Erlent

Telja að 230 þúsund hafi farist á Haítí

Frá Haítí.
Frá Haítí. Mynd/AP
Stjórnvöld á Haítí telja að 230 þúsund manns hafi farist í jarðskjálftanum sem reið yfir landið fyrir fjórum vikum. Þetta eru tæplega 20 þúsund fleiri en fyrri mat gerði ráð fyrir.

Breska ríkisútvarpið hefur eftir ráðherra í ríkisstjórn landsins að tölurnar séu ekki nákvæmar því í þær vanti upplýsingar um fjölda líka sem hafa verið jarðsett án aðkomu stjórnvalda. Jafnframt sé erfitt að áætla hversu mörg lík séu enn í rústunum.

Heildarfjöldi látinna á Haítí nálgast fjölda þeirra sem fórust í flóðbylgjunni miklu í Asíu annan í jólum 2004 en talið er að 250 þúsund hafi látist í þeim hörmungum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×