Fleiri fréttir Obama og McCain hljóta stuðning LA Times Frambjóðendur forkosninga Demókrata og Repúblíkana keppast nú um suðning þekktra aðila og kjósenda með sjónvarpsauglýsingum fyrir forkosningarnar á „Ofur-þriðjudag“ en þá fara fram kosningar í flestum ríkjum Bandaríkjanna. John McCain og Barack Obama hlutu stuðning Los Angeles Times sem er eitt mest lesna dagblað í Bandaríkjunum. 2.2.2008 17:25 Kosningabaráttan hafin í Rússlandi Kosningabaráttan í Rússlandi hófst formlega í dag þegar frambjóðendur settu upp auglýsingaspjöld og plaköt víða í höfuðborginni vikum fyrir forsetakosningarnar. Frambjóðendurnir geta þó ekki byrjað að koma fram í útvarpi og sjónvarpi fyrr en næstkomandi mánudag þar sem lög banna slíkt nema á virkum dögum. 2.2.2008 15:10 Uppreisnarmenn í Tsjad berjast í höfuðborginni Þúsundir Tsjadneskra uppreisnarmanna fóru inn í höfuðborg Tsjad, N´Djamena, í dag og sækja nú að forsetahöllinni. Miklar skothríðir hafa heyrst í miðborginni og vitni segja skriðdreka brenna á götum úti. 2.2.2008 14:54 Sarkozy kvænist Bruni Nicolas Sarkozy forseti Frakklands og Carla Bruni söngkona og fyrrverandi fyrirsæta gengu í hjónaband í París í dag. Þetta er haft eftir Francois Lebel borgarstjóra Parísar í frönskum fjölmiðlum en hann gaf hjónin saman. 2.2.2008 13:28 Japansks ofurhuga leitað í Kyrrahafi Bandaríska strandgæslan leitar nú að japönskum ofurhuga sem ætlaði að fljúga á loftbelgi frá Japan til Oregon á vesturströnd Bandaríkjanna. Michio Kanda lét vita af sér með tveggja klukkustunda millibili. Hann var yfir Kyrrahafi, um 700 kílómetra suður af syðsta hluta Aleúteyjanna þegar síðast fréttist af honum en eftir það hefur ekkert heyrst frá honum. 2.2.2008 13:17 Notuðu konur með Downs heilkenni í sprengjuárás Hryðjuverkamenn í Írak virðast hafa notað tvær konur með Downs heilkenni til þess að bera á sér sprengjur sem urðu 99 manns að bana í Bagdad í gær. Mikill óhugur er í fólki í Írak vegna þessa. Ólíklegt er talið að konurnar hafi vitað um sprengjurnar eða gert sér grein fyrir þeim. 2.2.2008 13:09 Sprengja grandar 20 á Sri Lanka 20 manns létu lífið og rúmlega fimmtíu særðust þegar sprengja sprakk í rútu á Sri Lanka í morgun. Stjórnvöld saka skæurliða tamíla um að hafa staðið fyrir tilræðinu. Tamíl-tígrar eru á lista Bandaríkjastjórnar yfir hryðjuverkasamtök, en þeir þvertaka jafnan fyrir aðild að slíkum árásum. 2.2.2008 12:51 Varað við frekara óveðri í Kína Kínversk stjórnvöld vara almenning í landinu við frekara óveðri um leið og reynt er að takast á við verstu vetrarveður í meira en hálfa öld. Næstum tvær milljónir Kínverja eru nú í neyðarskýlum vegna óvenjumikilla kulda undanfarna daga. Stjórnvöld í Kína vara almenning við frekari vetrarhörkum á næstunni. 2.2.2008 12:27 Pólland hýsir eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjamanna Pólland og Bandaríkin hafa náð samkomulagi í helstu aðalatriðum um að koma upp umdeildu bandarísku eldflaugavarnarkerfi í landinu. Í samningnum fá Pólverjar hjálp Bandaríkjamanna við að efla loftvarnir sínar. Bandaríkjamenn vilja einnig koma upp stöð fyrir eldvarnarflaugar og radarstöð í Tékklandi. 2.2.2008 11:48 Ólöglegar öryggismyndavélar á norskum skemmtistöðum Ný skýrsla norsku persónuverndarinnar leiðir í ljós að skemmtistaðir í Noregi starfrækja þétt net öyrggismyndavéla, sem í sumum tilvikum eru ólöglegar. Skoðaðir voru átta staðir í Ósló, Stavanger og Þrándheimi. Þeir voru með samstals fimmtíu öryggismyndavélar sem fylgdust með gestum í öllum skúmaskotum bæði innandyra og utan. 2.2.2008 10:11 Áhyggjur af átökum í Tsjad Ráðamenn Afríkusambandsins hafa miklar áhyggjur af átökum í Tsjad. Þar takast á stjórnarherinn og skæruliðar, sem hafa sótt í átt að höfuðborg landsins, N'Djamena. Frakkar eru með orrustuflugvélar og um eitt þúsund manna hersveit í Tsjad, samkvæmt samningi við stjórnvöld. 2.2.2008 09:51 Treysta Obama best 1.2.2008 22:20 Bandaríkjamenn flýja til Mexíkó Mexíkóskir tannlæknar streyma nú til bæja í grennd við Bandarísku landamærin til þess að þjónusta Bandaríkjamenn sem streyma þar yfir til þess að fá ódýrari þjónustu en í heimalandinu. 1.2.2008 18:21 Myrti barn sitt í örbylgjuofni Tuttugu og sjö ára gömul bandarísk kona hefur viðurkennt að hafa myrt barn sitt í örbylgjuofni. Hún var drukkin þegar þetta gerðist. 1.2.2008 17:37 Þjóðverjar neita að fara á bardagasvæði í Afganistan Þjóðverjar synjuðu í dag beiðni Bandaríkjamanna um að senda hermenn til hættulegra svæða í Suður-Afganistan. 1.2.2008 15:04 Kærleikar með Clinton og Obama í kappræðum Barack Obama og Hillary Clinton sýndu á sér sínar bestu hliðar í kappræðum demókrata í Bandaríkjunum í gærkvöldi og féllust síðan í faðma að umræðum loknum. 1.2.2008 13:00 Framkvæmdastjóri SÞ fundar með deilendum í Kenía Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, kom til Kenía í dag til viðræðna við Raila Odinga, leiðtoga stjórnarandstöðunnar. 1.2.2008 12:30 Fjórtán mönnum bjargað af ferju sem strandaði í Írlandshafi Fjórtán mönnum var bjargað úr ferju í Írlandshafi snemma í morgun. 1.2.2008 12:12 Á fimmta tug látinn í sprengjuárásum í Bagdad Rúmlega 40 manns hið minnsta létust í tveimur öflugum sprengingum á mörkuðum í Bagdad í morgun. 1.2.2008 10:25 McCain talinn nær öruggur um útnefningu Repúblikana Hver áhrifamaðurinn á fætur öðrum innan Repúblikanaflokksins lýsir nú yfir stuðningi við John McCain sem forsetaefni flokksins. Allar líkur eru á að hann tryggi sér útnefningu flokksins eftir forkosningarnar í 22 ríkjum Bandaríkjanna á þriðjudag. 1.2.2008 08:03 Sjálfsmorð bandarískra hermanna aukast um 20% Sjálfsmorð meðal bandarískra hermanna jukust um 20% á síðasta ári en alls framdi 121 hermaður sjálfsmorð á því ári. Yfir fjórðungur þeirra sem frömdu sjálfsmorð voru við störf í Írak. 1.2.2008 08:01 Árás á sendiráð Ísraela í Máritaníu Sex vopnaðir menn réðust á sendiráð Ísraels í Máritaníu á vesturströnd Afríku snemma í morgun. Nokkrir liggja sárir eftir árásina en ekki hafa borist fregnir um mannfall. 1.2.2008 07:57 Mikið óveður við Færeyjar Mikið óveður gengur nú yfir Færeyjar og hafsvæðið i grennd. Sjö íslensk kolmunnaskip sem voru við veiðar í grennd við Eyjarnar leituðu þar hafnar ásamt flota heimamanna. 1.2.2008 07:52 Áttundi hver íbúi Kaupmannahafnar undir fátæktarmörkum Í nýrri rannsókn sem unnin var af borgaryfirvöldum í Kaupmannahöfn kemur í ljós að áttundi hver íbúi borgarinnar lifir nú undir fátæktarmörkum. 1.2.2008 07:43 Þriðji æðsti leiðtogi al Kaida felldur Vestrænn embættismaður sagði við Reuter fréttastofuna í dag að engin ástæða væri til þess að efast um að þriðji æðsti leiðtogi Al Kaída hryðjuverkasamtakanna hafi verið felldur í Afganistan. 31.1.2008 20:14 Palestínumenn selja ísraelsk gróðurhús í Egyptalandi Þegar Hamas liðar sprengdu upp múr á landamærum Gaza strandarinnar og Egyptalands, þustu tugþúsundir Palestínumanna yfir landamærin til þess að kaupa nauðsynjar sem eru af skornum skammti á ströndinni. 31.1.2008 20:00 Stálu pörtum af 244 líkum Hjúkrunarfræðingur í Bandaríkjunum hefur játað að hafa stolið líkamshlutum af 244 líkum. Lee Cruceta tók einnig þátt í að falsa pappíra til þess að hægt væri að selja þessa líkamshluta til nota í sjúklingum. Sumir líkamshlutanna voru sýktir. 31.1.2008 19:45 Ekki okkur að kenna -OPEC Ólíklegt er talið að OPEC fallist á kröfur viðskiptavina sinna um að auka olíuframleiðslu til þess að lækka verðið. OPEC ríkin funda á morgun. 31.1.2008 17:50 Danske Bank græddi á tá og fingri Danske Bank skilaði 192 milljarða króna hagnaði eftir skatta á síðasta ári. Bankinn býst við að á næsta ári aukist hagnaðurinn um milli 0 og 7 prósenta. 31.1.2008 17:25 ESB vill selja meira lambakjöt Þau ríki Evrópusambandsins sem mest framleiða af lambakjöti vilja fá peninga frá sambandinu til þess að auglýsa vöru sína. 31.1.2008 16:14 Bjóða Sarkozy og Bruni evru í dómssátt vegna auglýsingar Írska flugfélagið Ryanair hefur boðist til þess að láta fimm þúsund evrur, jafnvirði um 480 þúsund króna, renna til góðgerðasamtaka til þess að ná sáttum í deilu við Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta og kærustu hans, Cörlu Bruni. 31.1.2008 15:47 Segja morð á þingmanni stjórnarandstöðu ástríðuglæp Lögregla í Kenía segir að morð á þingmanni stjórnarandstöðunnar í dag hafi verið ástríðuglæpur. 31.1.2008 13:15 Rifust um það hver væri mesti íhaldsmaðurinn Frambjóðendur Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum rifust harkalega um það hver væri mesti íhaldsmaðurinn í sjónvarpskappræðum í gærkvöldi. 31.1.2008 12:45 Vísindamenn í skýjunum vegna mynda frá Merkúr Vísindamenn eru yfir sig hrifnir af myndunum sem Messanger, geimfar bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA sendir frá plánetunni Merkúr þessa dagana. 31.1.2008 10:43 Lífið í Jerúsalem úr skorðum eftir blindbyl Blindbylur sem skall á borgina Jerúsalem í Ísrael í gærdag olli því að samgöngur þar lömuðust og loka þurfti skólum, fyrirtækjum og verslunum. 31.1.2008 09:10 Netið lamað á Indlandi og í Miðausturlöndum Internetþjónustan í Miðausturlöndum og á Indlandi hefur verið meir og minna lömuð undanfarna tvo daga. 31.1.2008 09:08 Hálshöggvin fyrir fíkniefnasmygl Par hefur verið hálshöggvið fyrir fíkniefnasmygl í Sádi-Arabíu. Samkvæmt tilkynningu voru konan, sem er frá Nígeríu, og maðurinn sem er frá Pakistan, nýlega dæmd fyrir fíkniefnasmygl til landsins. 31.1.2008 08:45 Raul fékk betri kosningu en Fidel bróðir sinn Raul Castro, bróðir Fidel Kúbuforseta, hlaut betri kosningu en bróðir sinn í nýafstöðnum kosningum á Kúbu. 31.1.2008 08:24 Dagar málaliðaforingjans Simon Mann brátt taldir Dagar breska málaliðaforingjans Simon Mann gætu verið taldir. Hæstiréttur Zimbabwe hefur úrskurðað að Mann verði framseldur til Miðbaugs-Gíneu en þar bíður hans dauðadómur fyrir misheppnað valdarán árið 2004 31.1.2008 07:35 Schwarzenegger styður McCain Enn vænkast hagur John McCain öldungadeildarþingmannsins frá Arizona. Nú hefur Arnold Schwarzenegger hinn vinæsli ríkisstjóri Kaliforníu stigið fram og lýst yfir stuðningi sínum við McCain. 31.1.2008 06:59 Danir krefja Bandaríkjamenn svara um fangaflug Per Stig Möller utanríkisráðherra Danmerkur og ráðamenn í landsstjórn Grænlands ætla að krefja bandarísk stjórnvöld svara um ólöglegt fangaflug leyniþjónustunnar CIA um flugvöllinn í Narsarsuaq á Grænlandi. 31.1.2008 06:41 Vetrarhörkur í Kína hafa áhrif á efnahaginn Versti vetur í Kína í meira en hálfa öld sýndi engin merki um hlýleika þegar veðurfræðingar þar í landi spáðu meiri snjó og slabbi næstu daga. 30.1.2008 23:01 Flugmaður trylltist í 30 þúsund fetum Farþegum í einni af flugvélum Air Canada var brugðið þegar aðstoðarflugmaðurinn var dreginn út úr flugstjórnarklefanum hrópandi hástöfum á Guð. 30.1.2008 20:00 Mætti með exi á NATO fund Nýr fulltrúi Rússlands hjá Atlantshafsbandalaginu er þekktur fyrir að vera harðskeyttur þjóðernissinni. Hann hafði líka með sér exi þegar hann kom til fyrsta formlega NATO fundar síns í dag. 30.1.2008 16:31 90 milljóna sekt fyrir beran bossa Bandaríska sjónvarpsstöðin ABC hefur verið sektuð um 90 milljónir vegna þess að ber afturendi á konu sást í sjónvarpsþætti sem hún framleiðir. 30.1.2008 16:06 Sjá næstu 50 fréttir
Obama og McCain hljóta stuðning LA Times Frambjóðendur forkosninga Demókrata og Repúblíkana keppast nú um suðning þekktra aðila og kjósenda með sjónvarpsauglýsingum fyrir forkosningarnar á „Ofur-þriðjudag“ en þá fara fram kosningar í flestum ríkjum Bandaríkjanna. John McCain og Barack Obama hlutu stuðning Los Angeles Times sem er eitt mest lesna dagblað í Bandaríkjunum. 2.2.2008 17:25
Kosningabaráttan hafin í Rússlandi Kosningabaráttan í Rússlandi hófst formlega í dag þegar frambjóðendur settu upp auglýsingaspjöld og plaköt víða í höfuðborginni vikum fyrir forsetakosningarnar. Frambjóðendurnir geta þó ekki byrjað að koma fram í útvarpi og sjónvarpi fyrr en næstkomandi mánudag þar sem lög banna slíkt nema á virkum dögum. 2.2.2008 15:10
Uppreisnarmenn í Tsjad berjast í höfuðborginni Þúsundir Tsjadneskra uppreisnarmanna fóru inn í höfuðborg Tsjad, N´Djamena, í dag og sækja nú að forsetahöllinni. Miklar skothríðir hafa heyrst í miðborginni og vitni segja skriðdreka brenna á götum úti. 2.2.2008 14:54
Sarkozy kvænist Bruni Nicolas Sarkozy forseti Frakklands og Carla Bruni söngkona og fyrrverandi fyrirsæta gengu í hjónaband í París í dag. Þetta er haft eftir Francois Lebel borgarstjóra Parísar í frönskum fjölmiðlum en hann gaf hjónin saman. 2.2.2008 13:28
Japansks ofurhuga leitað í Kyrrahafi Bandaríska strandgæslan leitar nú að japönskum ofurhuga sem ætlaði að fljúga á loftbelgi frá Japan til Oregon á vesturströnd Bandaríkjanna. Michio Kanda lét vita af sér með tveggja klukkustunda millibili. Hann var yfir Kyrrahafi, um 700 kílómetra suður af syðsta hluta Aleúteyjanna þegar síðast fréttist af honum en eftir það hefur ekkert heyrst frá honum. 2.2.2008 13:17
Notuðu konur með Downs heilkenni í sprengjuárás Hryðjuverkamenn í Írak virðast hafa notað tvær konur með Downs heilkenni til þess að bera á sér sprengjur sem urðu 99 manns að bana í Bagdad í gær. Mikill óhugur er í fólki í Írak vegna þessa. Ólíklegt er talið að konurnar hafi vitað um sprengjurnar eða gert sér grein fyrir þeim. 2.2.2008 13:09
Sprengja grandar 20 á Sri Lanka 20 manns létu lífið og rúmlega fimmtíu særðust þegar sprengja sprakk í rútu á Sri Lanka í morgun. Stjórnvöld saka skæurliða tamíla um að hafa staðið fyrir tilræðinu. Tamíl-tígrar eru á lista Bandaríkjastjórnar yfir hryðjuverkasamtök, en þeir þvertaka jafnan fyrir aðild að slíkum árásum. 2.2.2008 12:51
Varað við frekara óveðri í Kína Kínversk stjórnvöld vara almenning í landinu við frekara óveðri um leið og reynt er að takast á við verstu vetrarveður í meira en hálfa öld. Næstum tvær milljónir Kínverja eru nú í neyðarskýlum vegna óvenjumikilla kulda undanfarna daga. Stjórnvöld í Kína vara almenning við frekari vetrarhörkum á næstunni. 2.2.2008 12:27
Pólland hýsir eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjamanna Pólland og Bandaríkin hafa náð samkomulagi í helstu aðalatriðum um að koma upp umdeildu bandarísku eldflaugavarnarkerfi í landinu. Í samningnum fá Pólverjar hjálp Bandaríkjamanna við að efla loftvarnir sínar. Bandaríkjamenn vilja einnig koma upp stöð fyrir eldvarnarflaugar og radarstöð í Tékklandi. 2.2.2008 11:48
Ólöglegar öryggismyndavélar á norskum skemmtistöðum Ný skýrsla norsku persónuverndarinnar leiðir í ljós að skemmtistaðir í Noregi starfrækja þétt net öyrggismyndavéla, sem í sumum tilvikum eru ólöglegar. Skoðaðir voru átta staðir í Ósló, Stavanger og Þrándheimi. Þeir voru með samstals fimmtíu öryggismyndavélar sem fylgdust með gestum í öllum skúmaskotum bæði innandyra og utan. 2.2.2008 10:11
Áhyggjur af átökum í Tsjad Ráðamenn Afríkusambandsins hafa miklar áhyggjur af átökum í Tsjad. Þar takast á stjórnarherinn og skæruliðar, sem hafa sótt í átt að höfuðborg landsins, N'Djamena. Frakkar eru með orrustuflugvélar og um eitt þúsund manna hersveit í Tsjad, samkvæmt samningi við stjórnvöld. 2.2.2008 09:51
Bandaríkjamenn flýja til Mexíkó Mexíkóskir tannlæknar streyma nú til bæja í grennd við Bandarísku landamærin til þess að þjónusta Bandaríkjamenn sem streyma þar yfir til þess að fá ódýrari þjónustu en í heimalandinu. 1.2.2008 18:21
Myrti barn sitt í örbylgjuofni Tuttugu og sjö ára gömul bandarísk kona hefur viðurkennt að hafa myrt barn sitt í örbylgjuofni. Hún var drukkin þegar þetta gerðist. 1.2.2008 17:37
Þjóðverjar neita að fara á bardagasvæði í Afganistan Þjóðverjar synjuðu í dag beiðni Bandaríkjamanna um að senda hermenn til hættulegra svæða í Suður-Afganistan. 1.2.2008 15:04
Kærleikar með Clinton og Obama í kappræðum Barack Obama og Hillary Clinton sýndu á sér sínar bestu hliðar í kappræðum demókrata í Bandaríkjunum í gærkvöldi og féllust síðan í faðma að umræðum loknum. 1.2.2008 13:00
Framkvæmdastjóri SÞ fundar með deilendum í Kenía Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, kom til Kenía í dag til viðræðna við Raila Odinga, leiðtoga stjórnarandstöðunnar. 1.2.2008 12:30
Fjórtán mönnum bjargað af ferju sem strandaði í Írlandshafi Fjórtán mönnum var bjargað úr ferju í Írlandshafi snemma í morgun. 1.2.2008 12:12
Á fimmta tug látinn í sprengjuárásum í Bagdad Rúmlega 40 manns hið minnsta létust í tveimur öflugum sprengingum á mörkuðum í Bagdad í morgun. 1.2.2008 10:25
McCain talinn nær öruggur um útnefningu Repúblikana Hver áhrifamaðurinn á fætur öðrum innan Repúblikanaflokksins lýsir nú yfir stuðningi við John McCain sem forsetaefni flokksins. Allar líkur eru á að hann tryggi sér útnefningu flokksins eftir forkosningarnar í 22 ríkjum Bandaríkjanna á þriðjudag. 1.2.2008 08:03
Sjálfsmorð bandarískra hermanna aukast um 20% Sjálfsmorð meðal bandarískra hermanna jukust um 20% á síðasta ári en alls framdi 121 hermaður sjálfsmorð á því ári. Yfir fjórðungur þeirra sem frömdu sjálfsmorð voru við störf í Írak. 1.2.2008 08:01
Árás á sendiráð Ísraela í Máritaníu Sex vopnaðir menn réðust á sendiráð Ísraels í Máritaníu á vesturströnd Afríku snemma í morgun. Nokkrir liggja sárir eftir árásina en ekki hafa borist fregnir um mannfall. 1.2.2008 07:57
Mikið óveður við Færeyjar Mikið óveður gengur nú yfir Færeyjar og hafsvæðið i grennd. Sjö íslensk kolmunnaskip sem voru við veiðar í grennd við Eyjarnar leituðu þar hafnar ásamt flota heimamanna. 1.2.2008 07:52
Áttundi hver íbúi Kaupmannahafnar undir fátæktarmörkum Í nýrri rannsókn sem unnin var af borgaryfirvöldum í Kaupmannahöfn kemur í ljós að áttundi hver íbúi borgarinnar lifir nú undir fátæktarmörkum. 1.2.2008 07:43
Þriðji æðsti leiðtogi al Kaida felldur Vestrænn embættismaður sagði við Reuter fréttastofuna í dag að engin ástæða væri til þess að efast um að þriðji æðsti leiðtogi Al Kaída hryðjuverkasamtakanna hafi verið felldur í Afganistan. 31.1.2008 20:14
Palestínumenn selja ísraelsk gróðurhús í Egyptalandi Þegar Hamas liðar sprengdu upp múr á landamærum Gaza strandarinnar og Egyptalands, þustu tugþúsundir Palestínumanna yfir landamærin til þess að kaupa nauðsynjar sem eru af skornum skammti á ströndinni. 31.1.2008 20:00
Stálu pörtum af 244 líkum Hjúkrunarfræðingur í Bandaríkjunum hefur játað að hafa stolið líkamshlutum af 244 líkum. Lee Cruceta tók einnig þátt í að falsa pappíra til þess að hægt væri að selja þessa líkamshluta til nota í sjúklingum. Sumir líkamshlutanna voru sýktir. 31.1.2008 19:45
Ekki okkur að kenna -OPEC Ólíklegt er talið að OPEC fallist á kröfur viðskiptavina sinna um að auka olíuframleiðslu til þess að lækka verðið. OPEC ríkin funda á morgun. 31.1.2008 17:50
Danske Bank græddi á tá og fingri Danske Bank skilaði 192 milljarða króna hagnaði eftir skatta á síðasta ári. Bankinn býst við að á næsta ári aukist hagnaðurinn um milli 0 og 7 prósenta. 31.1.2008 17:25
ESB vill selja meira lambakjöt Þau ríki Evrópusambandsins sem mest framleiða af lambakjöti vilja fá peninga frá sambandinu til þess að auglýsa vöru sína. 31.1.2008 16:14
Bjóða Sarkozy og Bruni evru í dómssátt vegna auglýsingar Írska flugfélagið Ryanair hefur boðist til þess að láta fimm þúsund evrur, jafnvirði um 480 þúsund króna, renna til góðgerðasamtaka til þess að ná sáttum í deilu við Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta og kærustu hans, Cörlu Bruni. 31.1.2008 15:47
Segja morð á þingmanni stjórnarandstöðu ástríðuglæp Lögregla í Kenía segir að morð á þingmanni stjórnarandstöðunnar í dag hafi verið ástríðuglæpur. 31.1.2008 13:15
Rifust um það hver væri mesti íhaldsmaðurinn Frambjóðendur Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum rifust harkalega um það hver væri mesti íhaldsmaðurinn í sjónvarpskappræðum í gærkvöldi. 31.1.2008 12:45
Vísindamenn í skýjunum vegna mynda frá Merkúr Vísindamenn eru yfir sig hrifnir af myndunum sem Messanger, geimfar bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA sendir frá plánetunni Merkúr þessa dagana. 31.1.2008 10:43
Lífið í Jerúsalem úr skorðum eftir blindbyl Blindbylur sem skall á borgina Jerúsalem í Ísrael í gærdag olli því að samgöngur þar lömuðust og loka þurfti skólum, fyrirtækjum og verslunum. 31.1.2008 09:10
Netið lamað á Indlandi og í Miðausturlöndum Internetþjónustan í Miðausturlöndum og á Indlandi hefur verið meir og minna lömuð undanfarna tvo daga. 31.1.2008 09:08
Hálshöggvin fyrir fíkniefnasmygl Par hefur verið hálshöggvið fyrir fíkniefnasmygl í Sádi-Arabíu. Samkvæmt tilkynningu voru konan, sem er frá Nígeríu, og maðurinn sem er frá Pakistan, nýlega dæmd fyrir fíkniefnasmygl til landsins. 31.1.2008 08:45
Raul fékk betri kosningu en Fidel bróðir sinn Raul Castro, bróðir Fidel Kúbuforseta, hlaut betri kosningu en bróðir sinn í nýafstöðnum kosningum á Kúbu. 31.1.2008 08:24
Dagar málaliðaforingjans Simon Mann brátt taldir Dagar breska málaliðaforingjans Simon Mann gætu verið taldir. Hæstiréttur Zimbabwe hefur úrskurðað að Mann verði framseldur til Miðbaugs-Gíneu en þar bíður hans dauðadómur fyrir misheppnað valdarán árið 2004 31.1.2008 07:35
Schwarzenegger styður McCain Enn vænkast hagur John McCain öldungadeildarþingmannsins frá Arizona. Nú hefur Arnold Schwarzenegger hinn vinæsli ríkisstjóri Kaliforníu stigið fram og lýst yfir stuðningi sínum við McCain. 31.1.2008 06:59
Danir krefja Bandaríkjamenn svara um fangaflug Per Stig Möller utanríkisráðherra Danmerkur og ráðamenn í landsstjórn Grænlands ætla að krefja bandarísk stjórnvöld svara um ólöglegt fangaflug leyniþjónustunnar CIA um flugvöllinn í Narsarsuaq á Grænlandi. 31.1.2008 06:41
Vetrarhörkur í Kína hafa áhrif á efnahaginn Versti vetur í Kína í meira en hálfa öld sýndi engin merki um hlýleika þegar veðurfræðingar þar í landi spáðu meiri snjó og slabbi næstu daga. 30.1.2008 23:01
Flugmaður trylltist í 30 þúsund fetum Farþegum í einni af flugvélum Air Canada var brugðið þegar aðstoðarflugmaðurinn var dreginn út úr flugstjórnarklefanum hrópandi hástöfum á Guð. 30.1.2008 20:00
Mætti með exi á NATO fund Nýr fulltrúi Rússlands hjá Atlantshafsbandalaginu er þekktur fyrir að vera harðskeyttur þjóðernissinni. Hann hafði líka með sér exi þegar hann kom til fyrsta formlega NATO fundar síns í dag. 30.1.2008 16:31
90 milljóna sekt fyrir beran bossa Bandaríska sjónvarpsstöðin ABC hefur verið sektuð um 90 milljónir vegna þess að ber afturendi á konu sást í sjónvarpsþætti sem hún framleiðir. 30.1.2008 16:06