Erlent

Gríðarleg eyðilegging í Leogane

Frá Leogane í dag.
Frá Leogane í dag. Mynd/AP
Alls hefur 54 verið bjargað lifandi úr rústum húsa á Haítí síðan skjálftinn reið yfir á þriðjudag. Það gefur íslensku björgunarsveitinni von um að enn sé ekki orðið of seint að finna fólk á lífi. Sveitin hefur verið að störfum í borginni Leogane í dag en hvergi er eyðileggingin meiri en einmitt þar.

Um 90% allra bygginga í borginni Leogane eru ónýt. Þar búa rúmlega 130 þúsund manns, fleiri en í Reykjavík. Neyðaraðstoð barst þangað seint þar sem hjálparstarfsmenn eiga enn í fullu fangi með að sinna íbúum höfuðborgarinnar.

Íslensku björgunarsveitarmennirnir komu til borgarinnar í dag og verða þar í nótt. Þeir segja eyðilegginguna þar gríðarlega.

„Það er greinilegt að þarna er mjög mikil eyðilegging. Fólk er búið komið sér fyrir á grasbölum og reyna að búa sér til einhverskonar skjól," segir Gísli Rafn Ólafsson, félagi í íslensku rústabjörgunarsveitinni á Haítí.

Íbúar í Leogane og bænum Jacmel sem er skammt frá hafa margir brugðið á það ráð að flýja þessar ömurlega aðstæður með bát. Einn þeirra, Elías Guðmundsson djákni sem staddur var Jacmel þegar skjálftinn reið yfir. Hann komst yfir til Dóminíska lýðveldisins með bát og er heill á húfi.

Margvíslegar fréttir hafa borist frá Haíti af óeirðum gripdeildum og ofbeldi. En þær segja ekki alla söguna. Fjölmörg dæmi eru um samhug og hjálpsemi fólksins sem reynir takast á við hörmungarnir sem dunið hafa á þeim. Og þá flestar kirkjur höfuðborgarinnar sé nú aðeins rústir einar kemur fólk engu að síður saman fer með bænir og syngur.


Tengdar fréttir

Tveimur stúlkum bjargað

Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kom til Haítí í gær og ræddi við René Preval, forseta landsins, um aðgerðir til hjálpar þeim sem illa urðu úti úr jarðskjálftanum á þriðjudaginn. Að fundi loknum sagði Clinton við fréttamenn að Bandaríkjastjórn myndi vera til staðar og gera hvað hún gæti til að koma landinu til hjálpar. Hún sagði að Haíti myndi standa sterkara að þessum harmleik loknum.

Björgunaraðgerðir ganga hægt

Björgunaraðgerðir á Haítí ganga hægt en erfiðlega hefur reynst að koma nauðsynlegum hjálpargögnum til íbúa eftir jarðskjálftann í síðustu viku. Fram kemur á fréttavef BBC að stærsta vandamál hjálparstarfsmanna sé að koma öllum þeim hjálpargögnum sem send hafa verið til landsins til þeirra sem þurfa á þeim að halda.

Friðargæsluliðar tryggja öryggi Íslendinganna

26 liðsmenn íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar eru á leið til borgarinnar Léogane, sem er um 40 kílómetra vestan við höfuðborgina Port au Prince, á Haítí. Friðargæsluliðar frá Sameinuðu þjóðunum munu fylgja hópnum og tryggja öryggi hans.

Bróðir Eldu á lífi

Elda Þórisson Faurelien, sem kom hingað til lands frá Haííti fyrir fjórum árum, hefur fengið jákvæðar fréttir af fjölskyldu sinni. „Arnold bróðir Eldu, sonur hans og tvær frænkur eru á lífi. Önnur frænkan er slösuð en aðrir eru ómeiddir,“ segir Methúsalem Þórisson eiginmaður hennar.

Karl og konu bjargað í Port au Prince

Breskum björgunarmönnum tókst að bjarga tveimur manneskjum lifandi úr rústum tveggja húsa í höfuðborg Haítí skömmu eftir hádegi í dag. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundar á morgun um stöðu mála og skipulag hjálparstarfsins - og ekki síst öryggi hjálparstarfsmanna.

Ástandið verra í grennd við Port au Prince

Upplýsingar um ástand mála í bæjum og borgum í grennd við Port au Prince á Haítí eru farnar að berast og benda þær til að eyðileggingin sé meiri þar en í höfuðborginni. Enn gengur erfiðlega að koma nauðsynlegum hjálpargögnum til íbúa Haítí en hundruð þúsunda hafa varla fengið vott né þurrt síðan á þriðjudag.

Búa sig undir verkefni dagsins

Íslenska björgunarsveitin á Haítí er nú að búa sig undir verkefni dagsins. Sveitin að öllum líkindum vinna í bæ um 40 kílómetra vestan við höfuðborgina Port au Prince en enn sem komið er hefur engin alþjóðleg björgunarsveit farið þangað. Bærinn stendur mun nær upptökum skjálftans en höfuðborgin og er það mat manna að þar hafi 80 til 90% bygginga hrunið í skjálftanum.

Djákninn kominn til Dóminíska lýðveldisins

Halldór Elías Guðmundsson, djákni, og samnemendur hans eru komnir frá Haítí til Dómíníska lýðveldisins. Halldór var eini Íslendingurinn sem staddur var í landinu þegar jarðskjálftinn reið yfir í síðustu viku, nánar til tekið í borginni Jacmel.

Hlín komin til Haítí

Hlín Baldvinsdóttir, sendifulltrúi Rauða kross Íslands, er nú komin til Port au Prince, höfuðborgar Haítí. Hún hélt af stað síðdegis á fimmtudag. Hlín kemur til með að gegna stöðu fjármálastjóra í sérfræðingateymi Alþjóða Rauða krossins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×