Fleiri fréttir

Leki olli sprengingu

Leki í efnaverksmiðju í Árósum í Danmörku er talinn orsök gríðarlegrar sprengingar sem í nótt kostaði einn starfsmanna hennar lífið. Líklegt er að sprengihætta hafi skapast þegar efni sem líkist bensíni slapp út í andrúmsloftið.

Íran er, var og verður hættulegt

George Bush Bandaríkjaforseti segir að Vesturlöndum stafi enn hætta frá Íran þrátt fyrir að skýrsla CIA sem kom út í gær leiði í ljós að landið hafi látið af þróun kjarnavopna fyrir fjórum árum. Forsetinn kom fram á blaðamannafundi í Hvíta Húsinu í dag þar sem hann sagði Íran vera hættulegt land.

Fundu aðra stóra risaeðlu á Svalbarða

Norskir vísindamenn hafa grafið upp steingerving stórrar risaeðlu á Svalbarða skammt frá þeim stað þar sem risastór eðlutegund fannst í fyrrasumar

SOS-barnaþorpinu í Mogadishu lokað

Eftir hörð átök eþíópískra og sómalskra hersveita við vopnaða uppreisnarmenn við SOS-barnaþorpið í Mogadishu í gær hefur verið ákveðið að loka þorpinu og koma börnunum fyrir á öruggari stað. 15 Íslendingar eru stuðningsaðilar barna í þorpinu. „Einn starfsmaður samtakanna lést og fjórir slösuðust alvarlega í átökunum sem eru þau alvarlegustu sem börn og starfsfólk barnaþorpsins hafa upplifað í þessum borgarhluta,“ segir í tilkynningu frá SOS-barnaþorpum.

Dómi í hryðjuverkamáli í Danmörku áfrýjað

Ríkissaksóknari í Danmörku hefur ákveðið að áfrýja til Hæstaréttar dómi yfir þremur mönnum sem dæmdir voru fyrir aðild sína að svokölluðu Vollsmose-hryðjuverkamáli

Gibbons lét vel af fangelsisdvöl í Súdan

Gillian Gibbons, breski kennarinn sem dæmdur var til fangelsisvistar í Súdan fyrir að leyfa nemendum sínum að nefna bangsa Múhameð, segir að vel hafi verið komið fram við hana þann stutta tíma sem hún dvaldi í fangelsi.

Bíræfinn bjórþjófur rændi Guinness í Dublin

Bíræfinn þjófur á Írlandi fann óvenjulega leið til að útvega sér jólabjórinn í ár. Hann ók vörubíl inn Guinness ölgerðina í Dublin og ók síðan út aftur með aftanívagn fullan af bjórkútum.

Einn fórst í eldsprengingu í Árósum

Höfnin í Árósum er nú lokuð vegna mikillar eldsprengingar sem þar varð snemma í morgun. Maður á sextugdsaldri lét lífið í sprengingunni.

Námuverkamenn leggja niður vinnu

Námuverkamenn í Suður-Afríku eru í eins dags verkfalli í dag til að mótmæla tíðum slysum og slæmum aðbúnaði í námum landsins.

Íranir hættu við kjarnorkuvopnaáætlun sína 2003

Demókratar í Bandaríkjunum gera nú kröfu um að stjórnvöld breyti stefnu sinni gegn Íran. Nýjar upplýsingar hafa leitt í ljós að Íranir hættu við kjarnorkuvopnaáætlun sína árið 2003 og hafa ekki byrjað hana á ný.

Bangsakennarinn heldur heim til sín

Breski kennarinn, Gillian Gibbons, er farin frá Khartoum og er á leið heim til Bretlands. Gibbons var dæmd fyrir að vanvirða múslimatrú í Súdan með því að leyfa nemendum sínum að kalla bangsann sinn Múhameð.

Loftlagsbreytingar valda meiri skaða en heimsstyrjaldir

Þær loftlagsbreytingar sem menn standa frammi fyrir á jörðinni munu valda meiri eyðileggingu en báðar heimsstyrjaldirnar gerðu. Þetta segir Sir Nicholas Stern, ráðgjafi bresku ríkisstjórnarinnar í loftlagsmálum.

Pútín: Kosningarnar voru lögmætar

Vladímír Pútín, forseti Rússlands, blés á gagnrýnisraddir frá Evrópusambandinu og Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu í dag og sagði þingkosningar í landinu lögmætar.

Forseti Súdans náðar Gibbons

Forseti Súdans náðaði í dag bresku kennslukonuna Gillian Gibbons sem dæmd hafði verið fyrir guðlast við kennslu í landinu. Gibbons verður sleppt úr haldi síðar í dag eftir því sem breskir miðlar greina frá

ESB gagnrýnir kosningabaráttuna í Rússlandi

Evrópusambandið og kosningaeftirlitsmenn gagnrýna framkvæmd þingkosninga í Rússlandi en þar vann flokkur Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta, Sameinað Rússland, yfirburðasigur og hlaut nærri tvo þriðju atkvæða.

Chavez tapaði naumlega í Venesúela

Hugo Chavez beið lægri hlut í kosningunum í Vensúela um helgina en umdeildar breytingar hans á stjórnarskránni voru felldar með naumum meirihluta atkvæðá. 51% voru á móti en 49% meðmætlir tillögum forsetans.

Stórsigur Pútin staðfestur

Þegar nær öll atkvæði hafa verið talin í rússnesku þingkosningunum er ljóst að Sameinað Rússland, flokkur Vladimir Putin forseta, hefur farið með stórsigur af hólmi.

Putin vann stórsigur

Sameinað Rússland - flokkur Pútíns forseta - hlaut ríflega sextíu prósent atkvæða í rússnesku kosningunum í dag.

Castro ætlar að sitja áfram sem forseti

Fidel Castro er í framboði til þings í kosningum sem fram fara áKúbu í janúar. Það þykir benda til þess að hann ætli ekki að gefa upp forsetaembættið þrátt fyrir heilsuleysi sitt.

Misþyrmdu mígandi manni

Sænska lögreglan leitar nú tveggja ungra kvenna sem misþyrmdu ungum manni svo hrottalega í Lundi að það varð að flytja hann á sjúkraús.

Chaves hótar til hægri og vinstri

Hugo Chavez forseti Venesúela segist munu stöðva olíusölu til Bandaríkjanna ef bandarísk stjórnvöld skipta sér af þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá í Venesúela í dag.

Putin stefnir í rússneska kosningu

Rússar greiða nú atkvæði í þingkosningum sem nær öruggt er að flokkur forsetans, Sameinað Rússland, vinni með yfirburðum. Rúmlega 100 milljónir manna eru á kjörskrá.

Bannað að vera á brjóstunum

Sænskar konur verða að sætta sig við að vera í baðfötum sem hylgja brjóst þeirra þegar þær fara í almennings sundlaugar.

Tyrkir fella fjölmarga kúrda

Tyrkir segjast hafa fellt fjölmarga kúrdiska skæruliða í árás yfir landamæri Íraks í dag. Kúrdiski verkamannaflokkurinn svokallaði á höfuðstöðvar sínar í Norður-Írak, rétt við landamærin.

Ófrísk eftir stóðlíf

Hin tvítuga Mandy frá Merseburg í Þýskalandi á í nokkkuð óvenjulegu barnsfaðernismáli.

Blóðugt ár í Danmörku

Þrjátíu og sex manneskjur hafa verið myrtar í Danmörku það sem af er þessu ári, að sögn danska blaðsins BT.

Vilja drepa bangsakennarann

Þúsundir manna mótmæltu því á götum Kharthoum í gær að breska kennslukonan Gillian Gibbons skyldi ekki vera dæmd í nema fimmtán daga fangelsi fyrir að leyfa sjö ára börnum börnum í bekk sínum að skíra bangsa Múhameð.

Ísraelar fella fimm í loftárás

Ísraelski herinn gerði í nótt loftárás á byssumenn Hamas samtakanna á Gaza ströndinni. Fimm menn létu lífið í árásinni og átta særðust.

Meirihluti vill flokk Pútíns í Rússlandi

Ríflega helmingur kjósenda í Rússlandi segist munu greiða atkvæði með flokki Pútíns forseta, Sameinuðu Rússlandi. Stjórnarandstæðingar saka stjórn Pútíns um að vanvirða lýðræðislegar leikreglur.

Komust á þing út á nafnið

Fjöldi frambjóðenda í dönsku þingkosningunum nýlega breytti eftirnafni sínu til þess að komast ofar á kjörseðilinn. Nyhedsavisen segir að í flestum tilvikum hafi stjórnmálamenn dregið fram ættarnafn, sem þeir annars hafi verið hættir að nota.

Gíslatökumaður handtekinn á kosningaskrifstofu Clintons

Lögregla í Bandaríkjunum handtók í gærkvöldi gíslatökumann í bænum Rochester í New Hampshire. Maðurinn hélt starfsmönnum og sjálfboðaliðum á kosningaskrifstofum Hillary Clinton forsetaframbjóðanda í gíslingu í um fimm klukkustundir.

Sjá næstu 50 fréttir