Fleiri fréttir

Hundóánægður

Hundur sem þýskur eigandi hafði skilið eftir heima, í hjólhýsahverfi, í Dresden var orðinn leiður á að hanga einn og fór að leika sér að heimilistækjunum. Meðal annars útvarpinu, sem allt í einu byrjaði að belja þungarokk yfir hverfið, á hæstu stillingu. Nágrannar brugðust ókvæða við og hringdu í lögregluna.

Nýju ári fangað með vatnsgusum

Taílendingar fagna í dag nýju ári en hátíðarhöld eru víða um landið af því tilefni. Sá siður er við lýði að fagna tímamótunum með því að hella vatni á náungann. Þetta má rekja til gamals helgisiðar sem átti að tryggja að vatn myndi ekki skorta svo að uppskera ársins yrði sem best.

Þrír starfsmenn í íraska þinghúsinu yfirheyrðir

Íraska þingið fordæmdi í morgun sjálfsmorðssprengjuárás sem gerð var í þinghúsinu í Bagdad í gær. Einn þingmaður lét lífið í árásinni og tuttugu og tveir særðust. Þrír starfsmenn mötuneytis þingsins hafa verið yfirheyrðir í morgun vegna árásarinnar.

Pólverjar íhuga bann við fóstureyðingum

Pólska þingið íhugar nú hvort herða eigi reglugerðir varðandi fóstureyðingar þar í landi. Reglur um fóstureyðingar eru nú þegar mjög strangar í Póllandi en útlit er fyrir að þær verði bannaðar með öllu.

Maradona aftur á sjúkrahús

Fyrrverandi knattsspynugoðið Diego Armando Maradona var fluttur aftur á sjúkrahús í dag, að því er argentínskir fjölmiðlar greina frá. Mun hann hafa þjáðst af kviðverkjum og var hann því sendur á sjúkrahús í Búenos Aíres. Hann mun þó ekki vera í lífshættu.

Tyrkneska herstjórnin vill ráðast inn í Írak

Yfirmaður Tyrkneska herráðsins sagði í gær að frá hernaðarsjónarmiði væri nauðsynlegt að ráðast gegn kúrdiskum uppreisnarmönnum í Norður-Írak. Tyrkir hafa gert margar slíkar árásir á umliðnum árum, en ekki síðan bandamenn hernámu Írak árið 2003. Yfirmaður herráðsins tók fram að ekki hefði enn verið farið fram á það við stjórnvöld að þau leyfðu herför inn í Írak.

Tuttugu grunaðir fjöldamorðingjar í Noregi

Norska lögreglan er nú að rannsaka fortíð allt að tuttugu manna frá Rúanda sem búa í Noregi. Þeir eru grunaðir um að hafa tekið þátt í fjöldamorðunum í heimalandi sínu árið 1994. Norsk yfirvöld hafa fengið upplýsingar um fólkið frá yfirvöldum í Rúanda.

Hjálp - hún er handjárnuð við rúmgaflinn

Ástaleikurinn fékk vandræðanlegan endi hjá pari í Borås, í Svíþjóð í gær. Handjárnin fóru í baklás og konan var föst við rúmgaflinn. Eftir að hafa reynt allt sem þeim datt í hug, var ekki um annað að ræða en hringja í lögregluna, sem kom fljótlega á vettvang.

Handleggurinn kominn á aftur

Læknar á Tævan hafa grætt handlegginn aftur á dýralækninn Chang Po-yo, en 200 kílóa Nílar krókódíll reif hann af honum í gær. Krókódíllinn var eitthvað veikur og Chang skaut í hann pílu með deyfilyfjum til þess að geta gefið honum lyf. Þegar hann hélt að skepnan væri sofnuð stakk hann handleggnunum í gegnum netgirðingu til þess að ná í píluna.

Átök á milli lögreglu og innflytjenda

Óeirðalögreglu í Mílanó á Ítalíu lenti í gærkvöldi saman við kínverska innflytjendur. Mótmælin voru tilkomin vegna þess sem þeir segja kynþáttamisréttis. Fleiri en 100 kínverjar tóku þátt í mótmælunum og þurftu um 20 manns að leita á sjúkrahús eftir átökin.

Útvarpsmaður rekinn vegna niðrandi ummæla

Bandaríska útvarps- og sjónvarpsstöðin CBS hefur rekið einn af þáttastjórnendum sínum, Don Imus, eftir að hann gerðist sekur um að úthúða körfuboltaliði svartra stúlkna vegna kynþáttar þeirra. Hann kallaði þær „heysátu-hórur“ (e. nappy-headed ho´s) en nappyhead er niðrandi orðatiltæki um hár svartra og ho er slangur yfir hórur.

Þrír norskir sjómenn látnir

Þrír norðmenn létust og fimm er enn saknað eftir að dráttarbáturinn Bourbon Dolphin hvolfdi rétt 75 sjómílum norðan við Hjaltland. Fyrr í kvöld var sjö manns bjargað. Tvær þyrlur, kafarar og þrjú skip eru á svæðinu að leita en standgæslan segir sjóinn vera orðin það kaldan og myrkrið orðið of mikið til þess halda áfram. Leit hefst aftur í fyrramálið. Ekki er vitað með vissu af hverju bátnum hvolfdi.

Lekandi orðinn að vandamáli í Bandaríkjunum

Læknar virðast hættir að geta læknað kynsjúkdóminn lekanda ef marka má nýjustu rannsóknir smitsjúkdómadeildar Bandaríkjanna. Tilfellum hefur fjölgað frá því að vera aðeins 1% smitaðir yfir í að verða 13% á aðeins síðustu fimm árum. Ástæðan er talin vera sú að læknar eru nú í auknum mæli farnir að láta fólk fá of sterkt pensillín við kvefi og öðrum slíkum kvillum. Af þeim sökum byggir líkaminn upp mótefni við pensillíninu og það hættir að virka. Yfirmaður smitsjúkdómadeildar Bandaríkjanna segir að nú þurfi að fara gefa enn sterkari lyf við kynsjúkdómum en áður til þess að lækna þá. Þess má geta að lekandi er ekki landlægur kynsjúkdómur hér á landi en nokkur tilvik koma alltaf upp á ári hverju.

Ráðist á sjálft þinghúsið

Átta biðu bana og fjölmargir slösuðust þegar öflug sprengja var sprengd í þinghúsinu í Bagdad í dag. Árásin er reiðarslag fyrir íröksku stjórnina og þau ríki sem hernámu landið því hún er táknræn fyrir hversu ástandið þar er slæmt og hve máttlítil yfirvöld eru í baráttu sinni við uppreisnarmenn.

Kjúklingar komnir af risaeðlum

Vísindamenn hafa fundið fyrstu merki þess að risaeðlan Tyrannosaurus rex sé fjarskyldur frændi hænunnar. Eru þetta fyrstu handbæru merkin sem tengja risaeðlur og fugla saman, segir vísindamaður við Harvard háskóla í Bandaríkjunum. Upplýsingar þessar fengust með því að rannsaka prótein úr beinmerg úr 68 milljón ára gömlu beini. Vísindamenn hafa löngum haldið því fram að fuglarnir eins og við þekkjum þá í dag séu komnir af risaeðlum og er þetta því mikið gleði efni en hingað til hefur ekki verið hægt að finna nýtanlegan beinmerg til þess að vinna úr.

Karlmaður í Ohio ákærður fyrir tengsl við al-QaIda

Bandaríska alríkisrlögreglan hefur ákært mann á fimmtugsaldri frá Ohio fyrir að vera félagi í al-Qaida hryðjuverkasamtökunum og leggja á ráðin um sprengjuárásir í bæði Bandaríkjunum og Evrópu. Maðurinn, Christopher Paul, var handtekinn í gær eftir að lögregla hafði fylgst með honum í fjögur ár.

Kuldakast í miðvesturríkjum Bandaríkjanna

Kuldakast sem gengur yfir miðvesturríki Bandaríkjanna hefur valdið töluverðum usla ríkjunum bæði í dag og í gær. Segir á vef USA Today að rekja megi sex dauðsföll í umferðinni til mikillar hálku á vegum úti og þá hefur hundruðum flugferða verða verið frestað vegna ofankomu.

Verðhrun á sumarhúsum í Danmörku

Verð á sumarhúsum í Danmörku hefur farið hríðlækkandi að undanförnu og þá mest á vinsælustu svæðunum. Verðlækkunin er að mestu rakin til spákaupmennsku en margir hafa viljað græða á kaupum og sölum á sumarhúsum.

Einkaflugvél nauðlenti í Stokkhólmi

Einn maður slasaðist alvarlega og þrír lítillega þegar einkaflugvél nauðlenti í Stokkhólmi um miðjan dag í dag. Eftir því sem sænskir miðlar greina frá var um að ræða fjögurra sæta Piper PA 28 flugvél en flugmaður hennar tilkynnti um vélarvandræði skömmu eftir að hún hafði tekið á loft frá Bromma-flugvelli.

Kafbátur fyrir almenning

Bandaríska fyrirtækið US Submarine framleiðir kafbáta af ýmsum stærðum og gerðum fyrir almenning. Nýjasta faratækið er sannkaðaður lúxusdallur. Báturinn er 65 metra langur og með þrjú þilför. Hann er því aðeins átta metrum styttri en risaflugvélin Airbus 380. Báturinn ber tegundarnafnið Phoenix 1000.

Árás í þingi glæpaverk hugleysingja

Nouri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, lýsti árásinni í írakska þinginu í Bagdad í morgun sem glæpaverki hugleysingja og sagði að hún myndi ekki draga kjarkinn úr írökskum þingmönnum. Að minnsta kosti tveir írakskir þingmenn eru nú sagðir látnir og vel á annan tug manna særður eftir árásina sem var í kaffiteríu í írakska þinginu.

Ekki gefa konum langt nef

Tvær Saudi-Arabiskar eiginkonur reiddust eiginmanni sínum svo mjög, þegar hann sagðist ætla að kvænast þriðju konunni, að þær réðust á hann og bitu hann í nefið. Judaie Ibn Salem hélt að hann gæti leyst deilu um skiptingu á heimilisplássinu, með hótun um þriðju eiginkonuna. Það varð þó aðeins til þess að magna deiluna.

900 krónur til Bandaríkjanna

Stjórnendur Ryanair eru að undirbúa stofnun systurflugfélags til að hefja flug til Bandaríkjanna með 30-50 véla flugflota. Ryanair, sem er stærsta lággjaldaflugfélag Evrópu, ætlar að hefja þetta flugið á næstu þrem til fjórum árum. Michael O'Leary, forstjóri Ryanair segir að farmiðarnir muni kosta allt niður í tæpar níuhundruð íslenskar krónur.

ACHTUNG !

Lucio býr í Aubstadt í suðurhluta Þýskalands. Hann skildi ekkert í því þegar hann fékk kvaðningu frá þýska hernum um að hann ætti að mæta til herþjónustu innan tíu daga. Ellegar hefði hann verra af. Lucio skilur satt að segja afskaplega lítið í flestum hlutum því hann er ekki nema fjögurra vikna gamall.

Náðar veggjakrotara í Taílandi

Bhumibol Adulyadej, konungur Taílands, náðaði í morgun Svisslendinginn Oliver Rudolf Jufer sem á dögunum var dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir vanvirðu við konung.

Fyrrverandi heimsmethafi í köfun drukknar

Franski kafarinn Loic Leferme lét lífið í morgun þegar hann var við köfunaræfingar án súrefnisútbúnaðar nærri frönsku borginni Nice. Þessi fyrrum heimsmethafi í loftfirrðri köfun virðist hafa misst meðvitund á talsverðu dýpi.

Rússland ekki á meðal lýðræðisríkja

Rússland og Írak fá ekki aðgöngu að samtökum lýðræðisríkja. Alþjóðleg nefnd sérfræðinga mun tilkynna það í næstu viku. Bandaríkin áttu frumkvæði að stofnun hópsins og á hann að stuðla að auknu frjálsræði í stjórnmálum. Sérfræðinganefndin mun mæla með því að 100 ríki verði boðuð til ráðherrafundar lýðræðisríkja en hann verður haldinn í borginni Bamoko í Malí.

Tívolí opnað um næstu helgi

Tívolí í Kaupmannahöfn verður opnað um næstu helgi og að venju er þar að finna ýmsar nýjungar. Nú gefst börnum á öllum aldri til dæmis tækifæri til þess að sigla umhverfis jörðina með Nemo, skipstjóra á kafbátnum Nautilusi. Í þessum nýja rússíbana er gusugangur, risakolkrabbar og einir tólf kafbátar.

Krókódíll reif handlegg af dýralækni

Stór krókódíll beit handlegginn af dýralækni í dýragarði í Tævan, í gær. Dýralæknirinn var að svæfa skepnuna og hafði skotið í það pílu með deyfilyfjum. Þegar krókódíllinn var kyrr orðinn, gekk læknirinn að honum til þess að fjarlægja píluna. En krókódíllinn snarsneri sér þá og reif af honum handlegginn.

Sprenging í írakska þinginu

Mikil sprenging varð í írakska þinghúsinu rétt í þessu og talið er að fjölmargir hafi látið lífið. Vitni sögðu að svo virtist sem sprengingin hefði átt sér stað á veitingastað í þinghúsinu þegar margir þingmenn voru á staðnum. Sky News segja að sex þingmenn hafi látið lífið og fjölmargir særst. Í ljós hefur komið kom að sjálfsmorðssprengjumaður var að verki.

Strætóbílstjórar í bæjum í Danmörku leggja niður vinnu

Strætisvagnasamgöngur liggja niðri í fjölmörgum bæjum á Jótlandi og á Borgundarhólmi í dag vegna mótmæla strætisvagnabílstjóra. Þeir eru ósáttir við að fá ekki sömu laun og starfsbræður þeirra í Kaupmannahöfn og nágrenni.

Vill fækka sólarlandaferðum

Leiðtogi norska Vinstri flokksins vill að Norðmenn fækki sólarlandaferðum sínum niður í mest eina á ári, til þess að draga úr gróðurhúsaáhrifum. Landsfundur flokksins hefst í Bergen á morgun og Lars Sponheim segir að þar verði umhverfismálin efst á dagskrá. Hann húðskammar ríkisstjórnina fyrir slælega frammistöðu og segir að almenningur verði að færa fórnir.

Hársbreidd frá því að skjóta niður farþegaþotu

Það munaði ekki nema hársbreidd að ísraelskar orrustuþotur skytu niður bandaríska farþegaflugvél sem var að fara að lenda í Tel Aviv, í gær. Þotan var frá Continental Airlines. Flugmönnunum láðist að tilkynna komu sína inn í ísraelska lofthelgi. Flugumferðarstjórar kölluðu vélina margsinnis upp, en þegar hún svaraði ekki voru fjórar orrustuþotur sendar á móti henni.

Elbaradei segir ástæður Írana áhyggjuefni

Mohamed Elbaradei, yfirmaður Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar (IEAE), sagði í dag að Íranar væru enn á byrjunarstigum úranframleiðslu. „Það er hægt að skilgreina hvað stórframleiðsla sé á mismunandi vegu. En Íranar hafa rétt hafið vinnu á kjarnorkustöð þar sem hægt er að auðga úrani.“ sagði Elbaradei við fréttamenn.

Gerðu loftárás á talibana

Bandaríkjaher felldi nokkra tugi talibana í loftárás í suðurhluta Afganistan í gær. Árásin var gerð þegar talibanar sátu fyrir stjórnarhernum í Afganistan á leið þeirra frá Kabúl til Kandahar. Enginn liðsmaður hersins féll í loftárásunum. Embættismenn í Afganistan skýrðu frá þessu í morgun.

Gerber og Nestle í eina sæng

Swisslenska fyrirtækið Nestle hyggst tilkynna kaup á Bandaríska barnamats merkinu Gerber í dag. Tilboðið hljómar upp á 5 milljarða Bandaríkjadollara. Snemma á tíunda áratugnum reyndi Nestle að kaupa Gerber fyrir 2,5 milljarða en kaupin gengu ekki eftir. Með kaupum á Gerber vill Nestle bæta ímynd sína og komst inn á hollari markað en þeir hafa hingað til verið á. Gerber er nú í eigu lyfjafyrirtækisins Novartis.

Brasilísk flugmálayfirvöld telja flug vera öruggt

Flugmálayfirvöld í Brasilíu telja flug á þeirra yfirráðasvæði vera örugg, þrátt fyrir að flugturnar þeirra séu undirmannaðir og að þangað vanti nýrri tæki. Nú þegar hafa flugumferðastjórar farið einu sinni í verkfall og þeir hóta að gera það aftur en ekkert breytist.

AC Milan og Liverpool í undanúrslit Meistaradeildarinnar

AC Milan mætir Manchester United í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu eftir að ítalska liðið lagði Bayern München 2-0 í seinni leik liðanna í Þýskalandi í kvöld. Þá tryggði Liverpool sér einnig sæti í undanúrslitunum með því að leggja hollenska liðið PSV Eindhoven 1-0 á Anfield í kvöld. Þar mætir liðið Chelsea líkt og í undanúrslitum keppninnar 2005.

Saka Írana um að vopnbúa uppreisnarmenn súnnía

Talsmaður Bandaríkjahers sakaði í dag Írana um að um sjá uppreisnarmönnum úr röðum súnnía í Írak fyrir vopnum í baráttu sinni. Þetta er í fyrsta sinn sem Bandaríkjaher heldur slíku fram en áður höfðu Bandaríkjamenn sakaða Írana, sem eru langflestir sjíar, um að sjá sjíum í Írak fyrir vopnum.

Fílsunginn trekkir að

Fjöldi fólks hefur lagt leið sína í dýragarðinn í Hamborg í Þýskalandi undanfarinn sólarhring til að berja augum lítinn fílskálf sem kom þar í heiminn í gær. Litli fíllinn er reyndar ekkert mjög lítill því fæðingarþyngd hans var 86 kíló og stærðin yfir herðakambinn 96 sentimetrar.

Sjá næstu 50 fréttir