Erlent

Fleiri bílar innkallaðir

Hrakfallasaga japanskra bílaframleiðenda heldur áfram en bandarísk yfirvöld hafa nú til skoðunar galla í fleiri gerðum Toyota. Þá hefur Honda þurft að innkalla þúsundir bíla. 

Vandræði Toyota virðast engan enda ætla að taka því yfirvöld í Bandaríkjunum hafa tilkynnt að þau hafi nú til athugunar hugsanlega galla í stýrikerfi bíla af gerðinni Toyota Corolla. Umferðarráð Bandaríkjanna hefur undanfarna mánuði fengið fjölmargar tilkynningar um bilanir í bílunum. Síðustu vikur hefur bílaframleiðandinn innkallað um átta milljónir bíla víðsvegar um heiminn, þar á meðal á Íslandi, vegna bilana í bensíngjöf.

En það er ekki bara Toyoyta sem á í vandræðum því Honda, annar stærsti bílaframleiðandi Japans, hefur innkallað tæplega 440 þúsund bíla vegna galla í loftbúðum sem geta þanist of hratt út. Talið er að rekja megi eitt andlát í Bandaríkjunum til þessa. Á árunum 2008 til 2009 þurfti Honda að innkalla hálfa milljón bíla vegna galla.

Vandræði Toyota og Honda hafa leitt til mikils verðfalls á hlutabréfum í fyrirtækjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×