Erlent

Google Buzz spinnur sig um netið

Google hefur hleypt af stokkunum nýrri þjónustu, Buzz, sem ætlað er að keppa við netsamfélög eins og Facebook og Twitter. Buzz er byggður inn í tölvupóstþjónustuna Gmail og gerir notendum kleift að uppfæra stöðu sína, skiptast á efni og gera athugasemdir við stöðu vina sinna.

Notendur Gmail eru nú um 170 milljónir og vonast Google eftir að þjónustan muni ná hylli meðal þeirra á kostnað keppinautanna.

Netsamfélög njóta mikilla vinsælda og hefur Facebook náð að safna um 400 milljón notendum um allan heim frá árinu 2004.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×