Fleiri fréttir Frekari refsiaðgerðir hvetja einungis Írana áfram Mahmoud Ahmadinejad Íransforseti lýsti því yfir í morgun að frekari refsiaðgerðir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna myndu einungis hvetja Írana enn frekar áfram í viðleitni sinni til kjarnorkuþróunar. 16.4.2007 12:45 Hrossahlátur Strákurinn á þessari mynd er ekkert sérlega hræddur við dýr, en það verður að fyrirgefa honum þótt honum brygði við þessa heimsókn. Vinir okkar á Nyhedsavisen, í Danmörku, völdu þetta mynd dagsins, af auljósum orsökum. 16.4.2007 12:38 Enn ekki staðfest hvort Johnston hafi verið myrtur Enn hefur ekki fengist staðfest hvort breski blaðamaðurinn Alan Johnston hefur verið myrtur en honum var rænt á Gaza-ströndinni fyrir rúmum mánuði. 16.4.2007 12:30 Samkynhneigðir karlmenn oftar með átröskun Samkynhneigðir menn eru þrisvar sinnum oftar greindir með átröskun, þ.e. lystastol, anorexíu og átsýki, heldur en gangkynhneigðir menn samkvæmt nýrri könnun frá Columbia University. Ástæðan fyrir því er talin vera mun meiri pressa sem er gerð á menn í innan hinnar svokölluðu samkynhneigðu menningar um að vera grannir heldur en gerð er hjá gagnkynhneigðum mönnum. Enginn munur fannst á átröskunareinkennum á milli gagnkynhneigðra og samkynhneigðar kvenna. 16.4.2007 11:47 Margrét Danadrottning 67 ára í dag Þúsundir Dana söfnuðust saman á torginu fyrir framan Amalienborgarhöll í Kaupmannahöfn í morgun til að samfagna Margréti Þórhildi Danadrottningu sem í dag er 67 ára. 16.4.2007 11:33 Gefa út leiðarvísi fyrir bestu kynlífsstaðina í danskri náttúru Dönsk náttúruverndarsamtök róa nú á ný mið en þau ætla að gefa út leiðarvísi yfir þá staði í danskri náttúru þar sem best er að njóta ásta. Haft er eftir upplýsingafulltrúa samtakanna á vef Jótlandspóstins að með þessu vilji samtökin vekja athygli á að það megi nýta náttúruna og njóta hennar á ýmsan hátt. 16.4.2007 10:51 Kviknað í nokkrum klósettum Kviknað hefur í nokkrum klósettum sem hafa sér hitablásara, lyktarsprey, og setu hitara í frá fyrirtækinu Toto. Ltd. í Japan. Svo virðist sem hitaseturnar hafi brunnið yfir um og reykur byrjað að stíga upp frá þeim. Fyrirtækið segir að engin meiðsl hafi orðið á fólki, þó svo þeir viðurkenni að það sé mjög óþægileg staða þegar kvikni í klósetti heimilisins. 16.4.2007 10:43 Stríðið hefur alvarleg áhrif á íröksk börn Sjö af hverjum tíu börnum í grunnskólum í hverfi í Norður-Bagdad þjást af áfallaröskun þannig að þau stama eða pissa undir. Þetta leiðir ný skýrsla á vegum írakska heilbrigðisráðuneytisins í ljós en í rannsókninni var kannað hvaða áhrif stríðið í Írak hefði á börnin. 16.4.2007 10:34 Fimm börn brunnu inni Fimm börn dóu í íkveikju sem var St. Louis í Bandaríkjunum í morgun. Börnin voru á aldrinum 5 mánaða upp í tíu ára gömul. Fjórir aðrir særðust lítilháttar. Þegar slökkviliðið kom á vettvang var húsið alelda og vissu þeir ekki af börnunum inn í húsinu, en foreldrar þeirra voru ekki á svæðinu. 16.4.2007 10:04 Mengun í Yangtze ógnar lífi milljóna manna Yangtze, stærsta fljót Kína, er svo mengað að það ógnar heilsu milljóna manna, segja umhverfissérfræðingar. Frá þessu er greint í ríkisdagblaðinu China Daily og bent á að skaðinn sé orðinn svo mikill að ekki verði aftur snúið. 16.4.2007 09:35 Blair: Látið Vilhjálm og Kate í friði Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hefur beðið bæði fjölmiðla og bresku þjóðina að gefa Vilhjálmi prins og Kate Middleton frið eftir að upp úr sambandi þeirra slitnaði. 15.4.2007 21:00 Mið- og hægristjórn mynduð í Finnlandi Samkomulag hefur náðst um nýja fjögurra flokka ríkisstjórn í Finnlandi undir forystu Mattis Vanhanens, forsætisráðherra. Ríkisstjórninn telst hægri- og miðstjórn og aðild að henni eiga Miðflokkur Vanhanens, Þjóðarbandalagið, Græningjar og Sænski þjóðarflokkurinn. 15.4.2007 20:14 Hreyfing Sadrs ætlar úr ríkisstjórn Stjórnmálahreyfing herskáa sjíaklerksins Moqtada al-Sadrs tilkynnti í dag að hún hygðist draga sig út úr ríkisstjórn Íraks á morgun til þess að þrýsta á um að Bandaríkjamenn legðu fram áætlun um brotthvarf hermanna sinna. 15.4.2007 20:01 Wolfowitz ekki rekinn úr starfi Stjórn Alþjóðabankans lýsti yfir miklum af áhyggjum af orðspori bankans vegna mál Pauls Wolfowitz, forstjóra bankans, eftir fund í kvöld. Hins vegar var ekki ákveðið að reka hann úr starfi. 15.4.2007 19:45 Vel á annað hundrað látinn eftir helgina í Írak Vel á annað hundrað hafa fallið í hrinu ofbeldisverka í Írak um helgina. Mörg hundruð liggja þungt haldnir eftir röð bílsprengjuárása um allt landið í dag og í gær. Þá fórust tveir breskir hermenn þegar tvær herþyrlur skullu saman rétt utan við höfuðborgina Bagdad í morgun. 15.4.2007 19:45 Byrjað að selja aðgöngumiða á Ólympíuleikana Byrjað var að selja miða á Ólympíuleikana í Peking, sem fram fara á næsta ári, í dag. Í boði eru yfir sjö milljónir miða til almennings og er búist við að Kínverjar kaupi þrjá af hverjum fjórum þeirra. 15.4.2007 18:16 Saka Bandaríkjamenn um hræðsluáróður Yfirvöld í Alsír sökuðu í dag talsmenn sendiráðs Bandaríkjanna í landinu um um að vera óábyrgir með því að vara við hugsanlegum árásum í höfuðborginni Algeirsborg á næstunni. 15.4.2007 17:43 Herskár hópur segist hafa drepið Johnston Herskár palestínskur hópur sem nefnist Al Tawhid Al Jihad hefur gefið út yfirlýsingu um að hann hafi tekið Alan Johnston, fréttamann BBC á Gasa, af lífi. Johnston var numinn á brott á Gasa þann 12. mars en fyrr í vikunni bárust fregnir af því að hann væri á lífi. 15.4.2007 17:15 Miðjarðarhafsveður í Bretlandi Sannkallað Miðjarðarhafsveður hefur verið á Bretlandi um helgina og hefur hitinn farið yfir 25 stig sums staðar í landinu. Það er um 10 gráðum heitara en venja er á þessum árstíma. 15.4.2007 16:27 Abbas og Olmert ræðast við í Jerúsalem Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, og Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, hittust á fundi í dag þar sem meðal annars átti að ræða öryggis- og mannréttindamál auk þess sem ætlunin var að ræða mál ísraelsks hermanns sem handtekinn var á Gaza í fyrra. 15.4.2007 14:26 Slys og eignatjón í jarðskjálfta í Japan Snarpur jarðskjálfti upp á 5,4 á Richter skók mið- og vesturhluta Japans í nótt. Fimm manns slösuðust þegar hlutir féllu á þá og hátt í 50 hús skemmdust í skjálftanum. Þá urðu urðu 4300 heimili rafmagnslaus í nokkurn tíma. 15.4.2007 13:32 Íbúar í Bronx æfir yfir þýsku myndbandi Íbúar í Bronx eru æfir vegna myndbands úr þýska hernum þar sem liðþjálfi segir hermanni að ímynda sér að hann sé að skjóta á svertingja í Bronx. Embættismenn í New York hafa krafist afsökunarbeiðni. 15.4.2007 13:30 Páfinn áttræður í dag Páfinn er áttræður í dag. Tugþúsundir kaþólikka báðu fyrir Benedikt sextánda á Péturstorginu í Róm í morgun þar sem hann hélt sjálfur kraftmikla ræðu. 15.4.2007 13:15 Kjarnorkukapphlaup í Miðausturlöndum veldur áhyggjum Hvert ríkið á fætur öðru hefur sett allt á fullt í þróun kjarnorku, af ótta við þróunina í Íran. Kjarnorkukapphlaupið veldur miklum áhyggjum hjá sérfræðingum í Pentagon. 15.4.2007 12:45 Lögregla beitir kylfum gegn mótmælendum Lögregla í Pétursborg í Rússlandi beitti í morgun kylfum gegn stjórnarandstæðingum sem safnast höfðu saman til þess að mótmæla einræðistilburðum Vladímírs Pútíns, forseta landsins. Lögregla í borginni hefur mikinn viðbúnað líkt og lögreglan í Moskvu gerði í gær þegar hún handtók vel á anna hundrað mótmælendur í höfuðborginni. 15.4.2007 11:27 Hvað skal gera við Sanjaya? „Þetta er besta spurning sem ég hef verið spurð lengi,“ sagði öldungadeildarþingmaðurinn Hillary Clinton í gær þegar fréttamaður spurði hana hvað Bandaríkjamenn gætu gert við Sanjaya Malakar, sem kemst alltaf lengra og lengra í American Idol, þrátt fyrir augljósan skort á hæfileikum. 15.4.2007 11:15 Stjórnarandstæðingar mótmæla í Pétursborg Hópur stjórnarandstæðinga í Rússlandi safnaðist saman á torgi í Pétursborg í morgun til þess að mótmæla einræðistilburðum Vladímírs Pútíns, forseta Rússlands. Lögregla í borginni hefur mikinn viðbúnað líkt og lögreglan í Moskvu gerði í gær þegar hún handtók vel á annað hundrað mótmælendur í höfuðborginni. 15.4.2007 10:51 Nágrannaríki Írans þróa kjarnorku Hvert ríkið á fætur öðru hefur sett allt á fullt í þróun kjarnorku af ótta við þróunina í Íran. Sádi-Arabar og Tyrkir hafa hingað til ekki sýnt kjarnorkumálum mikinn áhuga en undanfarið hefur undirbúningur kjarnorkuvera farið í fullan gang auk þess sem aljþóðlegir sérfræðingar hafa verið fengnir til landanna. 15.4.2007 10:30 Áframhaldandi blóðbað í Írak Átján féllu og fimmtíu manns eru særðir eftir tvær bílsprengjuárásir í fjölförnu hverfi í Baghdad í Írak í morgun. Seinni sprengjan sprakk aðeins nokkrum mínútum á eftir þeirri fyrri, þegar fjöldi fólks hafði safnast saman á staðnum þar sem sú fyrri sprakk. 15.4.2007 09:46 Venstre vill leggja niður konungdæmi í Noregi Það eru haldnir landsfundir víðar en á Íslandi um helgina og á landsfundi borgarlega flokksins Venstre í Noregi var sú tillaga að leggja niður konungdæmi í Noregi samþykkt með meirihluta atkvæða. 14.4.2007 20:37 Sumarveður víða í Evrópu um helgina Sannkallað sumarveður hefur verið í vesturhluta Evrópu í dag og fór hitinn í Þýskalandi nærri því upp í 30 gráður þar sem heitast var. Þar hefur vorið verið einstaklega milt og íbúar helstu stórborga landsins nýtt sér það til að liggja í sólinni og leika sér úti við. 14.4.2007 20:15 Á þriðja tug látinn eftir skyndiflóð í Taílandi Að minnsta kosti 21 maður er látinn og fjölmargra er saknað eftir að skyndiflóð óð yfir tvo fossa í suðurhluta landsins í dag. Talið er að um 200 manns hafi verið við fossana Sairung og Praisawan þegar flóðið gekk yfir en það má rekja til mikilla ringning síðustu daga í fjalllendinu þar sem fossarnir eru. 14.4.2007 19:56 Kínverjar halda áfram með eigin GSP-kerfi Kínverjar skutu í gær á loft fjórða gervihnettinum fyrir GPS-leiðsögukerfi sitt. Kostnaður við þetta er gríðarlegur og það er þegar til alþjóðlegt gervihnattaleiðsögukerfi. 14.4.2007 19:45 Innflytjendur verða að læra frönsk gildi Nicolas Sarkozy hefur oftar en einusinni verið gagnrýndur fyrir ummæli sín um innflytjendur í Frakklandi. Það var því hent á lofti þegar hann sagði að innflytjendur yrðu að gera sér grein fyrir að í Frakklandi væri frönsk þjóðarvitund og frönsk gildi. 14.4.2007 19:00 Farþegalistinn af Titanic birtur á Netinu Farþegalistinnn af frægasta farþegaskipi heims, Titanic, var í dag birtur í fyrsta sinn á Netinu, 95 árum eftir að skipið steytti á ísjaka og sökk í Atlantshafið. Alls týndu ríflega 1500 manns lífi í slysinu í þessari jómfrúrferð Titanic frá Southampton til Bandaríkjanna en skipið var á sínum tíma talið ósökkvandi. 14.4.2007 17:09 Kasparov: Rússnesk yfirvöld sýndu sitt rétta andlit Garrí Kasparov, fyrrverandi heimsmeistari í skák og nú leiðtogi stjórnarandstöðuflokks í Rússlandi, sakaði rússnesk stjórnvöld um að brjóta á bak aftur með ólöglegum hætti mótmæli sem stjórnarandstæðingar höfðu boðað til í Moskvu í dag. Þá sagði hann Rússlandsstjórn hafa sýnt sitt rétta andlit með aðgerðunum í dag. 14.4.2007 16:29 Benedikt og Bush funda í júní George Bush Bandaríkjaforseti mun hitta Benedikt sextánda páfa í fyrsta sinn í júní. Frá þessu greindi Vatíkanið í dag. Forsetinn og páfinn ræða saman 9. og 10. júní eftir að Bush hefur sótt fund átta helstu iðnríkja heims í Þýskalandi. 14.4.2007 15:01 Vopnahlé framlengt í Úganda Ríkisstjórnin í Úganda og fulltrúar í Frelsisher Drottins samþykktu í dag að framlengja vopnahlé sem verið hefur í gildi á milli þeirra um tvo mánuði. Þá var jafnframt samþykkt að efna til friðarfundar 26. apríl í borginni Júba í suðurhluta landsins. 14.4.2007 14:30 Reynt að draga dráttarbát til hafnar á Hjaltlandseyjum Björgunarskip hóf í dag að reyna að bjarga norska dráttarbátnum Bourbon Dolphin, sem hvolfdi úti fyrir Hjaltlandseyjum í fyrrakvöld, til hafnar. Fimm Norðmannamanna er saknað eftir að bátnum hvolfdi, þar á meðal 15 mánaða drengs og föður hans. 14.4.2007 13:55 Mikill viðbúnaður vegna fylkisstjórakosninga í Nígeríu Mikill viðbúnaður er í borgum og bæjum í Nígeríu í dag vegna fylkisstjórakosninga sem þar fara fram. Litið er á kosningarnar sem prófstein fyrir forsetakosningar í landinu sem fram fara um næstu helgi í þessu fjölmennasta ríki Afríku. 14.4.2007 13:14 Göran Persson hættir þingmennsku Göran Persson, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar og formaður sænska jafnaðarmannaflokksins, hættir þingmennsku um næstu mánaðamót. 14.4.2007 12:45 Sjálfsmorðsárás í Casablanca í morgun Tveir sjálfsmorðsárásarmenn sprengdu sjálfa sig í loft upp nærri ræðismannsskrifstofu Bandaríkjanna í borginni Casablanca í Marokkó í morgun. Engan annan sakaði í árásinni. 14.4.2007 11:40 Kasparov sleppt úr haldi Rússneska lögreglan hefur sleppt Garrí Kasparov, fyrrverandi heimsmeistara í skák og einum af leiðtogum stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, úr haldi en hann var handtekinn í morgun í tengslum við mótmæli sem stjórnarandstæðingar hugðust efna til á Pushkin-torgi í Moskvu. 14.4.2007 11:30 Mikið mannfall í árás í Karbala í morgun Lögregla í hinni helgu borg Karbala hefur lýst yfir útgöngubanni og lokað öllum leiðum inn og út úr borginni eftir að hátt í fimmtíu manns létust og yfir 60 særðust í sjálfsmorðsárás í morgun. Árásarmaðurinn sprengdi sprengjuna við fjölfarna strætisvagnastöð nærri bænahúsi sjía í borginni þar sem barnabarn Múhameðs spámanns er sagt grafið. 14.4.2007 11:12 Lögreglan í Moskvu handtók 170 mótmælendur Lögregla í Moskvu segist hafa handtekið um 170 manns sem ætluðu að taka þátt í óheimilum mótmælum í borginni gegn stjórnvöldum. Eins og greint var frá fyrr í morgun var Garrí Kasparov, fyrrverandi heimsmeistari í skák og einn af leiðtogum stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, í hópi hinna handteknu. 14.4.2007 10:48 Sjá næstu 50 fréttir
Frekari refsiaðgerðir hvetja einungis Írana áfram Mahmoud Ahmadinejad Íransforseti lýsti því yfir í morgun að frekari refsiaðgerðir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna myndu einungis hvetja Írana enn frekar áfram í viðleitni sinni til kjarnorkuþróunar. 16.4.2007 12:45
Hrossahlátur Strákurinn á þessari mynd er ekkert sérlega hræddur við dýr, en það verður að fyrirgefa honum þótt honum brygði við þessa heimsókn. Vinir okkar á Nyhedsavisen, í Danmörku, völdu þetta mynd dagsins, af auljósum orsökum. 16.4.2007 12:38
Enn ekki staðfest hvort Johnston hafi verið myrtur Enn hefur ekki fengist staðfest hvort breski blaðamaðurinn Alan Johnston hefur verið myrtur en honum var rænt á Gaza-ströndinni fyrir rúmum mánuði. 16.4.2007 12:30
Samkynhneigðir karlmenn oftar með átröskun Samkynhneigðir menn eru þrisvar sinnum oftar greindir með átröskun, þ.e. lystastol, anorexíu og átsýki, heldur en gangkynhneigðir menn samkvæmt nýrri könnun frá Columbia University. Ástæðan fyrir því er talin vera mun meiri pressa sem er gerð á menn í innan hinnar svokölluðu samkynhneigðu menningar um að vera grannir heldur en gerð er hjá gagnkynhneigðum mönnum. Enginn munur fannst á átröskunareinkennum á milli gagnkynhneigðra og samkynhneigðar kvenna. 16.4.2007 11:47
Margrét Danadrottning 67 ára í dag Þúsundir Dana söfnuðust saman á torginu fyrir framan Amalienborgarhöll í Kaupmannahöfn í morgun til að samfagna Margréti Þórhildi Danadrottningu sem í dag er 67 ára. 16.4.2007 11:33
Gefa út leiðarvísi fyrir bestu kynlífsstaðina í danskri náttúru Dönsk náttúruverndarsamtök róa nú á ný mið en þau ætla að gefa út leiðarvísi yfir þá staði í danskri náttúru þar sem best er að njóta ásta. Haft er eftir upplýsingafulltrúa samtakanna á vef Jótlandspóstins að með þessu vilji samtökin vekja athygli á að það megi nýta náttúruna og njóta hennar á ýmsan hátt. 16.4.2007 10:51
Kviknað í nokkrum klósettum Kviknað hefur í nokkrum klósettum sem hafa sér hitablásara, lyktarsprey, og setu hitara í frá fyrirtækinu Toto. Ltd. í Japan. Svo virðist sem hitaseturnar hafi brunnið yfir um og reykur byrjað að stíga upp frá þeim. Fyrirtækið segir að engin meiðsl hafi orðið á fólki, þó svo þeir viðurkenni að það sé mjög óþægileg staða þegar kvikni í klósetti heimilisins. 16.4.2007 10:43
Stríðið hefur alvarleg áhrif á íröksk börn Sjö af hverjum tíu börnum í grunnskólum í hverfi í Norður-Bagdad þjást af áfallaröskun þannig að þau stama eða pissa undir. Þetta leiðir ný skýrsla á vegum írakska heilbrigðisráðuneytisins í ljós en í rannsókninni var kannað hvaða áhrif stríðið í Írak hefði á börnin. 16.4.2007 10:34
Fimm börn brunnu inni Fimm börn dóu í íkveikju sem var St. Louis í Bandaríkjunum í morgun. Börnin voru á aldrinum 5 mánaða upp í tíu ára gömul. Fjórir aðrir særðust lítilháttar. Þegar slökkviliðið kom á vettvang var húsið alelda og vissu þeir ekki af börnunum inn í húsinu, en foreldrar þeirra voru ekki á svæðinu. 16.4.2007 10:04
Mengun í Yangtze ógnar lífi milljóna manna Yangtze, stærsta fljót Kína, er svo mengað að það ógnar heilsu milljóna manna, segja umhverfissérfræðingar. Frá þessu er greint í ríkisdagblaðinu China Daily og bent á að skaðinn sé orðinn svo mikill að ekki verði aftur snúið. 16.4.2007 09:35
Blair: Látið Vilhjálm og Kate í friði Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hefur beðið bæði fjölmiðla og bresku þjóðina að gefa Vilhjálmi prins og Kate Middleton frið eftir að upp úr sambandi þeirra slitnaði. 15.4.2007 21:00
Mið- og hægristjórn mynduð í Finnlandi Samkomulag hefur náðst um nýja fjögurra flokka ríkisstjórn í Finnlandi undir forystu Mattis Vanhanens, forsætisráðherra. Ríkisstjórninn telst hægri- og miðstjórn og aðild að henni eiga Miðflokkur Vanhanens, Þjóðarbandalagið, Græningjar og Sænski þjóðarflokkurinn. 15.4.2007 20:14
Hreyfing Sadrs ætlar úr ríkisstjórn Stjórnmálahreyfing herskáa sjíaklerksins Moqtada al-Sadrs tilkynnti í dag að hún hygðist draga sig út úr ríkisstjórn Íraks á morgun til þess að þrýsta á um að Bandaríkjamenn legðu fram áætlun um brotthvarf hermanna sinna. 15.4.2007 20:01
Wolfowitz ekki rekinn úr starfi Stjórn Alþjóðabankans lýsti yfir miklum af áhyggjum af orðspori bankans vegna mál Pauls Wolfowitz, forstjóra bankans, eftir fund í kvöld. Hins vegar var ekki ákveðið að reka hann úr starfi. 15.4.2007 19:45
Vel á annað hundrað látinn eftir helgina í Írak Vel á annað hundrað hafa fallið í hrinu ofbeldisverka í Írak um helgina. Mörg hundruð liggja þungt haldnir eftir röð bílsprengjuárása um allt landið í dag og í gær. Þá fórust tveir breskir hermenn þegar tvær herþyrlur skullu saman rétt utan við höfuðborgina Bagdad í morgun. 15.4.2007 19:45
Byrjað að selja aðgöngumiða á Ólympíuleikana Byrjað var að selja miða á Ólympíuleikana í Peking, sem fram fara á næsta ári, í dag. Í boði eru yfir sjö milljónir miða til almennings og er búist við að Kínverjar kaupi þrjá af hverjum fjórum þeirra. 15.4.2007 18:16
Saka Bandaríkjamenn um hræðsluáróður Yfirvöld í Alsír sökuðu í dag talsmenn sendiráðs Bandaríkjanna í landinu um um að vera óábyrgir með því að vara við hugsanlegum árásum í höfuðborginni Algeirsborg á næstunni. 15.4.2007 17:43
Herskár hópur segist hafa drepið Johnston Herskár palestínskur hópur sem nefnist Al Tawhid Al Jihad hefur gefið út yfirlýsingu um að hann hafi tekið Alan Johnston, fréttamann BBC á Gasa, af lífi. Johnston var numinn á brott á Gasa þann 12. mars en fyrr í vikunni bárust fregnir af því að hann væri á lífi. 15.4.2007 17:15
Miðjarðarhafsveður í Bretlandi Sannkallað Miðjarðarhafsveður hefur verið á Bretlandi um helgina og hefur hitinn farið yfir 25 stig sums staðar í landinu. Það er um 10 gráðum heitara en venja er á þessum árstíma. 15.4.2007 16:27
Abbas og Olmert ræðast við í Jerúsalem Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, og Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, hittust á fundi í dag þar sem meðal annars átti að ræða öryggis- og mannréttindamál auk þess sem ætlunin var að ræða mál ísraelsks hermanns sem handtekinn var á Gaza í fyrra. 15.4.2007 14:26
Slys og eignatjón í jarðskjálfta í Japan Snarpur jarðskjálfti upp á 5,4 á Richter skók mið- og vesturhluta Japans í nótt. Fimm manns slösuðust þegar hlutir féllu á þá og hátt í 50 hús skemmdust í skjálftanum. Þá urðu urðu 4300 heimili rafmagnslaus í nokkurn tíma. 15.4.2007 13:32
Íbúar í Bronx æfir yfir þýsku myndbandi Íbúar í Bronx eru æfir vegna myndbands úr þýska hernum þar sem liðþjálfi segir hermanni að ímynda sér að hann sé að skjóta á svertingja í Bronx. Embættismenn í New York hafa krafist afsökunarbeiðni. 15.4.2007 13:30
Páfinn áttræður í dag Páfinn er áttræður í dag. Tugþúsundir kaþólikka báðu fyrir Benedikt sextánda á Péturstorginu í Róm í morgun þar sem hann hélt sjálfur kraftmikla ræðu. 15.4.2007 13:15
Kjarnorkukapphlaup í Miðausturlöndum veldur áhyggjum Hvert ríkið á fætur öðru hefur sett allt á fullt í þróun kjarnorku, af ótta við þróunina í Íran. Kjarnorkukapphlaupið veldur miklum áhyggjum hjá sérfræðingum í Pentagon. 15.4.2007 12:45
Lögregla beitir kylfum gegn mótmælendum Lögregla í Pétursborg í Rússlandi beitti í morgun kylfum gegn stjórnarandstæðingum sem safnast höfðu saman til þess að mótmæla einræðistilburðum Vladímírs Pútíns, forseta landsins. Lögregla í borginni hefur mikinn viðbúnað líkt og lögreglan í Moskvu gerði í gær þegar hún handtók vel á anna hundrað mótmælendur í höfuðborginni. 15.4.2007 11:27
Hvað skal gera við Sanjaya? „Þetta er besta spurning sem ég hef verið spurð lengi,“ sagði öldungadeildarþingmaðurinn Hillary Clinton í gær þegar fréttamaður spurði hana hvað Bandaríkjamenn gætu gert við Sanjaya Malakar, sem kemst alltaf lengra og lengra í American Idol, þrátt fyrir augljósan skort á hæfileikum. 15.4.2007 11:15
Stjórnarandstæðingar mótmæla í Pétursborg Hópur stjórnarandstæðinga í Rússlandi safnaðist saman á torgi í Pétursborg í morgun til þess að mótmæla einræðistilburðum Vladímírs Pútíns, forseta Rússlands. Lögregla í borginni hefur mikinn viðbúnað líkt og lögreglan í Moskvu gerði í gær þegar hún handtók vel á annað hundrað mótmælendur í höfuðborginni. 15.4.2007 10:51
Nágrannaríki Írans þróa kjarnorku Hvert ríkið á fætur öðru hefur sett allt á fullt í þróun kjarnorku af ótta við þróunina í Íran. Sádi-Arabar og Tyrkir hafa hingað til ekki sýnt kjarnorkumálum mikinn áhuga en undanfarið hefur undirbúningur kjarnorkuvera farið í fullan gang auk þess sem aljþóðlegir sérfræðingar hafa verið fengnir til landanna. 15.4.2007 10:30
Áframhaldandi blóðbað í Írak Átján féllu og fimmtíu manns eru særðir eftir tvær bílsprengjuárásir í fjölförnu hverfi í Baghdad í Írak í morgun. Seinni sprengjan sprakk aðeins nokkrum mínútum á eftir þeirri fyrri, þegar fjöldi fólks hafði safnast saman á staðnum þar sem sú fyrri sprakk. 15.4.2007 09:46
Venstre vill leggja niður konungdæmi í Noregi Það eru haldnir landsfundir víðar en á Íslandi um helgina og á landsfundi borgarlega flokksins Venstre í Noregi var sú tillaga að leggja niður konungdæmi í Noregi samþykkt með meirihluta atkvæða. 14.4.2007 20:37
Sumarveður víða í Evrópu um helgina Sannkallað sumarveður hefur verið í vesturhluta Evrópu í dag og fór hitinn í Þýskalandi nærri því upp í 30 gráður þar sem heitast var. Þar hefur vorið verið einstaklega milt og íbúar helstu stórborga landsins nýtt sér það til að liggja í sólinni og leika sér úti við. 14.4.2007 20:15
Á þriðja tug látinn eftir skyndiflóð í Taílandi Að minnsta kosti 21 maður er látinn og fjölmargra er saknað eftir að skyndiflóð óð yfir tvo fossa í suðurhluta landsins í dag. Talið er að um 200 manns hafi verið við fossana Sairung og Praisawan þegar flóðið gekk yfir en það má rekja til mikilla ringning síðustu daga í fjalllendinu þar sem fossarnir eru. 14.4.2007 19:56
Kínverjar halda áfram með eigin GSP-kerfi Kínverjar skutu í gær á loft fjórða gervihnettinum fyrir GPS-leiðsögukerfi sitt. Kostnaður við þetta er gríðarlegur og það er þegar til alþjóðlegt gervihnattaleiðsögukerfi. 14.4.2007 19:45
Innflytjendur verða að læra frönsk gildi Nicolas Sarkozy hefur oftar en einusinni verið gagnrýndur fyrir ummæli sín um innflytjendur í Frakklandi. Það var því hent á lofti þegar hann sagði að innflytjendur yrðu að gera sér grein fyrir að í Frakklandi væri frönsk þjóðarvitund og frönsk gildi. 14.4.2007 19:00
Farþegalistinn af Titanic birtur á Netinu Farþegalistinnn af frægasta farþegaskipi heims, Titanic, var í dag birtur í fyrsta sinn á Netinu, 95 árum eftir að skipið steytti á ísjaka og sökk í Atlantshafið. Alls týndu ríflega 1500 manns lífi í slysinu í þessari jómfrúrferð Titanic frá Southampton til Bandaríkjanna en skipið var á sínum tíma talið ósökkvandi. 14.4.2007 17:09
Kasparov: Rússnesk yfirvöld sýndu sitt rétta andlit Garrí Kasparov, fyrrverandi heimsmeistari í skák og nú leiðtogi stjórnarandstöðuflokks í Rússlandi, sakaði rússnesk stjórnvöld um að brjóta á bak aftur með ólöglegum hætti mótmæli sem stjórnarandstæðingar höfðu boðað til í Moskvu í dag. Þá sagði hann Rússlandsstjórn hafa sýnt sitt rétta andlit með aðgerðunum í dag. 14.4.2007 16:29
Benedikt og Bush funda í júní George Bush Bandaríkjaforseti mun hitta Benedikt sextánda páfa í fyrsta sinn í júní. Frá þessu greindi Vatíkanið í dag. Forsetinn og páfinn ræða saman 9. og 10. júní eftir að Bush hefur sótt fund átta helstu iðnríkja heims í Þýskalandi. 14.4.2007 15:01
Vopnahlé framlengt í Úganda Ríkisstjórnin í Úganda og fulltrúar í Frelsisher Drottins samþykktu í dag að framlengja vopnahlé sem verið hefur í gildi á milli þeirra um tvo mánuði. Þá var jafnframt samþykkt að efna til friðarfundar 26. apríl í borginni Júba í suðurhluta landsins. 14.4.2007 14:30
Reynt að draga dráttarbát til hafnar á Hjaltlandseyjum Björgunarskip hóf í dag að reyna að bjarga norska dráttarbátnum Bourbon Dolphin, sem hvolfdi úti fyrir Hjaltlandseyjum í fyrrakvöld, til hafnar. Fimm Norðmannamanna er saknað eftir að bátnum hvolfdi, þar á meðal 15 mánaða drengs og föður hans. 14.4.2007 13:55
Mikill viðbúnaður vegna fylkisstjórakosninga í Nígeríu Mikill viðbúnaður er í borgum og bæjum í Nígeríu í dag vegna fylkisstjórakosninga sem þar fara fram. Litið er á kosningarnar sem prófstein fyrir forsetakosningar í landinu sem fram fara um næstu helgi í þessu fjölmennasta ríki Afríku. 14.4.2007 13:14
Göran Persson hættir þingmennsku Göran Persson, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar og formaður sænska jafnaðarmannaflokksins, hættir þingmennsku um næstu mánaðamót. 14.4.2007 12:45
Sjálfsmorðsárás í Casablanca í morgun Tveir sjálfsmorðsárásarmenn sprengdu sjálfa sig í loft upp nærri ræðismannsskrifstofu Bandaríkjanna í borginni Casablanca í Marokkó í morgun. Engan annan sakaði í árásinni. 14.4.2007 11:40
Kasparov sleppt úr haldi Rússneska lögreglan hefur sleppt Garrí Kasparov, fyrrverandi heimsmeistara í skák og einum af leiðtogum stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, úr haldi en hann var handtekinn í morgun í tengslum við mótmæli sem stjórnarandstæðingar hugðust efna til á Pushkin-torgi í Moskvu. 14.4.2007 11:30
Mikið mannfall í árás í Karbala í morgun Lögregla í hinni helgu borg Karbala hefur lýst yfir útgöngubanni og lokað öllum leiðum inn og út úr borginni eftir að hátt í fimmtíu manns létust og yfir 60 særðust í sjálfsmorðsárás í morgun. Árásarmaðurinn sprengdi sprengjuna við fjölfarna strætisvagnastöð nærri bænahúsi sjía í borginni þar sem barnabarn Múhameðs spámanns er sagt grafið. 14.4.2007 11:12
Lögreglan í Moskvu handtók 170 mótmælendur Lögregla í Moskvu segist hafa handtekið um 170 manns sem ætluðu að taka þátt í óheimilum mótmælum í borginni gegn stjórnvöldum. Eins og greint var frá fyrr í morgun var Garrí Kasparov, fyrrverandi heimsmeistari í skák og einn af leiðtogum stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, í hópi hinna handteknu. 14.4.2007 10:48