Erlent

Festust í lyftu í hæsta turni heims

Burj Khalifa
Burj Khalifa
Fimmtán ferðamenn festust nýverið í lyftu sem bilaði í Burj Khalifa turninum í Dubai sem er hæsta bygging heims. Er þar loks komin skýringin á því að turninum var skyndilega lokað fyrir ferðamönnum fyrr í vikunni. Eftir að hafa heyrt skruðninga, sjá gler brotna og ryk feykjast inn um lyftudyrnar sat fólkið dauðhrætt og hjálparvana í lyftunni í tæpa klukkustund. Fólkið var þá statt á 124 hæð byggingarinnar sem er 160 hæða.

Fólkinu var að lokum bjargað úr lyftunni. Ekki fylgir sögunni hvort eitthver þeirra kaus að nota frekar stiga en lyftu á leið sinni niður. Eigandi byggingarinnar hefur ekki tjáð sig um atvikið en ferðamenn geta ekki lengur heimsótt turninn sem er 828 metra hár og var opnaður í byrjun janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×