Erlent

Smáðir þingmenn fá ekki lokagreiðslu

Óli Tynes skrifar
Breska þingið.
Breska þingið.

Þrír breskir þingmenn sem verða sóttir til saka fyrir oftöku fjár úr opinberum sjóðum fá enga lokagreiðslu þegar þeir hætta á þingi.

Reglan er sú að þingmenn eiga rétt á greiðslu allt að 65 þúsund sterlingspunda þegar þeir láta af þingmennsku. Það eru um þrettán milljónir íslenskra króna.

Þingmennirnir Elliot Morley, Jim Devine og Cavid Chaytor þóttu hinsvegar svo gráðugir í sjálftökunni að ekki þótti nóg að láta þá borga til baka, eins og tæplega 400 aðra þingmenn sem létu ríkið borga einkareikninga.

Þeir verða sóttir til saka fyrir þjófnað og hafa verið reknir úr Verkamannaflokknum.

Þeir eiga hinsvegar rétt á að halda þingsæti sínu fram að næstu kosningum sem verða í síðasta lagi í júní næstkomandi.

Þá verður hinsvegar lokagreiðslu þeirra haldið eftir og hún látin renna upp í það sem talið er að þeir skuldi eftir sjálftökuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×