snjóflóð fallið í skarðinu og því er tæplega fjögurra kílómetra vegarkafli lokaður af.

Palestinumenn við þröngan kost

Yfirmaður hjálparstofnunar Sameinuðu þjóðanna sem hefur með málefni palestínumanna að gera segir mikinn fjárskort blasa við.

Telja að 230 þúsund hafi farist á Haítí

Stjórnvöld á Haítí telja að 230 þúsund manns hafi farist í jarðskjálftanum sem reið yfir landið fyrir fjórum vikum. Þetta eru tæplega 20 þúsund fleiri en fyrri mat gerði ráð fyrir.

Áhættusækni tengist mögulega erfðum

Svæðið í heilanum sem stjórnar ótta fólks virkjast við þá tilhugsun eina að tapa peningum. Þetta leiddi rannsókn á tveimur konum með skemmdir í svæðinu í ljós en báðar voru hvergi bangnar við að leggja fé að veði.

Enn vantar snjó í Vancouver

Nú þegar einungis tveir dagar eru þangað til að Vetrarólympíuleikarnir í Vancouver í Kanada hefjast, hafa skipuleggjendur leikanna enn áhyggjur af snjóleysi og miklum hita. Meðalhiti á svæðinu hefur ekki mælst hærri í meira en 70 ár. Ástandið er einna verst í Cypress fjalli en þar verður keppt á sjóbrettum og í annarri skíðafimi. Flutningabílar og þyrlur hafa verið notaðir til þess að flytja snjó á keppnisbrautirnar.

Réttað yfir hryðjuverkamanni

Réttarhöld yfir karlmanni sem átti aðild að hryðjuverkaárásnum á tvö bandarísk glæsihótel í Jakarta, höfuðborg Indónesíu, í júlí á síðasta ári hófust í gær. Hann er fyrsti maðurinn sem réttað er yfir vegna árásanna en maðurinn á yfir höfði sér dauðadóm.

Fleiri bílar innkallaðir

Hrakfallasaga japanskra bílaframleiðenda heldur áfram en bandarísk yfirvöld hafa nú til skoðunar galla í fleiri gerðum Toyota. Þá hefur Honda þurft að innkalla þúsundir bíla.

Netanyahu krefst aðgerða

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, krefst þess að alþjóðasamfélagið bregðist skjótt og með afgerandi hætti við kjarnorkuframleiðslu Írana.

Sendi þjóðþing landsins heim

Mahinda Rajapaksa, nýkjörinn forseti á Srí Lanka, hefur leyst upp þing landsins og hyggst boða til þingkosninga.

Tefja fyrir nýjum samningi

Flugskeytavarnar­áform Bandaríkjanna eru ógn við öryggi Rússlands, segir Nikolai Makarov, yfirmaður rússneska heraflans. Hann segir þessi áform, jafnvel í þeirri breyttu mynd sem Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur gefið þeim, hafi tafið fyrir viðræðum ríkjanna um nýjan afvopnunarsamning.

Uppbyggingarstarf næstu ára skipulagt

Þau Sigríður Þormar, Hrafnhildur Sverrisdóttir og David Lynch ganga til liðs við 24 manna alþjóðlegan hóp sérfræðinga á vegum Rauða krossins sem skipuleggur uppbyggingarstarf hreyfingarinnar á Haítí næstu þrjú árin.

Snjór fluttur í brekkurnar

Vegna snjóleysis í Vancouver og fjöllunum í kringum borgina hefur þurft að flytja snjó í brekkurnar og hafa bæði trukkar og þyrlur verið notaðar til verksins. Alls hafa um 300 tonn af snjó verið flutt í brekkur Cypress-fjalls í útjaðri borgarinnar þar sem meðal annars verður keppt í snjóbrettagreinum á Vetrarólympíuleikunum.

Hunsa allar viðvaranir og hótanir

Leiðtogar valdamikilla Vesturlanda hafa nú árum saman reynt að hemja kjarnorkuvinnslu í Íran og óttast fátt meira en að Írönum takist að koma sér upp kjarnorkuvopnum.

Brá þegar hann tók upp brúðina

Arabiskur sendiherra sótti um skilnað eftir að hann komst að því að á bak við slæðu sína var brúður hans bæði skeggjuð og kolrangeyg.

Ný Boeing 747

Ný útgáfa af Boeing 747 breiðþotunni fór í sitt fyrsta flug í gær. Það er Beoing 747-8 sem er fragtvél.

Undirbúa stórárás í Afganistan

Þetta er fyrsta stórárásin sem gerð verður í Afganistan síðan Barack Obama sendi þrjátíu þúsund manna liðsauka til landsins um áramótin.

Abbaðist upp á ranga flugfreyju

Kinman Chan er þrítugur og vel á sig kominn. Hann taldi sig því ekki myndu eiga í vandræðum með hina fimmtíu og eins árs gömlu þriggja barna móður sem sagði honum að setjast í sæti sitt og þegja, þegar hann var með uppsteit um borð í flugvél US-Air frá Filadelfíu til San Francisco.

Sjá næstu 50 fréttir