Erlent

Mjótt á munum í Chile

Eduardo Frei var forseti Chile á árunum 1994 til 2000. Mynd/AP
Eduardo Frei var forseti Chile á árunum 1994 til 2000. Mynd/AP
Samkvæmt kosningaspám verður mjótt á munum í forsetakosningunum í Chile en seinni umferðin fer fram í dag.

Enginn frambjóðandi fékk yfir helming atkvæða í fyrri umferð kosninganna í desember. Þá fékk Sebastian Pinera, kaupsýslumaður og frambjóðandi bandalags hægrimanna, 44% atkvæða en Edvardo Frei, fyrrverandi forseti og frambjóðandi kosningabandalags mið- og vinstriflokka 30%. Talið er að þeir sem greiddu öðrum frambjóðendum atkvæði sitt í fyrri umferðinni muni flestir kjósa Frei í þeirri seinni.

Frei nýtur stuðnings Michelle Bachelet, fráfarandi forseta Chile, sem sigraði Pinera í forsetakosningunum árið 2006. Stjórnarskrá landsins heimilar henni ekki að sækjast eftir endurkjöri.

Sigri Pineira verður hann fyrsti hægrimaðurinn sem gegnir embætti forseta Chile frá því að Pinochet einræðisherra fór frá fyrir 20 árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×