Fleiri fréttir Íranar segja sjóliðana ljúga Írönsk sjónvarpsstöð hefur birt myndbandsupptökur af bresku sjóliðunum sem voru í haldi, þar sem þeir sjást tefla, spila borðtennis og horfa á sjónvarpið. Stjórnvöld í Teheran segja myndbandið sýna að fullyrðingar um að sjóliðarnir hafi verið beittir harðræði haldi ekki vatni. 9.4.2007 09:52 Slóveni lýkur Amazon sundi Rúmlega fimmtugur Slóveni afrekaði um helgina fyrstur allra að synda niður Amazon fljótið eins og það leggur sig. Slóveninn var skiljanlega hálf vankaður þegar hann kom á leiðarenda, enda meira en fimm þúsund kílómetrar að baki og mikil og hörð barátta við ofskynjanir, örmögnun og pírana fiska. 9.4.2007 09:47 Sjíar mótmæla hersetu Bandaríkjanna Tugþúsundir Sjía gengu morgun fylktu liði um götur Najaf í Írak til að mótmæla hersetu Bandaríkjamanna. Í dag eru fjögur ár liðin frá því bandarískar hersveitir náðu höfuðborginni Baghdad á sitt vald, en afmælisveislan er í daprara lagi. 9.4.2007 09:42 Talibanar myrtu gísl Uppreisnarmenn úr röðum Talibana skáru afganskan túlk á háls í gær. Uppreisnarmennirnir höfðu áður sleppt ítölskum blaðamanni sem túlkurinn vann með í Afghanistan. Þeir kröfðust þess að stjórnvöld í landinu létu nokkra uppreisnarmenn lausa úr fangelsum landsins, ef túlkurinn ætti að komast lífs af. 9.4.2007 09:37 Róstursamt í Írak í dag Að minnsta kosti þrjátíu létust í átökum í Írak í dag. Á meðal látinna eru fimmtán almennir borgarar sem létust í bílsprengju í Mahmoudiyah suður af Bagdad höfuðborg Íraks. 8.4.2007 18:15 Íranar brýna klærnar Íranar hafa varað Íraka við því að það geti haft alvarleg áhrif á samskipti landanna ef fimm Íranar sem Bandaríkjamenn handtóku verði ekki látnir lausir. Talið er að það hafi verið vegna þessarra manna sem Íranar ráku flugvél forsætisráðherra Íraks út úr lofthelgi sinni um helgina. 8.4.2007 16:01 Bílar bannaðir í Bagdad Öll bílaumferð verður bönnuð í 24 klukkustundir á morgun, þegar fjögur ár eru liðin frá því borgin féll í hendur Bandaríkjanna. Þetta er gert til að koma í veg fyrir hryðjuverk, en bílsprengjur eru vinsælt vopn hjá upopreisnarmönnum. Bannið stendur frá klukkan fimm í fyrramálið til klukkan fimm að morgnu þriðjudags. 8.4.2007 15:16 Ungfrú Marple lifir Þegar vistfólkið á elliheimili í Saalfield í Þýskalandi var orðið hvekkt á peningaþjófnuðum, ákvað 95 ára gömul kona í þess hópi að taka til sinna ráða. Hún skildi eftir seðlabúnt á borðinu í herbergi sínu og faldi sig svo á baðherberginu til að sjá hvað gerðist. Fylgdist með í gegnum skráargatið. 8.4.2007 14:29 Kona í djúpum..... Kínversk kona bjargaðist á....undursamlegan ?...hátt þegar hún féll af svölum íbúðar sínnar á sjöttu hæð, í fjölbýlishúsi. Konan var að hengja út þvott, þegar hún missti jafnvægið og hrapaði til jarðar. Það vildi henni til lífs að það var einmitt verið að hreinsa rotþró hússins. 8.4.2007 14:07 Castro byrjaður að blogga Fidel Castro, er ekki alveg risinn upp af sjúkrabeðinu en hann er byrjaður að blogga í dagblaðinu Granma, sem er málgagn kúbverska kommúnistaflokksins. Varla kemur á óvart að í hans fyrsta bloggi skammar hann Bandaríkin blóðugum skömmum. Hann fjallar um áætlun Bandaríkjamanna um etanol framleiðslu til að knýja bíla, en til framleiðslu þess er notað korn sem ella færi til manneldis. 8.4.2007 13:36 Neyðarkall frá Karolinska -læknar þustu að úr öllum áttum Neyðarástand skapaðist þegar allt rafmagn fór af Karólinska háskólasjúkrahúsinu í Huddinge, í Svíþjóð í gær. Sérstaklega átti það við um gjörgæsludeild fyrir nýfædd börn sem voru í súrefniskassa. Vararafhlöðurnar þar tæmdust á aðeins fimmtán mínútum. Sent var út neyðarkall um neyðarboðleiðir sjúkrahússins og læknar og hjúkrunarfólk þusti að úr öllum áttum til þess að halda súrefniskössunum gangandi með handdælum. 8.4.2007 13:12 Sjóliðarnir græða á sögu sinni Bresku sjóliðunum fimmtán sem fangaðir voru af Írönum hefur verið gefið leyfi til að selja fjölmiðlum sögu sína. Breskir fjölmiðlar telja að greiðslur til þeirra vegna þessa muni nema milljónum íslenskra króna. 8.4.2007 12:18 Páfi harmar blóðbaðið í Írak Ekkert jákvætt gerist í Írak og blóðbaðið þar virðast engan enda ætla að taka. Þetta sagði Benedikt páfi sextándi í tilfinningaþrungnu páskaávarpi sínu í morgun. Hann harmaði hversu víða þjáningar er að finna í heiminum. 8.4.2007 12:08 Handtekinn vegna morðs á verðandi móður 8.4.2007 11:48 Engin frí á kristnum hátíðum Leiðtogi hægri manna í Noregi vill afnema frí á páskum og öðrum kristnum helgidögum ef kemur til aðskilnaðar ríkis og kirkju. Rune Aale Hansen segir að þá verði óeðlilegt að hafa sérstaka trúarlega sem aðeins tengist einni trú. Spurningin verði þá hvort Norðmenn fari eins að og Bandaríkjamenn og Frakkar, sem hafa afnumið frí á mörgum helgidögum. 8.4.2007 11:36 Bresku sjóliðarnir fá að selja sögu sína Bresku sjóliðarnir fimmtán sem fangaðir voru af Írönum gætu fengið yfir þrjátíu milljónir króna fyrir að sögu sína hjá fjölmiðlum. Breskir hermenn mega ekki selja sögur sínar, en varnarmálaráðneytið ákvað að gefa undanþágu sökum sérstakra aðstæðna. 8.4.2007 09:51 Vilhjálmur Bretaprins syrgir vinkonu Ung kona, sem lést þegar vegsprengja sprakk í Írak á fimmtudaginn, var náin vinkona Vilhjálms Bretaprins. Konan, sem var tuttugu og fjögurra ára, var meðal bresku hermannanna fjögurra sem létu lífið í árás á eftirlitstöð þeirra í Basra í Írak. 8.4.2007 09:44 Flugvél forsætisráðherra gerð afturræk Íranar neituðu að leyfa flugvél Nuris al-Malikis, forsætisráðherra Íraks, að fljúga um lofthelgi sína, í nótt. Forsætisráðherrann var á leið í opinbera heimsókn til Asíu. Flugvél hans var kominn inn í Íranska lofthelgi þegar flugmaðurinn fékk fyrirmæli um að snúa aftur og fara út úr lofthelginni. 8.4.2007 09:09 Vilja 1300 fanga fyrir ísraelska hermanninn Hamas samtökin hafa lagt fram lista með nöfnum 1300 Palestínumanna sem þeir krefjast að verði látnir lausir í skiptum fyrir ísraelska hermanninn Gilad Shalit, sem var rænt fyrir tíu mánuðum. Talsmaður Hamas segir að listinn hafi verið afhentur Egyptum og að þetta sé skýr vísbending um að hreyfing sé að komast á málið. 8.4.2007 08:59 Malasía hatar Jeremy Clarkson 7.4.2007 20:54 Sérsveit gegn þjófum frá Austur-Evrópu Norska lögreglan er að stofna sérsveit sem hefur það verkefni að uppræta innbrots- og þjófagengi frá Austur-Evrópu. Mikið er um slík gengi í Noregi og Svíþjóð. Sum þeirra koma sér upp höfuðstöðvum á afskekktum stöðum í löndunum tveimur og fara þaðan í ránsleiðangra. 7.4.2007 20:26 Miskunsamir Rússar Rússar gera um páskana lítillega undanþágu á flugbanni sínu á nágrannaríkið Georgíu. Þrem flugvélum er leyft að fljúga á milli Tblisi og Moskvu. Farþegarnir eru Georgíumenn sem fá að heimsækja ættingja sína í Rússlandi. Rússar settu flugbann á Georgíu fyrir sex mánuðum, eftir að þrír Rússar voru handteknir þar í landi, sakaðir um njósnir. 7.4.2007 19:52 Fimmti ferðamaðurinn til að fara út í geiminn Miljarðamæringurinn Charles Simonyi varð í dag fimmti ferðamaðurinn til að fara út í geiminn. Simonay var um borð í rússneskri soyuz geimflaug sem skotið var á loft í Kazakstan. 7.4.2007 18:53 Páskaeggjaleit á hafsbotni Íbúar í Flórída í Bandaríkjunum geta í ár tekið þátt óvenjulegri páskaeggjaleit. Verslun nokkur ákvað að bregða á leik og faldi páskaegg, á tuttugu og fimm metra dýpi, á friðuðu hafsvæðin undan ströndum Flórída. 7.4.2007 17:55 Yfirmenn gríska skemmtiferðaskipsins ákærðir Skipstjóri og fimm yfirmenn gríska skemmtiferðaskipsins sem fórst á gríska Eyjahafinu í fyrradag hafa verið ákærðir fyrir vanrækslu. Tveggja er enn saknað en um sextán hundruð manns voru um borð í skipinu. 7.4.2007 17:50 Karlmenn umburðarlyndir gagnvart brjóstagjöf Yfirgnæfandi meirihluti Dana telur að það sé ekkert athugavert við að mæður gefi börnum sínum brjóst á opinberum stöðum. Enginn er hissa á því, en það sem kannski kemur á óvart er að danskir karlmenn eru nokkuð umburðarlyndari í þessum málum en konur. 7.4.2007 17:43 Kommúnistar átu kanínurnar mínar Þýski kanínuræktandinn Karl Szmolinsky hefur áhyggjur af því að háttsettir embættismenn í Norður-Kóreu hafi étið risakanínurnar sem hann seldi þeim til undaneldis, á síðasta ári. Karl hefur ræktað kanínur í 47 ár og unnið til fjölda verðlauna. Kanínurnar sem hann ræktar eru risastórar og mjög matarmiklar. 7.4.2007 16:29 Hatast við sænsku konungsfjölskylduna Sænska konungsfjölskyldan hefur leitað lögfræðiráðgjafar vegna hatursfullrar heimasíðu sem bandarískur bókstafstrúarsöfnuði hefur haldið úti í tvö ár. Ástæðan fyrir þessu hatri er sú að fyrir tveim árum var sænskur prestur sakfelldur fyrir að espa til haturs gegn samkynhneigðum. Á heimasíðunni er Karl Gústaf meðal annars kallaður konungur kynvilltra hóra. 7.4.2007 16:12 Ungir Danir falla á ríkisborgaraprófi -vilt þú reyna ? Tuttugu og tvö prósent Dana á aldrinum 18-25 ára falla á prófi sem innflytjendur þurfa að standast til þess að fá ríkisborgararétt. Leitað var til meira en 7000 Dana á þessum aldri og prófspurningarnar lagðar fyrir þá. Spurningarnar eru 40 talsins og menn þurfa að svara minnst 28 rétt til þess að standasst prófið. 7.4.2007 14:20 Abbas skipar öryggissveitum að stöðva eldflaugaskot 7.4.2007 13:25 Sakar breska herinn um að leikstýra sjóliðunum Talsmaður íranska utanríkisráðuneytisins sakar breska herinn um að leikstýra bresku sjóliðunum sem teknir voru fyrir meint landhelgisbrot í íranskri lögsögu. Leiksýning hafi verið sett á svið á blaðamannafundi í gær en hún breiði ekki yfir þá staðreynd að hermennirnir hafi verið í óleyfi í íranskri lögsögu. 7.4.2007 12:33 Páfi bað fólk um að sýna samúð Krossfestingar Jesú Krists var minnst víða um heim í gær. Í táknrænni athöfn sem haldin var í Róm bað páfi um að þeim sem þjást yrði sýnd samúð. 7.4.2007 12:28 Tveir hafa látið lífið í árásum í Lundúnum Tveir hafa látið lífið í árásum í Lundúnum síðastliðinn sólarhring. Rúmlega tvítug ólétt kona var skotin til bana og fjórtán ára piltur lét lífið eftir hnífsstungu. 7.4.2007 12:17 Banvæn forvitni Sextán manns fórust og fjölmargir slösuðust þegar jeppi sprakk í loft upp í Tamil Nadu héraði á Indlangi í dag. Þetta er ekki hryðjuverk heldur slys. Jeppinn var að flytja sprengiefni og var yfirhlaðinn. Vélin ofhitnaði svo að það kviknaði í henni. 7.4.2007 11:35 Vill að Bretar séu jákvæðir Sendiherra Írana í Lundúnum segir Breta eiga að bregðast jákvætt við lausn sjóliðanna fimmtán. Sjóliðarnir voru í haldi Írana í tæpar tvær vikur. Þeir sögðu á blaðamannafundi í gær að þeir hefðu verið beittir harðræði af Írönum. 7.4.2007 09:58 Stunginn til bana í fjöldaslagsmálum í Álaborg Rúmlega tvítugur maður lét lífið eftir að hafa verið stunginn í slagsmálum á skemmtistað í Álaborg í Danmörku í nótt. Flytja þurfti sex aðra á slysadeild eftir slagsmálin, tveir þeirra eru í lífshættu. Lögreglan hefur handtekið einn vegna málsins. 7.4.2007 09:56 Loftárásir gerðar á Gasasvæðinu Ísraelsmenn gerðu í morgun loftárásir á byggingar nærri Jabaliya flóttamannabúðunum á Gasasvæðinu. Tuttugu og tveggja ára karlmaður lét lífið. Maðurinn tilheyrði herskáum samtökum en Ísraelar telja að Palestínumenn hafi skotið flugskeytum á Ísrael frá svæðinu. 7.4.2007 09:50 Feðgina saknað eftir að ferja strandaði Franskra feðgina er saknað eftir að stórt skemmtiferðaskip strandaði við grísku eyjuna Santorini í nótt. Sextán hundruð manns voru um borð í skipinu. Farþegar og áhöfn voru þegar í stað flutt í annað skip, en fljótlega kom í ljós að tvo farþega vantaði, Fjörutíu og fimm ára franskan karlmann og dóttur hans. Eiginkonu mannsins og syni var hins vegar báðum bjargað. Ferðamálaráðherra Grikklands segir að þeim sem beri ábyrgðina á slysinu verði refsað harkalega fyrir atvikið. 6.4.2007 18:17 Íranar segja yfirlýsingu sjóliða hreinan tilbúning Íranar gagnrýna yfirlýsingu bresku sjóliðanna 15 frá því fyrr í dag harðlega og segja hana hreinan tilbúning. Þeir segja yfirlýsinguna vera gerða til að hylma yfir mistök hersins og að sjóliðarnir hafi verið á írönsku hafsvæði. Þetta segir í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti Írans sem Reuters-fréttastofan fékk með símbréfi. Sjóliðarnir héldu því fram að Íranar hefðu beitt þá harðræði í varðhaldi, bundið fyrir augu þeirra, haldið fyrir þeim vöku, geymt þá í einangrun og neytt þá til að játa að þeir hefðu verið í óleyfi á írönsku hafsvæði. 6.4.2007 17:26 Norður-Kóreumenn geta loks fengið peningana sína Bandaríkjamenn segjast hafa fundið leið til þess að koma fjármunum sem stjórnvöld í Norður-Kóreu eiga á bankareikningi í Macau í hendur eigendanna. Peningarnir hafa legið frystir á bankareikningum vegna efnahagsþvingana en það var eitt skilyrði Norður-Kóreumanna fyrir kjarnorkuafvopnun að peningarnir fengjust lausir. 6.4.2007 15:15 Sjóliðar voru beittir harðræði í Íran Bresku sjóliðarnir 15 segjast hafa verið beittir harðræði í varðhaldi í Íran. Þeir segja að bundið hafi verið fyrir augu þeirra, þau sett í einangrun og þeim hótað allt að sjö ára fangelsisvist. Sjóliðarnir hafa verið látnir lausir og héldu blaðamannafund heima í Bretlandi í dag. 6.4.2007 15:10 Karzai vill ræða við talibana Hamid Karzai, forseti Afganistan hefur átt í beinum viðræðum við uppreisnarmenn talibana um að koma á varanlegum friði í landinu. Þetta viðurkenndi Karzai fyrst í dag. Talibanar hafa gefið yfirlýsingar þar sem þeir segjast nú búa sig undir mikla og blóðuga sókn með vorinu, en ofbeldið hefur magnast í landinu undanfarna mánuði. 6.4.2007 14:01 Lögregluyfirvöld í Róm verja hegðun lögreglumanna Yfirmenn lögreglunnar í Róm verja hegðun lögreglumanna borgarinnar eftir að slóst í brýnu með þeim og stuðningsmönnum Manchester United eftir leik þeirra við Rómverja í Meistaradeild Evrópu á miðvikudaginn. Þeir segja viðbrögð lögreglumannanna hafa verið eðlileg og að stuðningsmennirnir hafi stofnað til vandræðanna. Stuðningsmennirnir kvörtuðu undan tilhæfulausum árásum lögreglumanna eftir leikinn, sem Manchester tapaði 2-1. UEFA, knattspyrnubandalag Evrópu rannsakar nú málið og gætu bæði félögin átt yfir höfði sér refsingar. 6.4.2007 13:48 Krossfesta sig til að minnast pínu Krists Milljónir manna um heim allan minnast í dag krossfestingar Jesú Krists. Hvergi er jafnlangt gengið og á Fillipseyum, þar sem rúmur tugur manna lætur krossfesta sig í dag, auk þess sem hundruðir til viðbótar húðstrýkja sig. 6.4.2007 12:15 Loftslagsbreytingar þegar haft varanleg áhrif Lofstslagsbreytingar hafa þegar haft veruleg og varanleg áhrif á vistkerfi heimsins samkvæmt nýrri skýrslu vísindanefndar Sameinuðu Þjóðanna. Alþjóða Rauði Krossinn segir að skýrslan feli í sér varnaðarorð til ríkisstjórna. 6.4.2007 11:45 Sjá næstu 50 fréttir
Íranar segja sjóliðana ljúga Írönsk sjónvarpsstöð hefur birt myndbandsupptökur af bresku sjóliðunum sem voru í haldi, þar sem þeir sjást tefla, spila borðtennis og horfa á sjónvarpið. Stjórnvöld í Teheran segja myndbandið sýna að fullyrðingar um að sjóliðarnir hafi verið beittir harðræði haldi ekki vatni. 9.4.2007 09:52
Slóveni lýkur Amazon sundi Rúmlega fimmtugur Slóveni afrekaði um helgina fyrstur allra að synda niður Amazon fljótið eins og það leggur sig. Slóveninn var skiljanlega hálf vankaður þegar hann kom á leiðarenda, enda meira en fimm þúsund kílómetrar að baki og mikil og hörð barátta við ofskynjanir, örmögnun og pírana fiska. 9.4.2007 09:47
Sjíar mótmæla hersetu Bandaríkjanna Tugþúsundir Sjía gengu morgun fylktu liði um götur Najaf í Írak til að mótmæla hersetu Bandaríkjamanna. Í dag eru fjögur ár liðin frá því bandarískar hersveitir náðu höfuðborginni Baghdad á sitt vald, en afmælisveislan er í daprara lagi. 9.4.2007 09:42
Talibanar myrtu gísl Uppreisnarmenn úr röðum Talibana skáru afganskan túlk á háls í gær. Uppreisnarmennirnir höfðu áður sleppt ítölskum blaðamanni sem túlkurinn vann með í Afghanistan. Þeir kröfðust þess að stjórnvöld í landinu létu nokkra uppreisnarmenn lausa úr fangelsum landsins, ef túlkurinn ætti að komast lífs af. 9.4.2007 09:37
Róstursamt í Írak í dag Að minnsta kosti þrjátíu létust í átökum í Írak í dag. Á meðal látinna eru fimmtán almennir borgarar sem létust í bílsprengju í Mahmoudiyah suður af Bagdad höfuðborg Íraks. 8.4.2007 18:15
Íranar brýna klærnar Íranar hafa varað Íraka við því að það geti haft alvarleg áhrif á samskipti landanna ef fimm Íranar sem Bandaríkjamenn handtóku verði ekki látnir lausir. Talið er að það hafi verið vegna þessarra manna sem Íranar ráku flugvél forsætisráðherra Íraks út úr lofthelgi sinni um helgina. 8.4.2007 16:01
Bílar bannaðir í Bagdad Öll bílaumferð verður bönnuð í 24 klukkustundir á morgun, þegar fjögur ár eru liðin frá því borgin féll í hendur Bandaríkjanna. Þetta er gert til að koma í veg fyrir hryðjuverk, en bílsprengjur eru vinsælt vopn hjá upopreisnarmönnum. Bannið stendur frá klukkan fimm í fyrramálið til klukkan fimm að morgnu þriðjudags. 8.4.2007 15:16
Ungfrú Marple lifir Þegar vistfólkið á elliheimili í Saalfield í Þýskalandi var orðið hvekkt á peningaþjófnuðum, ákvað 95 ára gömul kona í þess hópi að taka til sinna ráða. Hún skildi eftir seðlabúnt á borðinu í herbergi sínu og faldi sig svo á baðherberginu til að sjá hvað gerðist. Fylgdist með í gegnum skráargatið. 8.4.2007 14:29
Kona í djúpum..... Kínversk kona bjargaðist á....undursamlegan ?...hátt þegar hún féll af svölum íbúðar sínnar á sjöttu hæð, í fjölbýlishúsi. Konan var að hengja út þvott, þegar hún missti jafnvægið og hrapaði til jarðar. Það vildi henni til lífs að það var einmitt verið að hreinsa rotþró hússins. 8.4.2007 14:07
Castro byrjaður að blogga Fidel Castro, er ekki alveg risinn upp af sjúkrabeðinu en hann er byrjaður að blogga í dagblaðinu Granma, sem er málgagn kúbverska kommúnistaflokksins. Varla kemur á óvart að í hans fyrsta bloggi skammar hann Bandaríkin blóðugum skömmum. Hann fjallar um áætlun Bandaríkjamanna um etanol framleiðslu til að knýja bíla, en til framleiðslu þess er notað korn sem ella færi til manneldis. 8.4.2007 13:36
Neyðarkall frá Karolinska -læknar þustu að úr öllum áttum Neyðarástand skapaðist þegar allt rafmagn fór af Karólinska háskólasjúkrahúsinu í Huddinge, í Svíþjóð í gær. Sérstaklega átti það við um gjörgæsludeild fyrir nýfædd börn sem voru í súrefniskassa. Vararafhlöðurnar þar tæmdust á aðeins fimmtán mínútum. Sent var út neyðarkall um neyðarboðleiðir sjúkrahússins og læknar og hjúkrunarfólk þusti að úr öllum áttum til þess að halda súrefniskössunum gangandi með handdælum. 8.4.2007 13:12
Sjóliðarnir græða á sögu sinni Bresku sjóliðunum fimmtán sem fangaðir voru af Írönum hefur verið gefið leyfi til að selja fjölmiðlum sögu sína. Breskir fjölmiðlar telja að greiðslur til þeirra vegna þessa muni nema milljónum íslenskra króna. 8.4.2007 12:18
Páfi harmar blóðbaðið í Írak Ekkert jákvætt gerist í Írak og blóðbaðið þar virðast engan enda ætla að taka. Þetta sagði Benedikt páfi sextándi í tilfinningaþrungnu páskaávarpi sínu í morgun. Hann harmaði hversu víða þjáningar er að finna í heiminum. 8.4.2007 12:08
Engin frí á kristnum hátíðum Leiðtogi hægri manna í Noregi vill afnema frí á páskum og öðrum kristnum helgidögum ef kemur til aðskilnaðar ríkis og kirkju. Rune Aale Hansen segir að þá verði óeðlilegt að hafa sérstaka trúarlega sem aðeins tengist einni trú. Spurningin verði þá hvort Norðmenn fari eins að og Bandaríkjamenn og Frakkar, sem hafa afnumið frí á mörgum helgidögum. 8.4.2007 11:36
Bresku sjóliðarnir fá að selja sögu sína Bresku sjóliðarnir fimmtán sem fangaðir voru af Írönum gætu fengið yfir þrjátíu milljónir króna fyrir að sögu sína hjá fjölmiðlum. Breskir hermenn mega ekki selja sögur sínar, en varnarmálaráðneytið ákvað að gefa undanþágu sökum sérstakra aðstæðna. 8.4.2007 09:51
Vilhjálmur Bretaprins syrgir vinkonu Ung kona, sem lést þegar vegsprengja sprakk í Írak á fimmtudaginn, var náin vinkona Vilhjálms Bretaprins. Konan, sem var tuttugu og fjögurra ára, var meðal bresku hermannanna fjögurra sem létu lífið í árás á eftirlitstöð þeirra í Basra í Írak. 8.4.2007 09:44
Flugvél forsætisráðherra gerð afturræk Íranar neituðu að leyfa flugvél Nuris al-Malikis, forsætisráðherra Íraks, að fljúga um lofthelgi sína, í nótt. Forsætisráðherrann var á leið í opinbera heimsókn til Asíu. Flugvél hans var kominn inn í Íranska lofthelgi þegar flugmaðurinn fékk fyrirmæli um að snúa aftur og fara út úr lofthelginni. 8.4.2007 09:09
Vilja 1300 fanga fyrir ísraelska hermanninn Hamas samtökin hafa lagt fram lista með nöfnum 1300 Palestínumanna sem þeir krefjast að verði látnir lausir í skiptum fyrir ísraelska hermanninn Gilad Shalit, sem var rænt fyrir tíu mánuðum. Talsmaður Hamas segir að listinn hafi verið afhentur Egyptum og að þetta sé skýr vísbending um að hreyfing sé að komast á málið. 8.4.2007 08:59
Sérsveit gegn þjófum frá Austur-Evrópu Norska lögreglan er að stofna sérsveit sem hefur það verkefni að uppræta innbrots- og þjófagengi frá Austur-Evrópu. Mikið er um slík gengi í Noregi og Svíþjóð. Sum þeirra koma sér upp höfuðstöðvum á afskekktum stöðum í löndunum tveimur og fara þaðan í ránsleiðangra. 7.4.2007 20:26
Miskunsamir Rússar Rússar gera um páskana lítillega undanþágu á flugbanni sínu á nágrannaríkið Georgíu. Þrem flugvélum er leyft að fljúga á milli Tblisi og Moskvu. Farþegarnir eru Georgíumenn sem fá að heimsækja ættingja sína í Rússlandi. Rússar settu flugbann á Georgíu fyrir sex mánuðum, eftir að þrír Rússar voru handteknir þar í landi, sakaðir um njósnir. 7.4.2007 19:52
Fimmti ferðamaðurinn til að fara út í geiminn Miljarðamæringurinn Charles Simonyi varð í dag fimmti ferðamaðurinn til að fara út í geiminn. Simonay var um borð í rússneskri soyuz geimflaug sem skotið var á loft í Kazakstan. 7.4.2007 18:53
Páskaeggjaleit á hafsbotni Íbúar í Flórída í Bandaríkjunum geta í ár tekið þátt óvenjulegri páskaeggjaleit. Verslun nokkur ákvað að bregða á leik og faldi páskaegg, á tuttugu og fimm metra dýpi, á friðuðu hafsvæðin undan ströndum Flórída. 7.4.2007 17:55
Yfirmenn gríska skemmtiferðaskipsins ákærðir Skipstjóri og fimm yfirmenn gríska skemmtiferðaskipsins sem fórst á gríska Eyjahafinu í fyrradag hafa verið ákærðir fyrir vanrækslu. Tveggja er enn saknað en um sextán hundruð manns voru um borð í skipinu. 7.4.2007 17:50
Karlmenn umburðarlyndir gagnvart brjóstagjöf Yfirgnæfandi meirihluti Dana telur að það sé ekkert athugavert við að mæður gefi börnum sínum brjóst á opinberum stöðum. Enginn er hissa á því, en það sem kannski kemur á óvart er að danskir karlmenn eru nokkuð umburðarlyndari í þessum málum en konur. 7.4.2007 17:43
Kommúnistar átu kanínurnar mínar Þýski kanínuræktandinn Karl Szmolinsky hefur áhyggjur af því að háttsettir embættismenn í Norður-Kóreu hafi étið risakanínurnar sem hann seldi þeim til undaneldis, á síðasta ári. Karl hefur ræktað kanínur í 47 ár og unnið til fjölda verðlauna. Kanínurnar sem hann ræktar eru risastórar og mjög matarmiklar. 7.4.2007 16:29
Hatast við sænsku konungsfjölskylduna Sænska konungsfjölskyldan hefur leitað lögfræðiráðgjafar vegna hatursfullrar heimasíðu sem bandarískur bókstafstrúarsöfnuði hefur haldið úti í tvö ár. Ástæðan fyrir þessu hatri er sú að fyrir tveim árum var sænskur prestur sakfelldur fyrir að espa til haturs gegn samkynhneigðum. Á heimasíðunni er Karl Gústaf meðal annars kallaður konungur kynvilltra hóra. 7.4.2007 16:12
Ungir Danir falla á ríkisborgaraprófi -vilt þú reyna ? Tuttugu og tvö prósent Dana á aldrinum 18-25 ára falla á prófi sem innflytjendur þurfa að standast til þess að fá ríkisborgararétt. Leitað var til meira en 7000 Dana á þessum aldri og prófspurningarnar lagðar fyrir þá. Spurningarnar eru 40 talsins og menn þurfa að svara minnst 28 rétt til þess að standasst prófið. 7.4.2007 14:20
Sakar breska herinn um að leikstýra sjóliðunum Talsmaður íranska utanríkisráðuneytisins sakar breska herinn um að leikstýra bresku sjóliðunum sem teknir voru fyrir meint landhelgisbrot í íranskri lögsögu. Leiksýning hafi verið sett á svið á blaðamannafundi í gær en hún breiði ekki yfir þá staðreynd að hermennirnir hafi verið í óleyfi í íranskri lögsögu. 7.4.2007 12:33
Páfi bað fólk um að sýna samúð Krossfestingar Jesú Krists var minnst víða um heim í gær. Í táknrænni athöfn sem haldin var í Róm bað páfi um að þeim sem þjást yrði sýnd samúð. 7.4.2007 12:28
Tveir hafa látið lífið í árásum í Lundúnum Tveir hafa látið lífið í árásum í Lundúnum síðastliðinn sólarhring. Rúmlega tvítug ólétt kona var skotin til bana og fjórtán ára piltur lét lífið eftir hnífsstungu. 7.4.2007 12:17
Banvæn forvitni Sextán manns fórust og fjölmargir slösuðust þegar jeppi sprakk í loft upp í Tamil Nadu héraði á Indlangi í dag. Þetta er ekki hryðjuverk heldur slys. Jeppinn var að flytja sprengiefni og var yfirhlaðinn. Vélin ofhitnaði svo að það kviknaði í henni. 7.4.2007 11:35
Vill að Bretar séu jákvæðir Sendiherra Írana í Lundúnum segir Breta eiga að bregðast jákvætt við lausn sjóliðanna fimmtán. Sjóliðarnir voru í haldi Írana í tæpar tvær vikur. Þeir sögðu á blaðamannafundi í gær að þeir hefðu verið beittir harðræði af Írönum. 7.4.2007 09:58
Stunginn til bana í fjöldaslagsmálum í Álaborg Rúmlega tvítugur maður lét lífið eftir að hafa verið stunginn í slagsmálum á skemmtistað í Álaborg í Danmörku í nótt. Flytja þurfti sex aðra á slysadeild eftir slagsmálin, tveir þeirra eru í lífshættu. Lögreglan hefur handtekið einn vegna málsins. 7.4.2007 09:56
Loftárásir gerðar á Gasasvæðinu Ísraelsmenn gerðu í morgun loftárásir á byggingar nærri Jabaliya flóttamannabúðunum á Gasasvæðinu. Tuttugu og tveggja ára karlmaður lét lífið. Maðurinn tilheyrði herskáum samtökum en Ísraelar telja að Palestínumenn hafi skotið flugskeytum á Ísrael frá svæðinu. 7.4.2007 09:50
Feðgina saknað eftir að ferja strandaði Franskra feðgina er saknað eftir að stórt skemmtiferðaskip strandaði við grísku eyjuna Santorini í nótt. Sextán hundruð manns voru um borð í skipinu. Farþegar og áhöfn voru þegar í stað flutt í annað skip, en fljótlega kom í ljós að tvo farþega vantaði, Fjörutíu og fimm ára franskan karlmann og dóttur hans. Eiginkonu mannsins og syni var hins vegar báðum bjargað. Ferðamálaráðherra Grikklands segir að þeim sem beri ábyrgðina á slysinu verði refsað harkalega fyrir atvikið. 6.4.2007 18:17
Íranar segja yfirlýsingu sjóliða hreinan tilbúning Íranar gagnrýna yfirlýsingu bresku sjóliðanna 15 frá því fyrr í dag harðlega og segja hana hreinan tilbúning. Þeir segja yfirlýsinguna vera gerða til að hylma yfir mistök hersins og að sjóliðarnir hafi verið á írönsku hafsvæði. Þetta segir í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti Írans sem Reuters-fréttastofan fékk með símbréfi. Sjóliðarnir héldu því fram að Íranar hefðu beitt þá harðræði í varðhaldi, bundið fyrir augu þeirra, haldið fyrir þeim vöku, geymt þá í einangrun og neytt þá til að játa að þeir hefðu verið í óleyfi á írönsku hafsvæði. 6.4.2007 17:26
Norður-Kóreumenn geta loks fengið peningana sína Bandaríkjamenn segjast hafa fundið leið til þess að koma fjármunum sem stjórnvöld í Norður-Kóreu eiga á bankareikningi í Macau í hendur eigendanna. Peningarnir hafa legið frystir á bankareikningum vegna efnahagsþvingana en það var eitt skilyrði Norður-Kóreumanna fyrir kjarnorkuafvopnun að peningarnir fengjust lausir. 6.4.2007 15:15
Sjóliðar voru beittir harðræði í Íran Bresku sjóliðarnir 15 segjast hafa verið beittir harðræði í varðhaldi í Íran. Þeir segja að bundið hafi verið fyrir augu þeirra, þau sett í einangrun og þeim hótað allt að sjö ára fangelsisvist. Sjóliðarnir hafa verið látnir lausir og héldu blaðamannafund heima í Bretlandi í dag. 6.4.2007 15:10
Karzai vill ræða við talibana Hamid Karzai, forseti Afganistan hefur átt í beinum viðræðum við uppreisnarmenn talibana um að koma á varanlegum friði í landinu. Þetta viðurkenndi Karzai fyrst í dag. Talibanar hafa gefið yfirlýsingar þar sem þeir segjast nú búa sig undir mikla og blóðuga sókn með vorinu, en ofbeldið hefur magnast í landinu undanfarna mánuði. 6.4.2007 14:01
Lögregluyfirvöld í Róm verja hegðun lögreglumanna Yfirmenn lögreglunnar í Róm verja hegðun lögreglumanna borgarinnar eftir að slóst í brýnu með þeim og stuðningsmönnum Manchester United eftir leik þeirra við Rómverja í Meistaradeild Evrópu á miðvikudaginn. Þeir segja viðbrögð lögreglumannanna hafa verið eðlileg og að stuðningsmennirnir hafi stofnað til vandræðanna. Stuðningsmennirnir kvörtuðu undan tilhæfulausum árásum lögreglumanna eftir leikinn, sem Manchester tapaði 2-1. UEFA, knattspyrnubandalag Evrópu rannsakar nú málið og gætu bæði félögin átt yfir höfði sér refsingar. 6.4.2007 13:48
Krossfesta sig til að minnast pínu Krists Milljónir manna um heim allan minnast í dag krossfestingar Jesú Krists. Hvergi er jafnlangt gengið og á Fillipseyum, þar sem rúmur tugur manna lætur krossfesta sig í dag, auk þess sem hundruðir til viðbótar húðstrýkja sig. 6.4.2007 12:15
Loftslagsbreytingar þegar haft varanleg áhrif Lofstslagsbreytingar hafa þegar haft veruleg og varanleg áhrif á vistkerfi heimsins samkvæmt nýrri skýrslu vísindanefndar Sameinuðu Þjóðanna. Alþjóða Rauði Krossinn segir að skýrslan feli í sér varnaðarorð til ríkisstjórna. 6.4.2007 11:45