Fleiri fréttir

Hálshöggvinn opinberlega

Átján ára gamall maður var hálshögvinn í Saudi-Arabíu fyrir að hafa ráðið fósturmóður sinni bana fyrir einhverjum árum. í Saudi-Arabíu teljast menn fullorðnir við 18 ára aldur. Ef þeir eru yngri þegar þeir fremja afbrot sem varðar dauðadóm, eru þeir geymdir í fangelsi þartil aldrinum er náð. Meðal dauðasynda í landinu eru morð, nauðganir og vopnuð rán.

Lúkasarmálið smitandi

Hundavinir í Køge í Danmörku hafa lofað 200 þúsund íslenskum krónum í verðlaun fyrir upplýsingar um hrottalegt hundsdráp fyrir helgi.Talið er að hundurinn, sem gegndi kallinu Arkibal, hafi verið stunginn margsinnis með skjúfjárni eða hníf. Hann fannst dauður við Rishøjhallerne i Køge á föstudagsmorgun, eftir því sem fram kemur í Jyllands-Posten.

Ný tungumál væntanleg

Stóra tölvuorðabókin er í stöðugum vexti og brátt bætast í hana fjögur tungumál. „Það er verið að gefa út nokkur ný tungumál í haust, það er rússnesku, ungversku, pólsku og japönsku. Við komum hins vegar ekki til með að setja þau inn á heimasíðuna okkar, www.fastpro.is, vegna þess hve fáir nota þau. Þau verður hins vegar hægt að nálgast hjá okkur,“ segir Gunnar Þór Jakobsson.

Risastytta af Rocky í smábæ í Serbíu

Bæjaryfirvöld í smábæ í Norður-Serbíu hafa reist ríflega þriggja metra háa styttu af kvikmyndahetjunni Rocky Balboa í bænum í þeirri von að lífga upp á bæinn og auka hróður hans.

Stólar sem skipta litum

Japanskir vísindamenn hafa hannað stóla sem skipta litum. Stólar og borð af gerðinni Fuwapica sem skipta litum eins og kamelljón vöktu nokkra athygli á SIGGRAPH sýningunni í San Diego í Bandaríkjunum. Sýningin er haldin árlega í mismunandi borgum en þar er til sýnis ýmislegt sem tengist tölvugrafík.

Næsta....úr tuskunum

Einfættur sjötíu og átta barna faðir í Sameinuðu furstadæmunum er nú að leita sér að tveim nýjum konum til þess að geta haldið áfram barneignum. Hann ætlar að vera búinn að eignast 100 börn árið 2015. Naglinn heitir Abdul Rahman og er sextugur. Hann á þrjár eiginkonur eins og er. Tvær þeirra eru ófrískar. Abdul hefur eignast börnin 78 með fimmtán eiginkonum.

Sjíaklerkur boðar frið í Írak

Íraski sjía klerkurinn Moqtada al-Sadr segir að hann muni fagna virkari þáttöku Sameinuðu þjóðanna í Írak, ef samtökin vilji hjálpa Írökum að endurbyggja landið. Í viðtali við breska blaðið Independent segir klerkurinn að Sameinuðu þjóðirnar megi ekki verða annað andlit bandaríska hernámsins á landinu.

Gleymdu að spenna beltin og voru handteknir

Það getur margborgað sig að spenna bílbeltin áður en keyrt er af stað og ekki þá bara með tilliti til öryggis. Að þessu komust tveir danskir þjófar í nótt. Mennirnir voru að koma úr ránsferð í bænum Hvidovre í Danmörku þegar lögreglan stöðvaði þá fyrir að vera ekki með spennt belti.

Fyrsta umferð tyrknesku forsetakosninganna í dag

Fyrsta umferð tyrknesku forsetakosninganna fer fram í dag en búist er við Abdullah Gul, utanríkisráðherra Tyrklands, beri sigur úr býtum. Tyrkneska þingið kýs forsetann og geta umferðirnar orðið allt að fjórar talsins.

Tuttugu og fimm láta lífið í rútuslysi í Pakistan

Tuttugu og fimm létu lífið og átta slösuðust þegar rúta fór útaf fjallavegi í norðurhluta Pakistans í morgun. Rútan féll niður gil og hafnaði að lokum í á sem þar rennur. Talið er að ökumaður rútunnar hafi eki of hratt og misst stjórn á bifreiðinni.

Dean séður utan úr geimnum

Geimfarar um borð í geimferjunni Endeavour tóku einstakar myndir af fellibylnum Dean sem hefur valdið miklum usla á eyjum á Karíbahafi undanfarna daga. Heimferð ferjunnar hefur verið flýtt um 24 klukkustundir vegna bylsins sem þessa stundina stefnir á Mexíkó.

Hvetja landsmenn til að slökkva ljósin í hádeginu

Japönsk stjórnvöld hvetja nú landsmenn til að draga úr rafmagnsnotkun vegna skorts á rafmagni í landinu. Hefur fólk meðal annars verið hvatt til að slökkva öll ljós í hádeginu. Verulega dró úr rafmagnsframleiðslu í Japan eftir að stærsta kjarnorkuveri landsins var lokað vegna skemmda í byrjun sumars.

Dýr dráttur

Þegar átján ára gamla þýska parið ákvað að elskast í fyrsta skipti vildi stúlkan skapa réttu stemminguna. Hún kveikti á ótalmörgum kertum í svefnherbergi sínu í risi hússins. Og ástin var heit. Svo heit að það kviknaði í plássinu. Berrassað parið gat forðað sér út úr brennandi húsinu og öðlaðist umtalsverða frægð þegar blaðaljósmyndarana dreif að.

Um 180 námuverkamenn innlyksa eftir flóð

Kínverskar björgunarsveitir reyna nú að bjarga um 180 námuverkamönnum sem urðu innlyksa eftir að vatn flæddi inn í námur í Shandong-héraði í Kína á föstudaginn. Dælubúnaði hefur verið komið fyrir við námurnar en ekki liggur fyrir hvort mennirnir séu enn á lífi. Yfir tvö þúsund námuverkamenn hafa látið lífið í Shandong-héraði það sem af er þessu ári.

Búast við að boðað verði til kosninga í Danmörku í vikunni

Því er nú spáð að Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, muni í dag eða næstu daga boða til þingkosninga í landinu. Danska dagblaðið Berlingske Tidende ræðir við þrjá stjórnmálaskýrendur, þar á meðal fyrrverandi spunameistar Rasmussens, sem spá því allir að tilkynnt verði í vikunni um kosningar í landinu.

Í mun meiri hættu

Fólk sem er 60 ára og eldra er þrisvar sinnum líklegra til að deyja við að reyna að klífa Everest-tind heldur en yngra fólk. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem vísindamenn við Washington-háskóla unnu.

Rafmagnslaust í Osló

Rafmagn fór af fjórðungi Oslóborgar, höfuðborg Noregs, í morgun eftir að byggingakrani sleit háspennulínu í sundur. Öll miðborg Oslóar varð rafmagnslaus og þá féllu lestarferðir niður.

Heimsóknin talin tímamót

Heimsókn utanríkisráðherra Frakklands, Bernard Kouchners, til Íraks er talin marka tímamót í samskiptum Frakklands og Bandaríkjanna. Ráðherrann kom til Íraks í gær.

Létust í yfirgefnum skýjakljúfi

Tveir slökkviliðsmenn létu lífið þegar eldur kom upp í yfirgefnum skýjakljúfi rétt við Núllpunktinn svokallaða í fjármálahverfi New York-borgar. Verið var að rífa skýjakljúfinn þegar eldurinn kom upp.

Þrír handteknir fyrir nauðgun

Þrír karlmenn á þrítugsaldri voru handteknir aðfaranótt laugardags vegna gruns um að hafa nauðgað fimmtán ára stúlku á hrottafenginn hátt í bænum Linköping í Svíþjóð.

Með öll þingsætin í landinu

Flokkur Nursultans Nazarbayevs, forseta Kasakstan, fékk öll þingsætin í þingkosningunum samkvæmt útgönguspám. Kosningarnar voru haldnar á laugardaginn. Enginn annar flokkur fékk þau sjö prósent sem til þarf til að fá þingsæti.

Loka fyrir útsendingar BBC

Rússnesk yfirvöld lokuðu fyrir útsendingar BBC World Service á FM-tíðni í Rússlandi á föstudag. BBC getur enn þá sent út á langbylgju og á netinu í landinu. Flestir þeirra Rússa sem fylgjast með daglegri dagskrá BBC hlusta á stöðina á FM-tíðni. The Sunday Times greindi frá.

Maradona hatar Bandaríkin

Argentínska fótboltastjarnan Diego Maradona var í dag gestur í vikulegum sjónvarpsþætti Hugo Chavez, hins litríka en umdeilda, forseta Venesúela. Í þættinum sagðist Maradona hata bandaríkin af öllum sínum mætti.

Hillary gerir sér grein fyrir óvinsældum sínum

Hillary Clinton, frambjóðandi í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum og fyrrverandi forsetafrú, viðurkenndi í dag að mörgum kjósendum væri illa við sig. Hún segir ástæðuna vera áralangar árásir Repúblikana í sinn garð.

Nýnasistar háværir í Danmörku

Nýnasistar létu í sér heyra í Kolding í Danmörku í gær þar sem þeir minntust þess að tuttugu ár eru liðin frá nasistaforingjanum Rudolf Hess. Hundrað manns voru handteknir - fæstir af þeim þó nýnasistar. Leiðtogi þeirra var þó færður í járn fyrir að ráðast á laganna verði.

Endeavour kveður Aðþjóðageimstöðina

Festar geimskutlunnar Endeavour við Alþjóðageimskutlunnar hafa verið leystar og innan skamms leggur ferjan af stað til jarðar, degi fyrr en áætlað var.

Prestur sektaður fyrir klukknahljóm

Hollenskur prestur hefur verið dæmdur til að greiða 5000 evrur, eða tæpa hálfa milljón króna í sekt fyrir að hringja kirkjuklukkum í kirkju sinni of snemma og of hátt.

Fékk strigaskó í skiptum fyrir flugskeyti

Lögreglan í Orlandi í Flórída hélt á dögunum svokallaðan „gun amnesty“ dag, þar sem borgarbúar voru hvattir til að skila inn ólöglegum skotvopnum og fá í staðinn forláta strigaskó. Það kom þeim heldur á óvart þegar maður einn skilaði inn fullkominni flugskeytabyssu sem ætlað er að granda flugvélum.

Kameldýr týna tölunni í Sádí-Arabíu

Dularfull veikindi hrjá kameldýr í Sádí-Arabíu og fer tala þeirra hríðlækkandi. Hundruð skepna féllu í síðustu viku. Samkvæmt landbúnaðarráðuneyti landsins drápust 232 skepnur í dalnum Dawasir á aðeins fjórum dögum.

Nakið fólk á jökli

Mörg hundruð manns létu kuldann ekki á sig fá og beruðu sig í Svissnesku ölpunum í gær. Var það allt gert fyrir listina en þar var ljósmyndarinn Spencer Tunick mættur til að skapa listaverk með Grænfriðingum.

Göngu nýnasista mótmælt

Um hundrað manns voru handteknir þegar mikil ringulreið skapaðist í Kolding í Danmörku í gær. Nýnasistar höfðu safnast saman í miðborginni til að minnsta þess að 20 ár voru frá dauða nasistaforingjans Rudolfs Hess.

Fellibylurinn Dean ógnar ríkjum Karíbahafsins

Yfirvöld á Jamaíku búast við hinu versta nú þegar fellibylurinn Dean stefnir hraðbyr á landið. Óttast er að bylurinn valdi miklum skemmdum og jafnvel manntjóni á eyjum á Karíbahafinu. Útgöngubann er nú í gildi á Jamaíku og búið að loka öllum flugvöllum.

Gallaðar kosningar í Kasakstan en skref í rétta átt

Framkvæmd kosninganna í Kasakstan sem fram fóru í gær stóðust ekki alþjóðlegar kröfur um framkvæmd kosninga. Eftirlitsmenn frá Öryggis og samvinnustofnun Evrópu segja að skort hafi á gagnsæji við atkvæðatalningu auk þess sem þröskuldar fyrir því að ná kjöri á þing landsins hafi verið of háir.

Mörg þúsund á vergangi

Mörg hundruð hermenn hafa verið sendir á hamfarasvæði í Perú þar sem snarpur jarðskjálfti varð minnst fimm hundruð að bana í síðustu viku. Mörg þúsund manns eru á vergangi í Íka-héraði suður af höfuðborginni, Líma, en það svæði varð verst úti.

Björgunaraðgerðum hætt í Utah

Björgunaraðgerðum vegna sex námamanna sem hafa setið fastir í kolanámu í Utah í Bandaríkjunum í vel á aðra viku var hætt í morgun. Óvíst er hvort þeim verður framhaldið síðar.

Föst í banka í sex klukkutíma

Hin 73 ára Marian Prescher læstist inni í banka í sex klukkustundir eftir að hún var óvart lokuð inni á meðan hún skoðaði öryggishólf sitt.

Sarkozy uppljóstrar borgunarmenn sumarleyfis síns

Nicolas Sarkozy, Frakklandsforseti, hefur tjáð frönskum blöðum að hann dvaldi í glæsihýsi í Bandaríkjunum á kostnað tveggja auðugra fjölskyldna í sumarleyfi sínu. Leigan á villunum hljóðaði upp á rúmar fjórar miljónir íslenskra króna og komu þær úr vasa Cromback og Agostinelli fjölskyldnanna.

Lögregla óttast stríð á meðal Vítisengla

Lögregla á Bretlandseyjum óttast að stríð geti verið í uppsiglingu á meðal mótorhjólagengja í kjölfar morðs á manni sem var meðlimur í Vítisenglum. Félagar mannsins segjast vita hver morðinginn sé, en að þeir ætli sér ekki að láta lögreglu í té þær upplýsingar.

Ekki ástæða til að óttast nýtt kalt stríð

Norsk stjórnvöld segjast munu fylgjast náið með auknum hernaðarumsvifum Rússa, en að ekki sé ástæða til að óttast afturhvarf til Kalda stríðsins. Putin Rússlandsforseti kynnti ákvörðun sína um aukin hernaðarumsvif Rússa eftir fund með Hu Jintao forseta Kína. Þeir voru viðstaddir sameiginlegar heræfingar í Mið-Asíu.

Rannsakað hvort innbrot tengist hótelbruna

Lögregla á Bretlandi rannsakar nú hvort innbrot í hótelið sem brann í bænum Newquay í Cornwall tengist eldsvoðanum. Einn lést og fjögurra er saknað eftir brunann.

Fellibylurinn Dean sækir í sig veðrið

Íbúar á karabísku eyjunni Jamaica búa sig nú undir það versta en fellibylurinn Dean nálgast nú strendur landsins óðfluga og mun hann skella á eyjunni á sunnudag. Veðurfræðingar óttast að Dean verði þá búinn að færa sig í aukana og hætta er á því að hann verði orðinn að fimmta stigs fellibyl á morgun.

Heimför Endeavour mögulega flýtt

Heimför geimskutlunnar Endeavour verður að öllum líkindum flýtt vegna fellibylsins Dean sem ríður nú yfir Karabíska hafið. Ef svo færi myndi skutlan lenda á þriðjudaginn í stað miðvikudags í næstu viku.

Flugræningjar gefast upp

Tveir menn sem rændu tyrkneskri flugvél á leið frá norður Kýpur til Istanbúl hafa nú gefist upp. Ekki er ljóst hvaðan flugræningjarnir eru eða hver tilgangurinn var með ráninu.

Sjá næstu 50 fréttir