Fleiri fréttir Börn aflimuð án svæfingar á Haiti Áhersla björgunarsveitanna á Haiti undanfarna daga hefur verið í Port au Prince. Nú er hinsvegar farið að hyggja að bæjum utan við höfuðborgina og þar er ástandið síst betra. 18.1.2010 11:29 Tilræðismanni páfa sleppt úr fangelsi Tyrkinn Mehmet Ali Agca sem reyndi að myrða Jóhannes Pál páfa árið 1981 hefur verið látinn laus úr fangelsi. Agca særði páfa með skammbyssuskotum á Péturstorginu. 18.1.2010 10:14 Árás talíbana hrundið Árás Talíbana í miðborg Kabúl virðist hafa verið hrundið að mestu. Nokkir þeirra sprengdu sig í loft upp á fjölförnum stöðum og létust að minnsta kosti fimm og er eitt barn þar á meðal. Lögregla og herlið lokuðu miðborginni á meðan barist var við uppreisnarmennina og voru fimm talíbanar hið minnsta felldir í bardaga í verslunarmiðstöð í borginni. 18.1.2010 09:39 Sjóræningjar berjast um lausnarfé Sómalskir sjóræningjar börðust í nótt innbyrðis vegna deilna um risastórt lausnargjald sem grískt skipafélag greiddi í gær fyrir tankskip sem sjóræningjar hafa haft í haldi síðan í nóvember. Lausnargjaldið er talið hafa numið allt að sjö milljónum dollara og var því sleppt úr þyrlu á þilfar skipsins. Átökin hafa haft það í för með sér að ræningjarnir um borð í skipinu geta ekki farið í land því þeir sem þar eru telja sig eiga hluta lausnargjaldsins. Því er skipið og 28 manna áhöfn þess enn í klóm ræningjanna. 18.1.2010 07:54 Ban Ki-moon biður fólk um að sýna þolinmæði Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu Þjóðanna hvetur íbúa Haítí til þess að vera þolinmóða en hægt virðist ganga að koma hjálpargögnum til nauðstaddra Starfsmenn hjálparsamtaka segja þrátt fyrir vandræði hafi tekist að koma matar- og vatnsbirgðum til nokkurra hverfa í höfuðborginni Port au Prince. 18.1.2010 07:48 Talíbanar gera árás á Kabúl Hópur Talíbana gerði í morgun árásir í miðborg afgönsku höfuðborgarinnar Kabúl en á sama tíma var forseti landsins að sverja ráðherra sína í embætti. Fregnir hafa borist af að minnsta kosti tveimur sprengingum í hverfinu í grennd við forsetahöllina og mikil skothríð hefur einnig heyrst. 18.1.2010 07:27 Fólk enn sagt á lífi í húsarústum á Haítí Yfir sjötíu manns hefur verið bjargað úr húsarústunum á Haítí eftir jarðskjálftann sem gekk yfir landið á dögunum. Að sögn talsmanns Sameinuðu þjóðanna. Elisabeth Byrs, er hlutfall þeirra sem hefur verið bjargað hátt miðað við hefðbundna björgunaraðgerð á vegum samtakanna, jafnvel þótt fjöldinn sé ekki mikill miðað við alvarleika slyssins. 18.1.2010 01:00 Mjótt á munum í Chile Samkvæmt kosningaspám verður mjótt á munum í forsetakosningunum í Chile en seinni umferðin fer fram í dag. 17.1.2010 22:30 Kjósa þarf aftur í Úkraínu Kjósa þarf aftur á milli þeirra sem flest atkvæði fengu í forsetakosningunum í Úkraínu þar sem allt lítur út fyrir að enginn frambjóðandi hafi fengið meira en 50% atkvæða í fyrri umferð kosninganna sem fram fóru í dag. 17.1.2010 21:15 Gríðarleg eyðilegging í Leogane Alls hefur 54 verið bjargað lifandi úr rústum húsa á Haítí síðan skjálftinn reið yfir á þriðjudag. Það gefur íslensku björgunarsveitinni von um að enn sé ekki orðið of seint að finna fólk á lífi. Sveitin hefur verið að störfum í borginni Leogane í dag en hvergi er eyðileggingin meiri en einmitt þar. 17.1.2010 19:08 Bush saknar ekki sviðsljóssins George Bush segir að hann sakni ekki sviðsljóssins og athyglinnar sem fylgir forsetaembættinu. Barack Obama, nýverandi forseti, átti fund með Bush og Bill Clinton í Hvíta húsinu í gær um ástandið á Haítí. Þar óskaði Obama eftir því forsetarnir fyrrverandi myndu skipuleggja fjársöfnun fyrir fórnarlömb jarðskjálftans. 17.1.2010 17:21 Björgunaraðgerðir ganga hægt Björgunaraðgerðir á Haítí ganga hægt en erfiðlega hefur reynst að koma nauðsynlegum hjálpargögnum til íbúa eftir jarðskjálftann í síðustu viku. Fram kemur á fréttavef BBC að stærsta vandamál hjálparstarfsmanna sé að koma öllum þeim hjálpargögnum sem send hafa verið til landsins til þeirra sem þurfa á þeim að halda. 17.1.2010 17:00 Karl og konu bjargað í Port au Prince Breskum björgunarmönnum tókst að bjarga tveimur manneskjum lifandi úr rústum tveggja húsa í höfuðborg Haítí skömmu eftir hádegi í dag. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundar á morgun um stöðu mála og skipulag hjálparstarfsins - og ekki síst öryggi hjálparstarfsmanna. 17.1.2010 15:16 Forsetakosningar í Úkraínu Forsetakosningar fara fram í Úkraínu í dag en ekki er talið að neinn frambjóðandi fái meiri en 50% atkvæði og því lítur allt út fyrir að kjósa þurfi á nýjan leik á milli tveggja efstu manna eftir daginn í dag. 18 gefa kost á sér en Júlíu Tímósjenkó, forsætisráðherra Úkraínu, og Viktor Janukovitsj, fyrrverandi forsætisráðherra, er spáð góðu gengi. 17.1.2010 14:14 Vígamenn féllu í árás Bandaríkjamanna Að minnsta kosti 15 liðsmenn samtaka herskárra múslima féllu í flugskeytaárás Bandaríkjahers í norðvesturhluta Pakistan í gær. Fullyrt er að þeir hafi allir verið af erlendu bergi brotna en dvalið í Pakistan til að vinna gegn þarlendum stjórnvöldum. 17.1.2010 13:54 Ástandið verra í grennd við Port au Prince Upplýsingar um ástand mála í bæjum og borgum í grennd við Port au Prince á Haítí eru farnar að berast og benda þær til að eyðileggingin sé meiri þar en í höfuðborginni. Enn gengur erfiðlega að koma nauðsynlegum hjálpargögnum til íbúa Haítí en hundruð þúsunda hafa varla fengið vott né þurrt síðan á þriðjudag. 17.1.2010 12:30 Konur sækja í auknum mæli í fjárhættuspil á netinu Upp er komin ný kynslóð kvenna í Bretlandi sem er háð póker á netinu, sem hingað til hefur verið talinn höfða aðallega til karlmanna. 17.1.2010 12:00 Tveimur stúlkum bjargað Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kom til Haítí í gær og ræddi við René Preval, forseta landsins, um aðgerðir til hjálpar þeim sem illa urðu úti úr jarðskjálftanum á þriðjudaginn. Að fundi loknum sagði Clinton við fréttamenn að Bandaríkjastjórn myndi vera til staðar og gera hvað hún gæti til að koma landinu til hjálpar. Hún sagði að Haíti myndi standa sterkara að þessum harmleik loknum. 17.1.2010 10:01 Breskir hermenn féllu í Afganistan Tveir breskir hermenn féllu í sprengjuárás í Afganistan í gær. Skömmu áður lenti flugvél með David Miliband, utanríkisráðherra Bretlands, á flugvellinum í Kabúl en hann ætlar að funda með ráðamönnum um framtíð landsins um helgina. 16.1.2010 23:30 Piparúða beitt í Hong Kong Til átaka kom á milli mótmælenda og lögreglu í Hong Kong í dag. Þar var verið að mótmæla áætlunum yfirvalda um að tengja Hong Kong við hraðlestarkerfið á meginlandinu. 16.1.2010 20:00 Mikil hræðsla greip um sig meðal íbúa Haítí Mikil hræðsla greip um sig meðal íbúa Haítí í dag þegar sterkur eftirskjálfti reið yfir. Forsætisráðherra landsins telur að yfir 100 þúsund manns hafi látið lífið í jarðskjálftanum sem varð fyrr í vikunni. 16.1.2010 19:11 Óttast um öryggi almennra borgara Óttast er um öryggi almennra borgara í Port au Prince höfuðborg Haítí. Þegar rúmir fjórir dagar eru síðan að harður jarðskjálfti skók landið hafa ýmis vandamál líkt skemmdir á vegum orðið til að erfiðlega hefur gengið að koma hjálpargöngum til þurfandi íbúa. 16.1.2010 15:13 Réttarhöldum yfir Berlusconi frestað aftur Réttarhöldum yfir Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, hefur enn á ný verið frestað og nú til febrúarloka. Í fyrstu stóð til að forsætisráðherrann kæmi fyrir dóm í nóvember vegna áskana í spillingarmáli. 16.1.2010 14:38 Ætlar ekki að færa flokkinn til vinstri Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, segir Verkamannaflokkinn eiga að vera flokk millistéttarinnar. Hann ætlar ekki að svara kalli grasrótarinnar og færa flokkinn meira til vinstri fyrir kosningar. 16.1.2010 12:54 Enn er vitað um fólk á lífi Enn er vitað um fólk á lífi í rústum húsa á Haíti. Félagar í íslensku rústabjörgunarsveitinni unnu fram á nótt að íslenskum tíma með bandarískri sveit við leit á tveimur svæðum suður af flugvellinum í Port au Prince. Með þeim voru friðargæsluliðar frá Sameinuðu þjóðunum því mjög er óttast um öryggi hjálparstarfsmanna. 16.1.2010 10:10 Sjaldan verið kaldara í Danmörku Ef fer sem horfir gæti janúarmánuður orðið sá tíundi kaldasti sem Danir hafa upplifað frá því að hitamælingar hófust þar í landi árið 1874. 15.1.2010 23:35 Kínversk stjórnvöld fylgjast með SMS skilaboðum Kínversk stjórnvöld eru byrjuð að fylgjast með smáskilaboðum úr farsímum þar í landi. 15.1.2010 21:57 Gáfu út nýjar myndir af Osama Bin Laden Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur sent út tölvubreyttar myndir sem sýna hvernig líklegt er að Osama Bin Laden líti út í dag, þegar hann er 52 ára gamall. 15.1.2010 21:27 Íslendingur hlaut Michelin stjörnuna Veitingahúsið Texture í London, sem er í eigu kokksins Agnars Sverrissonar og franska vínþjónsins Xavier Rousset, hefur orðið þess heiðurs aðnjótandi að fá stjörnu í veitingaúsahandbók Michelin, sem þykir einn mesti heiður sem hægt er að hljóta í veitingabransanum. 15.1.2010 17:05 Líkum staflað hér og þar í Port au Prince Sameinuðu þjóðirnar segja að nóg sé komið af hjálparsveitum til Haítí enda er flugvöllurinn í Port au Prince yfirfullur af flugvélum. Því má segja að hjálparstarfið sé hafið af fullum krafti. 15.1.2010 11:39 Dauðhræddir við drauga Skelfingu lostnir hælisleitendur í Þrændalögum í Noregi leituðu í gær til lögreglunnar vegna draugagangs í húsi sem þeim hafði verið fengið til íbúðar. 15.1.2010 08:34 Vegatálmar úr líkum á Haiti Þótt flugvöllurinn í Port au Prince sé nú yfirfullur af af flugvélum sem flytja hjálpargögn og björgunarsveitir er björgunarstarf ekki hafið að neinu marki. 15.1.2010 08:30 Ætluðu að jafna Jyllands-Posten við jörðu Islamskir hryðjuverkamenn ætluðu að jafna höfuðstöðvar danska blaðsins Jyllandsposten við jörðu vegna múhameðsteikninganna svokölluðu. 15.1.2010 08:15 Vilja að Danir og Svíar sendi tjöld fyrir björgunarmennina Sameinuðu þjóðirnar hafa beðið Danmörku og Svíþjóð um að senda tjöld til að hýsa björgunarsveitamenn og aðra í Haítí. Þetta kemur fram á vef Danmarks Radio. 14.1.2010 23:12 Og djöfullinn sagði ókei Samkvæmt sögubókum unnu innfæddir Haiti búar sigur á frönskum nýlenduherrum sínum árið 1804 og lýstu yfir sjálfstæði. 14.1.2010 11:54 Fljúgandi furðuhlutur framhjá jörðinni Það voru tveir ítalskir vísindamenn við Remanzacco stjörnurannsóknarstöðina á Ítalíu sem fyrstir komu auga á þennan furðuhlut og tóku af honum myndir. 14.1.2010 09:51 Alvöru hraðasekt Svissneskur auðkýfingur hefur verið dæmdur í fjörutíu milljóna króna sekt fyrir að aka Ferrari Testarossa bíl sínum á yfir eitthundrað kílómetra í gegnum smábæ í Alpalandinu. 14.1.2010 09:26 Algert öngþveiti ríkir enn á götum Port au Prince Algert öngþveiti ríkir enn í Port au Prince eftir jarðskjálftann. Lík liggja enn eins og hráviði um götur borgarinnar því enginn er til þess að flytja þau á brott. 14.1.2010 08:28 Starfsemi bönnuð í Bretlandi Breska stjórnin hefur bannað starfsemi samtakanna Islam4UK í Bretlandi, eftir að leiðtogi þeirra, Anjem Choudary, hótaði því að efna til fjölmennra mótmæla í litlu bæjarfélagi, Wootton Brasset, þar sem hefð er fyrir því að minnast fallinna breskra hermanna úr stríðinu í Írak. 14.1.2010 06:00 Sænskur maður eftirlýstur Lögreglan í Póllandi hefur lýst eftir sænskum manni, Andreas Högström, sem sagður er vera höfuðpaurinn í ráni á skiltinu alræmda sem stóð yfir hliði útrýmingarbúðanna í Auschwitz í Póllandi. 14.1.2010 06:00 Beðið eftir efnahagsbata Þýska hagkerfið dróst saman um fimm prósent í fyrra, samkvæmt tölum hagstofunnar þar í landi sem birtar voru í gær. Samdráttur sem þessi hefur ekki sést í Þýskalandi síðan í seinni heimsstyrjöldinni á síðustu öld. 14.1.2010 05:00 Grikkland fast í skuldafeni Fimm manna sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, AGS, kom til Grikklands í gær og mun dvelja þar í viku við að stýra landinu út úr efnahagskreppu. 14.1.2010 03:30 Haítí: Yfirmaður SÞ á meðal þeirra sem taldir eru látnir Sameinuðu þjóðirnar segja að á meðal þeirra þúsunda sem gætu hafa látist í jarðskjálftanum sem reið yfir Haítí í gærkvöldi séu hundruð starfsmanna stofnunarinnar. 13.1.2010 14:59 Fangar flýja á Haíti Stærsta fangelsið í Port-au-Prince, höfuðborg Haíti, er hrunið eftir jarðskjálftann í gær og sumir fangar hafa flúið, að því er Sameinuðu þjóðirnar upplýsa. Ekki er vitað hversu margir fangar hafa flúið og hversu margir hafa farist í rústum fangelsisins. 13.1.2010 21:22 Óttast að 100 þúsund hafi farist Fjöldi látinna eftir jarðskjálftann í Haíti í gær gæti verið yfir 100 þúsund , að mati Jean-Max Bellerive, fyrrverandi forsætisráðherra. 13.1.2010 18:16 Sjá næstu 50 fréttir
Börn aflimuð án svæfingar á Haiti Áhersla björgunarsveitanna á Haiti undanfarna daga hefur verið í Port au Prince. Nú er hinsvegar farið að hyggja að bæjum utan við höfuðborgina og þar er ástandið síst betra. 18.1.2010 11:29
Tilræðismanni páfa sleppt úr fangelsi Tyrkinn Mehmet Ali Agca sem reyndi að myrða Jóhannes Pál páfa árið 1981 hefur verið látinn laus úr fangelsi. Agca særði páfa með skammbyssuskotum á Péturstorginu. 18.1.2010 10:14
Árás talíbana hrundið Árás Talíbana í miðborg Kabúl virðist hafa verið hrundið að mestu. Nokkir þeirra sprengdu sig í loft upp á fjölförnum stöðum og létust að minnsta kosti fimm og er eitt barn þar á meðal. Lögregla og herlið lokuðu miðborginni á meðan barist var við uppreisnarmennina og voru fimm talíbanar hið minnsta felldir í bardaga í verslunarmiðstöð í borginni. 18.1.2010 09:39
Sjóræningjar berjast um lausnarfé Sómalskir sjóræningjar börðust í nótt innbyrðis vegna deilna um risastórt lausnargjald sem grískt skipafélag greiddi í gær fyrir tankskip sem sjóræningjar hafa haft í haldi síðan í nóvember. Lausnargjaldið er talið hafa numið allt að sjö milljónum dollara og var því sleppt úr þyrlu á þilfar skipsins. Átökin hafa haft það í för með sér að ræningjarnir um borð í skipinu geta ekki farið í land því þeir sem þar eru telja sig eiga hluta lausnargjaldsins. Því er skipið og 28 manna áhöfn þess enn í klóm ræningjanna. 18.1.2010 07:54
Ban Ki-moon biður fólk um að sýna þolinmæði Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu Þjóðanna hvetur íbúa Haítí til þess að vera þolinmóða en hægt virðist ganga að koma hjálpargögnum til nauðstaddra Starfsmenn hjálparsamtaka segja þrátt fyrir vandræði hafi tekist að koma matar- og vatnsbirgðum til nokkurra hverfa í höfuðborginni Port au Prince. 18.1.2010 07:48
Talíbanar gera árás á Kabúl Hópur Talíbana gerði í morgun árásir í miðborg afgönsku höfuðborgarinnar Kabúl en á sama tíma var forseti landsins að sverja ráðherra sína í embætti. Fregnir hafa borist af að minnsta kosti tveimur sprengingum í hverfinu í grennd við forsetahöllina og mikil skothríð hefur einnig heyrst. 18.1.2010 07:27
Fólk enn sagt á lífi í húsarústum á Haítí Yfir sjötíu manns hefur verið bjargað úr húsarústunum á Haítí eftir jarðskjálftann sem gekk yfir landið á dögunum. Að sögn talsmanns Sameinuðu þjóðanna. Elisabeth Byrs, er hlutfall þeirra sem hefur verið bjargað hátt miðað við hefðbundna björgunaraðgerð á vegum samtakanna, jafnvel þótt fjöldinn sé ekki mikill miðað við alvarleika slyssins. 18.1.2010 01:00
Mjótt á munum í Chile Samkvæmt kosningaspám verður mjótt á munum í forsetakosningunum í Chile en seinni umferðin fer fram í dag. 17.1.2010 22:30
Kjósa þarf aftur í Úkraínu Kjósa þarf aftur á milli þeirra sem flest atkvæði fengu í forsetakosningunum í Úkraínu þar sem allt lítur út fyrir að enginn frambjóðandi hafi fengið meira en 50% atkvæða í fyrri umferð kosninganna sem fram fóru í dag. 17.1.2010 21:15
Gríðarleg eyðilegging í Leogane Alls hefur 54 verið bjargað lifandi úr rústum húsa á Haítí síðan skjálftinn reið yfir á þriðjudag. Það gefur íslensku björgunarsveitinni von um að enn sé ekki orðið of seint að finna fólk á lífi. Sveitin hefur verið að störfum í borginni Leogane í dag en hvergi er eyðileggingin meiri en einmitt þar. 17.1.2010 19:08
Bush saknar ekki sviðsljóssins George Bush segir að hann sakni ekki sviðsljóssins og athyglinnar sem fylgir forsetaembættinu. Barack Obama, nýverandi forseti, átti fund með Bush og Bill Clinton í Hvíta húsinu í gær um ástandið á Haítí. Þar óskaði Obama eftir því forsetarnir fyrrverandi myndu skipuleggja fjársöfnun fyrir fórnarlömb jarðskjálftans. 17.1.2010 17:21
Björgunaraðgerðir ganga hægt Björgunaraðgerðir á Haítí ganga hægt en erfiðlega hefur reynst að koma nauðsynlegum hjálpargögnum til íbúa eftir jarðskjálftann í síðustu viku. Fram kemur á fréttavef BBC að stærsta vandamál hjálparstarfsmanna sé að koma öllum þeim hjálpargögnum sem send hafa verið til landsins til þeirra sem þurfa á þeim að halda. 17.1.2010 17:00
Karl og konu bjargað í Port au Prince Breskum björgunarmönnum tókst að bjarga tveimur manneskjum lifandi úr rústum tveggja húsa í höfuðborg Haítí skömmu eftir hádegi í dag. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundar á morgun um stöðu mála og skipulag hjálparstarfsins - og ekki síst öryggi hjálparstarfsmanna. 17.1.2010 15:16
Forsetakosningar í Úkraínu Forsetakosningar fara fram í Úkraínu í dag en ekki er talið að neinn frambjóðandi fái meiri en 50% atkvæði og því lítur allt út fyrir að kjósa þurfi á nýjan leik á milli tveggja efstu manna eftir daginn í dag. 18 gefa kost á sér en Júlíu Tímósjenkó, forsætisráðherra Úkraínu, og Viktor Janukovitsj, fyrrverandi forsætisráðherra, er spáð góðu gengi. 17.1.2010 14:14
Vígamenn féllu í árás Bandaríkjamanna Að minnsta kosti 15 liðsmenn samtaka herskárra múslima féllu í flugskeytaárás Bandaríkjahers í norðvesturhluta Pakistan í gær. Fullyrt er að þeir hafi allir verið af erlendu bergi brotna en dvalið í Pakistan til að vinna gegn þarlendum stjórnvöldum. 17.1.2010 13:54
Ástandið verra í grennd við Port au Prince Upplýsingar um ástand mála í bæjum og borgum í grennd við Port au Prince á Haítí eru farnar að berast og benda þær til að eyðileggingin sé meiri þar en í höfuðborginni. Enn gengur erfiðlega að koma nauðsynlegum hjálpargögnum til íbúa Haítí en hundruð þúsunda hafa varla fengið vott né þurrt síðan á þriðjudag. 17.1.2010 12:30
Konur sækja í auknum mæli í fjárhættuspil á netinu Upp er komin ný kynslóð kvenna í Bretlandi sem er háð póker á netinu, sem hingað til hefur verið talinn höfða aðallega til karlmanna. 17.1.2010 12:00
Tveimur stúlkum bjargað Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kom til Haítí í gær og ræddi við René Preval, forseta landsins, um aðgerðir til hjálpar þeim sem illa urðu úti úr jarðskjálftanum á þriðjudaginn. Að fundi loknum sagði Clinton við fréttamenn að Bandaríkjastjórn myndi vera til staðar og gera hvað hún gæti til að koma landinu til hjálpar. Hún sagði að Haíti myndi standa sterkara að þessum harmleik loknum. 17.1.2010 10:01
Breskir hermenn féllu í Afganistan Tveir breskir hermenn féllu í sprengjuárás í Afganistan í gær. Skömmu áður lenti flugvél með David Miliband, utanríkisráðherra Bretlands, á flugvellinum í Kabúl en hann ætlar að funda með ráðamönnum um framtíð landsins um helgina. 16.1.2010 23:30
Piparúða beitt í Hong Kong Til átaka kom á milli mótmælenda og lögreglu í Hong Kong í dag. Þar var verið að mótmæla áætlunum yfirvalda um að tengja Hong Kong við hraðlestarkerfið á meginlandinu. 16.1.2010 20:00
Mikil hræðsla greip um sig meðal íbúa Haítí Mikil hræðsla greip um sig meðal íbúa Haítí í dag þegar sterkur eftirskjálfti reið yfir. Forsætisráðherra landsins telur að yfir 100 þúsund manns hafi látið lífið í jarðskjálftanum sem varð fyrr í vikunni. 16.1.2010 19:11
Óttast um öryggi almennra borgara Óttast er um öryggi almennra borgara í Port au Prince höfuðborg Haítí. Þegar rúmir fjórir dagar eru síðan að harður jarðskjálfti skók landið hafa ýmis vandamál líkt skemmdir á vegum orðið til að erfiðlega hefur gengið að koma hjálpargöngum til þurfandi íbúa. 16.1.2010 15:13
Réttarhöldum yfir Berlusconi frestað aftur Réttarhöldum yfir Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, hefur enn á ný verið frestað og nú til febrúarloka. Í fyrstu stóð til að forsætisráðherrann kæmi fyrir dóm í nóvember vegna áskana í spillingarmáli. 16.1.2010 14:38
Ætlar ekki að færa flokkinn til vinstri Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, segir Verkamannaflokkinn eiga að vera flokk millistéttarinnar. Hann ætlar ekki að svara kalli grasrótarinnar og færa flokkinn meira til vinstri fyrir kosningar. 16.1.2010 12:54
Enn er vitað um fólk á lífi Enn er vitað um fólk á lífi í rústum húsa á Haíti. Félagar í íslensku rústabjörgunarsveitinni unnu fram á nótt að íslenskum tíma með bandarískri sveit við leit á tveimur svæðum suður af flugvellinum í Port au Prince. Með þeim voru friðargæsluliðar frá Sameinuðu þjóðunum því mjög er óttast um öryggi hjálparstarfsmanna. 16.1.2010 10:10
Sjaldan verið kaldara í Danmörku Ef fer sem horfir gæti janúarmánuður orðið sá tíundi kaldasti sem Danir hafa upplifað frá því að hitamælingar hófust þar í landi árið 1874. 15.1.2010 23:35
Kínversk stjórnvöld fylgjast með SMS skilaboðum Kínversk stjórnvöld eru byrjuð að fylgjast með smáskilaboðum úr farsímum þar í landi. 15.1.2010 21:57
Gáfu út nýjar myndir af Osama Bin Laden Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur sent út tölvubreyttar myndir sem sýna hvernig líklegt er að Osama Bin Laden líti út í dag, þegar hann er 52 ára gamall. 15.1.2010 21:27
Íslendingur hlaut Michelin stjörnuna Veitingahúsið Texture í London, sem er í eigu kokksins Agnars Sverrissonar og franska vínþjónsins Xavier Rousset, hefur orðið þess heiðurs aðnjótandi að fá stjörnu í veitingaúsahandbók Michelin, sem þykir einn mesti heiður sem hægt er að hljóta í veitingabransanum. 15.1.2010 17:05
Líkum staflað hér og þar í Port au Prince Sameinuðu þjóðirnar segja að nóg sé komið af hjálparsveitum til Haítí enda er flugvöllurinn í Port au Prince yfirfullur af flugvélum. Því má segja að hjálparstarfið sé hafið af fullum krafti. 15.1.2010 11:39
Dauðhræddir við drauga Skelfingu lostnir hælisleitendur í Þrændalögum í Noregi leituðu í gær til lögreglunnar vegna draugagangs í húsi sem þeim hafði verið fengið til íbúðar. 15.1.2010 08:34
Vegatálmar úr líkum á Haiti Þótt flugvöllurinn í Port au Prince sé nú yfirfullur af af flugvélum sem flytja hjálpargögn og björgunarsveitir er björgunarstarf ekki hafið að neinu marki. 15.1.2010 08:30
Ætluðu að jafna Jyllands-Posten við jörðu Islamskir hryðjuverkamenn ætluðu að jafna höfuðstöðvar danska blaðsins Jyllandsposten við jörðu vegna múhameðsteikninganna svokölluðu. 15.1.2010 08:15
Vilja að Danir og Svíar sendi tjöld fyrir björgunarmennina Sameinuðu þjóðirnar hafa beðið Danmörku og Svíþjóð um að senda tjöld til að hýsa björgunarsveitamenn og aðra í Haítí. Þetta kemur fram á vef Danmarks Radio. 14.1.2010 23:12
Og djöfullinn sagði ókei Samkvæmt sögubókum unnu innfæddir Haiti búar sigur á frönskum nýlenduherrum sínum árið 1804 og lýstu yfir sjálfstæði. 14.1.2010 11:54
Fljúgandi furðuhlutur framhjá jörðinni Það voru tveir ítalskir vísindamenn við Remanzacco stjörnurannsóknarstöðina á Ítalíu sem fyrstir komu auga á þennan furðuhlut og tóku af honum myndir. 14.1.2010 09:51
Alvöru hraðasekt Svissneskur auðkýfingur hefur verið dæmdur í fjörutíu milljóna króna sekt fyrir að aka Ferrari Testarossa bíl sínum á yfir eitthundrað kílómetra í gegnum smábæ í Alpalandinu. 14.1.2010 09:26
Algert öngþveiti ríkir enn á götum Port au Prince Algert öngþveiti ríkir enn í Port au Prince eftir jarðskjálftann. Lík liggja enn eins og hráviði um götur borgarinnar því enginn er til þess að flytja þau á brott. 14.1.2010 08:28
Starfsemi bönnuð í Bretlandi Breska stjórnin hefur bannað starfsemi samtakanna Islam4UK í Bretlandi, eftir að leiðtogi þeirra, Anjem Choudary, hótaði því að efna til fjölmennra mótmæla í litlu bæjarfélagi, Wootton Brasset, þar sem hefð er fyrir því að minnast fallinna breskra hermanna úr stríðinu í Írak. 14.1.2010 06:00
Sænskur maður eftirlýstur Lögreglan í Póllandi hefur lýst eftir sænskum manni, Andreas Högström, sem sagður er vera höfuðpaurinn í ráni á skiltinu alræmda sem stóð yfir hliði útrýmingarbúðanna í Auschwitz í Póllandi. 14.1.2010 06:00
Beðið eftir efnahagsbata Þýska hagkerfið dróst saman um fimm prósent í fyrra, samkvæmt tölum hagstofunnar þar í landi sem birtar voru í gær. Samdráttur sem þessi hefur ekki sést í Þýskalandi síðan í seinni heimsstyrjöldinni á síðustu öld. 14.1.2010 05:00
Grikkland fast í skuldafeni Fimm manna sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, AGS, kom til Grikklands í gær og mun dvelja þar í viku við að stýra landinu út úr efnahagskreppu. 14.1.2010 03:30
Haítí: Yfirmaður SÞ á meðal þeirra sem taldir eru látnir Sameinuðu þjóðirnar segja að á meðal þeirra þúsunda sem gætu hafa látist í jarðskjálftanum sem reið yfir Haítí í gærkvöldi séu hundruð starfsmanna stofnunarinnar. 13.1.2010 14:59
Fangar flýja á Haíti Stærsta fangelsið í Port-au-Prince, höfuðborg Haíti, er hrunið eftir jarðskjálftann í gær og sumir fangar hafa flúið, að því er Sameinuðu þjóðirnar upplýsa. Ekki er vitað hversu margir fangar hafa flúið og hversu margir hafa farist í rústum fangelsisins. 13.1.2010 21:22
Óttast að 100 þúsund hafi farist Fjöldi látinna eftir jarðskjálftann í Haíti í gær gæti verið yfir 100 þúsund , að mati Jean-Max Bellerive, fyrrverandi forsætisráðherra. 13.1.2010 18:16