Fleiri fréttir

Smyglarar með tárin í augunum

Palestinskir smyglarar á Gaza ströndinni eru í öngum sínum. Þeir hafa tapað stórfé síðan liðsmenn Hamas sprengdu upp múr á landamærunum að Egyptalandi.

Þingmaður rekinn fyrir að hygla sonum sínum

David Cameron leiðtogi íhaldsmanna á breska þinginu hefur rekið Derek Conway úr þingflokknum fyrir að greiða tveimur sonum sínum yfir 80 þúsund sterlingspund af opinberu fé meðan þeir stunduðu háskólanám.

Hlýnun jarðar hættir á næsta ári

Þegar á næsta ári mun hlýnun jarðar byrja að snúast við. Og eftir nokkra áratugi hefst lítil ísöld sem mun vara í 45-65 ár. Hún mun valda fimbulkulda um mestallan heiminn.

Góðir farþegar nú má fækka fötum

Nektarsinnum í Þýskalandi býðst nú að ferðast með flugi í fæðingargallanum einum. Ferðaskrifstofan OssiUrlaub býður upp á berrassað flug frá þýska bænum Erfurt til sumarleyfisstaðarins Usedom við Eystrasalt.

Verkamenn faróa áttu stutta og erfiða ævi

Fornleifafræðingar sem unnið hafa við uppgröft á hinni fornu borg Amarna í Egyptalandi hafa uppgvötvað hve erfið og stutt ævi verkamanna faróanna var á sínum tíma.

Milljónir Kínverja sitja fastir vegna óveðurs

Samgöngur í suðurhluta Kína eru lamaðar vegna mikils vetrarveðurs sem geysað hefur þar að undanförnu. Milljónir Kínverja eru strandaglópar af þessum sökum á járnbrautarstöðvum og flugvöllum en framundan er einhver mesta ferðahelgi ársins í landinu.

Maðurinn á Madeleine-teikningunni fundinn

Portúgalska lögreglan hefur fundið mann sem er nauðalíkur þeim sem er á mynd sem sérfræðingur bandarísku alríkislögreglunnar teiknaði fyrir foreldra Madeleine McCann.

Bretaprins móðgar Kínverja ógurlega

Charles Bretaprins hefur sárlega móðgað kínversk stjórnvöld með því að lýsa því yfir að hann verði ekki við setningu Ólympíuleikanna síðar á þessu ári.

Díana grunaði al-Fayed um njósnir

Díana prinsessa hélt að Mohamed al-Fayed njósnaði um sig í síðustu siglingunni sem hún fór með Dodi, syni hans. Systir prinsessunnar, Sarah McCorquodale, skýrði frá þessu við vitnaleiðslurnar vegna dauða Díönu í dag.

Eldhnöttur yfir Danmörku

Mörgum Dananum brá í brún í gærkvöldi þegar mikill eldhnöttur drundi yfir litla landið þeirra. Þetta var loftsteinn og vísindamönnum er mjög í mun að finna leifar hans ef hann hefur komið til jarðar í Danmörku.

Húsið hennar Lyudmilu

Henni Lyudmilu Matemyanovu brá heldur betur í brún þegar hún kom heim til sín úr fríi. Ekki það að það hefði verið brotist inn hjá henni, eða unnar skemmdir. Húsið var horfið í heilu lagi.

Kallaði múslima hettumáf

"Ég vissi ekki að það ynnu hettumávar hér," sagði afgreiðslukona í stórmarkaðinum Kvickly, í Hróarskeldu í Danmörku, þegar hún sá múslima meðal starfsfólksins.

Óskar eftir 4500 milljörðum til stríðsreksturs

Bush Bandaríkjaforseti mun leita eftir 70 milljara dollara neyðarfjárveitingu, jafnvirði nærri 4500 milljarða króna, frá Bandaríkjaþingi vegna stríðsins gegn hryðjuverkum á fjárhagsárinu 2009.

Kínverjar vilja í Heimskautsráðið

Stór lönd eins og Kína, Ítalía, Stóra-Bretland, Spánn og Frakkland vilja taka þátt í að stýra þróun á nýtingu þeirra miklu auðlinda sem finnast á Heimskautssvæðinu, og stjórna umhverfisverndarstarfi í norðri.

Egyptar vilja að Abbas gæti landamæra Gaza

Stjórnvöld í Egyptalandi segja að þau vilji að öryggissveitir Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna hafi eftirlit með landamærum Egyptalands og Gaza strandarinnar.

Fimm létust í Mósúl

Fimm bandarískir hermenn létu lífið þegar sprengja sprakk í vegkanti í borginni Mósúl í dag. Hermennirnir sem létust voru um borð í brynvarinni bifreið bílalestar sem var í eftirlitsferð um borgina. Eftir að sprengjan sprakk réðust vopnaðir menn að bílalestinni með skothríð.

Lést eftir árás hundsins síns

Breskir lögreglumenn gerðu tilraun til að bjarga manni á fimmtugsaldri frá stjórnlausum rottweilerhundi sem réðist að manninum þar sem hann lá á götu í London. Maðurinn er talinn eigandi dýrsins. Lögreglumönnunum tókst að trufla hundinn sem hljóp í burtu eftir að fórnarlambið hafi hlotið alvarlega áverka á höfði.

ESB segir Serbíu-samning ótímabæran

Olli Rehn formaður nefndar um stækkun Evrópusambandsins segir að bráðabirgðasamningur um aðild Serbíu að ESB ætti að undirrita bráðlega, en þó ekki fyrr en forsetakosningar í landinu eru yfirstaðnar.

Suharto borinn til grafar

Suharto fyrrverandi forseti Indónesíu var jarðsettur í grafhýsi fjölskyldunnar nálægt borginni Solo í morgun. Suharto lést í gær 86 ára að aldri eftir langvinn veikindi. Susilo Bambang Yudhoyono núverandi forseti hafði umsjón með útförinni sem var á vegum yfrivalda.

Kennedy-fjölskyldan styður Obama

Barak Obama er á miklu skriði þessa daganna eftir stórsigur sinn í forkosningunum í Suður-Karólínu. Og nú hefur hin áhrifamikla Kennedy-fjölskylda lýst yfir stuðningi sínum við Obama.

Áfall fyrir Merkel að tapa kosningunum í Hesse

Angela Merkel kanslari Þýskalands og flokkur hennar Kristilegir demókratar urðu fyrir miklu áfalli um helgina er flokkurinn tapaði meirihluta sínum á ríkisþinginu í Hesse.

Sjá næstu 50 fréttir