Erlent

Fangar hrella á Facebook

Óli Tynes skrifar

Breska dómsmálaráðuneytið hefur látið loka þrjátíu Facebook síðum vegna þess að fangar í breskum fangelsum notuðu þær til þess að hrella fórnarlömb sín og fjölskyldur þeirra.

Jack Straw dómsmálaráðherra tilkynnti um þetta í dag og sagði að mjög yrði hert eftirlit með því að fangar notuðu miðilinn á þennan hátt.

Í mörgum tilfellum notuðu fangarnir farsíma sem hafði verið smyglað til þeirra til þess að koma skilaboðum sínum inn á Facebook síður.

Í einu tilfelli sagði þekktur ofbeldismaður að hann hlakkaði til þess að sjá óttann í augum fólks þegar hann kæmi heim úr fangelsinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×