Fleiri fréttir Velgja hafmeyjunni undir uggum Íslenskt listaverk á garðbekk í dönskum almenningsgarði velgja Litlu hafmeyjunni undir uggum. Danskur listaverkasali segir verkið, sem er eftir Steinunni Þórarinsdóttur, hafa hlotið meiri athygli undanfarna mánuði en frægasta kennimerki Danmerkur. 5.4.2007 19:43 Þrír handteknir vegna hryðjuverkaárása Þrír menn hafa verið ákærðir fyrir aðild sína að hryðjuverkaárásunum í Lundúnum þann sjöunda júlí árið 2005. Fimmtíu og tveir létu lífið í fjórum sjálfsmorðsprengjuárásum, en þrjár þeirra voru gerðar á neðanjarðarlestarkerfi Lundúna. Mennirnir sem hafa verið ákærðir eru á aldrinum tuttugu og þriggja ára til þrítugs. Rannsókn er enn í gangi og telur lögreglan líklegt að fleiri verði handteknir í tengslum við árásirnar. 5.4.2007 19:40 Aðskildu hjörtu síamstvíburasystra Ungar símastvíburasystur reyndust mun uppteknari hvor af annarri en myndavélunum þegar þær birtust í fyrsta inn opinberlega eftir að þær voru skildar að. Hjörtu stúlknanna voru meðal annars föst saman. Að öllum líkindum er aðgerðin sú fyrsta sinnar tegundar. 5.4.2007 19:16 Fagnað við komuna til Bretlands Fimmtán breskum sjóliðum, sem verið höfðu í haldi Írana í nærri tvær vikur, var fagnað við komuna til Bretlands í dag. Sjóliðarnir flugu frá Tehran snemma í morgun. Aðeins degi eftir að forseti Írans, tilkynnti að þeim yrði sleppt og sagði ákvörðunina gjöf til Breta. 5.4.2007 18:41 Rice ætlar að ræða við Írana Condoleezza Rice, utanríkismálaráðherra Bandaríkjanna, ætlar sér að hefja beinar viðræður við Írana um hugsanlegt hlutverk þeirra í Írak þegar hún fer á fund sem verður haldinn í maí. Rice sagði líklegt að fundurinn yrði haldinn af ráðherrum en undirmenn utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Írans áttu fundi í mars síðastliðnum. 5.4.2007 18:19 Páfinn minnist auðmýktar Jesú Benedikt páfi þvoði og þurrkaði fætur 12 manna við hátíðlega Skírdagsathöfn í Vatíkaninu í dag. Athöfnin er haldin til þess að minnast þess hversu auðmjúkur Jesú var kvöldið áður en hann var krossfestur. 5.4.2007 17:40 Ísland og Indland í samstarf um jarðskjálftarannsóknir Sendiherra Íslands á Indlandi, Dr. Gunnar Pálsson, og ráðuneytisstjóri vísindamálaráðuneytis Indlands, Dr. T. Ramasani, undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um samstarf Íslands og Indlands á sviði jarðskjálftarannsókna. 5.4.2007 17:26 Fjórir breskir hermenn fórust í Írak í dag Níu breskir hermenn hafa látið lífið í Írak síðastliðna tvo daga. Í dag létust fjórir breskir hermenn ásamt einum túlki þegar þeir lentu í umsátri uppreinsarmanna vestur fyrir borginni Basra. Árásin var sú alvarlegasta á breskt herlið í Írak síðan í nóvember á siðasta ári. Tony Blair, forsætisráðherra Breta, lýsti yfir sorg sinni vegna dauðsfallanna í yfirlýsingu eftir heimkomu sjóliðanna 15 í dag. 5.4.2007 17:22 Voru að afla upplýsinga um Íran Yfirmaður sjóliðanna 15 sagði í dag við Sky fréttastöðina að þeir hefðu verið í leiðangri til þess að afla upplýsinga um Íran. Jafnframt segir stöðin að hún hafi ekki birt fréttina fyrr en nú þar sem hún vildi ekki stofna öryggi sjóliðanna í hættu. 5.4.2007 17:13 4.000 manns dönsuðu á Victoria lestarstöðinni Fleiri en 4.000 manns hittust í gærkvöldi klukkan hálfsex að íslenskum tíma á Victoria lestarstöðinni í Lundúnum til þess að dansa. Engin var þó tónlistin og ekkert var ballið. Fólkið mætti allt með iPod tónlistarspilara og dansaði því hvert eftir sínu lagi. Uppákoman er kölluð skyndi-múgæsing (Flash mobbing) og hefur rutt sér til rúms undanfarin ár. 5.4.2007 16:06 Talibanar rændu tveimur frönskum ríkisborgurum Talibanar lýstu því yfir í dag að þeir hefðu rænt tveimur Frökkum og þremur Afgönum í suðvesturhluta Afganistan. Tilkynningin frá hópnum, sem kallar sig Uppreisnarher íslamsks ríkis, var birt á Internetinu. Í henni kom fram að í gær hefðu þeir rænt tveimur frönskum ríkisborgurum, karlmanni að nafni Eric og konu að nafni Salma. Einnig var tekið fram að þremur Afgönum hefði verið rænt en nöfn þeirra hafa ekki verið gefin upp. 5.4.2007 15:46 Skemmtiferðaskip strandar Grískt skemmtiferðaskip, Sea Diamond, strandaði á ferð sinni um grísku eyjarnar í morgun. Gat kom á skrokk þess og verið að að selflytja hundruð farþega í land. Talið er að um 1.200 farþegar og 300 starfsmenn séu um borð í skipinu. Atvikið átti sér stað nærri eyjunni Santorini. 5.4.2007 15:11 Olmert bað Pelosi ekki fyrir friðarbón Forsætisráðherra Ísraels, Ehud Olmert, gaf frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann segir að hann hafi ekki falið Nancy Pelosi að færa Sýrlendingum friðarbón. Samkvæmt yfirlýsingunni sagði Olmert við Pelosi að „Þó svo Ísrael hafi áhuga á friðarsamkomulagi við Sýrland, er landið samt enn á lista yfir Öxulveldi hins illa og ýtir undir hryðjuverkaöfl í Mið-Austurlöndum.“ 5.4.2007 15:00 Þrír ákærðir fyrir sprengjuárásir í Lundúnum. Þrír menn hafa verið ákærðir fyrir þátttöku í sprengjutilræðunum í Lundúnum þann 7. júlí 2005. Þetta eru fyrstu ákærurnar vegna sprenginganna sem urðu alls 52 að bana. 5.4.2007 13:50 Ætla að funda um framtíð Íraks Írak, nágrannar þess og önnur lönd ætla sér að halda ráðherrafund í maí til þess að ræða framtíð landsins og hvernig er hægt að koma á stöðugleika í landinu. Fundurinn verður framhald funda sem haldnir voru í mars. Upphaflega átti að halda fundinn í byrjun apríl en honum var síðan seinkað. 5.4.2007 13:41 Páskahátíðinni fagnað Þúsundir pílagríma röktu fótspor Jesús Krists víða um Jerúsalem í morgun þegar þeir fögnuðu páskahátíðinni sem nú er hafin. 5.4.2007 12:17 Sjóliðarnir komnir heim til Bretlands Bresku sjóliðarnir fimmtán, sem verið hafa í haldi Írana í nærri tvær vikur, komu heim til Bretlands nú fyrir hádegi. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, fagnaði því að sjóliðarnir væru komnir aftur heim öryggir og ómeiddir. 5.4.2007 12:05 Ógiltu lög um framhjáhald kvenna Stjórnarskrárdómstóll í Úganda hefur ógilt lög um framhjáhald sem þar voru í gildi. Samkvæmt þeim var löglegt fyrir giftan mann að halda framhjá með ógiftri konu en ólöglegt fyrir gifta konu að halda fram hjá með ógiftum manni. Konur sem voru fundnar sekar um ódæðið sáu fram á sekt eða allt að eitt ár í fangelsi. 5.4.2007 12:04 Mugabe hótar þeim er tóku þátt í verkfalli Forseti Zimbabwe, Robert Mugabe, hótaði í dag aðgerðum gegn þeim fyrirtækjum sem tóku þátt í tveggja daga verkfalli verkalýðsfélaga í landinu. Fá fyrirtæki tóku þátt í verkfallinu þar sem stjórnvöld höfðu varað við hefndaraðgerðum gegn þeim sem tóku þátt. Hermenn gengu um götur og pössuðu upp á að allt væri opið. 5.4.2007 11:29 Enn meiri spenna færist í mál Úkraínu Forseti Úkraínu, Viktor Yushchenko, sagði í dag að hver sá sem gengi gegn tilskipun hans um að leggja niður þingstörf yrði sóttur til saka. Tilskipun forsetans var hans síðasta tilraun til þess að árétta vald sitt yfir forsætisráðherra landsins, Viktor Yanukovych, en þeim hefur sinnast ítrekað undanfarna mánuði. 5.4.2007 11:01 Bretar ræða við fulltrúa Hamas Bretar héldu í dag sinn fyrsta fund með leiðtoga Hamas samtakanna. Stjórnarerindreki var sendur til Palestínu til viðræðna við forsætisráðherra landsins, Ismail Haniyeh, varðandi mál fréttamanns BBC, Alans Johnston, sem var rænt þann 12. mars síðastliðinn. Bretar sögðu þó í morgun að eina málið sem yrði tekið fyrir væri mannránið. 5.4.2007 10:28 Reyndi að ráða leigumorðingja til að drepa fóstur 18 ára bandarískur unglingur sagðist sekur um að hafa reynt að ráða leigumorðingja til þess að drepa ófætt barn fyrrum kærustu sinnar og fékk nærri sex ára fangelsisdóm fyrir vikið. 5.4.2007 10:13 Sjóliðarnir komnir til Bretlands Bresku sjóliðarnir fimmtán, sem voru í haldi Írana í nærri tvær vikur, lentu í morgun á Heathrow flugvelli rétt fyrir utan Lundúnir. Sjóliðarnir flugu frá Tehran með British Airways um klukkan fimm í morgun að íslenskum tíma. Fóru þeir beint um borð í herþyrlur sem fluttu þá í herstöð í Devon þar sem þeir munu hitta ættingja sína. 5.4.2007 09:48 Solana ræddi við Larijani Utanríkismálaráðherra Evrópusambandsins, Javier Solana, ræddi í gær við Ali Larijani, aðalsamningamann Írana í kjarnorkumálum, um möguleikann á að hefja viðræður um kjarnorkuáætlun Írana á næstunni. Samtal þeirra átti sér stað áður en sjóliðunum bresku var sleppt og vitað er að Solana talaði um mál þeirra við Larijani. 5.4.2007 09:25 Obama sækir fast á Hillary í fjáröflun Barack Obama mögulegur forsetaframbjóðandi demókrata í Bandaríkjunum hefur safnað að minnsta kosti 25 milljónum bandaríkjadala í kosningasjóð sinn. Hillary Clinton sem einnig sækist eftir útnefningu flokksins hefur safnað 26 milljónum. Sú upphæð er met. Kosningalið Obama segir að meira en 100 þúsund aðilar hafi lagt fé í sjóðinn. 4.4.2007 22:54 Svisslendingar sendi ekki djöfullegt lag í Eurovision Kristnir Svisslendingar fara nú fram á að framlag landsins til Eurovision keppninnar í ár verði bannað þar sem það sé djöfullegt. Lýðræðisflokkur í landinu hefur safnað 49 þúsund undirskriftum og afhent ríkisstjórnarinni. Farið er farið er fram á að gripið verði í taumana. Lag DJ Bobos nefnist Vampires Are Alive. 4.4.2007 22:00 Sjóliðunum sleppt á morgun Ráðgjafi Mahmoud Ahadinejad forseta Írans sagði í dag að bresku sjóliðunum 15 verði sleppt úr haldi á morgun. Reuters fréttastofan hefur eftir Mojtaba Samareh-Hashemi að gíslarnir verði látnir lausir í breska sendiráðinu í Teheran á morgun og fari beint til London. Hann sagði að Bretarnir væru nú undir umsjón utanríkisráðuneytisins. 4.4.2007 21:30 Volkswagen bifreið Páfa til sölu Volkswagen Golf bifreið sem einu sinni var í eigu Benedikts Páfa er nú til sölu. Hægt er að bjóða í bílinn á uppboðsvefnum eBay. Hagnaður af sölunni mun renna til góðgerðarmála. Nú hafa tilboð náð rúmum tíu milljónum, en uppboðið rennur út næstkomandi þriðjudag. Á fréttavef Ananova kemur fram að upphaflega hafi bíllinn kostað tæpar 900 þúsund krónur. 4.4.2007 21:15 Kamelljónasmyglari roðnaði í tollinum Króatískur maður var gripinn glóðvolgur á alþjóðaflugvellinum í Zagreb með 175 kamelljón sem hann reyndi að smygla inn frá Tælandi. Tollverðirnir tóku eftir hreyfingu á poka Dragos Radovic þegar hann gekk í gegnum tollhliðið. Þegar þeir opnuðu pokann sáu þeir skriðdýrin sem eru í útrýmingarhættu. 4.4.2007 20:45 Staða Jústsjenkós versnar Viktor Janukovits, forsætisráðherra Úkraínu, hótaði í dag að sniðganga kosningarnar sem Viktor Jústsjenkó, forseti landsins, boðaði til í fyrrakvöld. Þúsundir stuðningsmanna þessara fornu fjenda fylktu liði í höfuðborginni Kænugarði í dag. 4.4.2007 20:00 Endurspeglar pólitíska gjá Sú ákvörðun Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, að sækja sýrlenska ráðamenn heim mælist ekki vel fyrir hjá George Bush Bandaríkjaforseta. Deilan sýnir í hnotskurn gjánna sem skilur að repúblikana og demókrata í Bandaríkjunum. 4.4.2007 19:30 Sjóliðunum sleppt Írönsk stjórnvöld slepptu í dag bresku sjóliðunum fimmtán sem þau hafa haft í haldi sínu í hartnær hálfan mánuð. Mahmoud Ahmadinejad Íransforseti kallaði ákvörðunina gjöf til Bretlands en harmaði um leið að breska stjórnin hefði ekki viðurkennt að hafa ráðist inn í íranska lögsögu. 4.4.2007 18:00 Með ástarkveðju frá Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi ráku kínverska konu sem tilheyrði Falun Gong samtökunum úr landi í síðasta mánuði. Hún var send til Kína, ásamt átta ára gamalli dóttur sinni. Ma Hui hafði búið í Sankti Pétursborg í nokkur ár og oft beðið um hæli sem pólitískur flóttamaður. Hinn 28. mars var hún handtekin og send úr landi samdægurs. 4.4.2007 16:09 Sjóliðar fluttir heim í dag Bresk stjórnvöld fögnuðu í dag þeirri ákvörðun íranskra yfirvalda að sleppa fimmtán breskum sjóliðum sem verið hafa í haldi í Íran frá 23. mars. Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, tilkynnti um það á fréttamannafundi í dag að sjóliðunum yrði sleppt og að farið yrði með þá á flugvöllin í Teheran í dag og þeim flogið heim. 4.4.2007 15:27 Þú þarna í rauðu peysunni Nýjasta hugmynd yfirvalda í Bretlandi er að setja upp myndavélar sem arga á fólk ef það gerir eitthvað sem það má ekki. Í Bretlandi er ein eftirlitsmyndavél á hverja fjórtán íbúa. Nú á að bæta á þær hátölurum til þess að bæjarstarfsmenn geti strax skammað þá sem sýna af sér svokallaða andfélagslega hegðun. 4.4.2007 14:21 15 ára fangelsi fyrir að skrifa Fogh Rasmussen Saksóknari í Tyrklandi hefur krafist allt að 15 ára fangelsis yfir 53 borgarstjórum sem skrifuðu Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur bréf árið 2005. Í bréfinu báðu þeir Rasmussen um að hlífa kúrdisku sjónvarpsstöðinni Roj-TV sem sendir út á kúrdisku, frá Kaupmannahöfn. Stöðin nær meðal annars til Þýskalands, þar sem býr mikill fjöldi Kúrda. 4.4.2007 14:00 Þyrla flaug á útvarpsmastur Átta manns létu lífið þegar herþyrla flaug á útvarpsmastur í fjalllendi eyjunnar Taívan í gærkvöld. Slysið varð á sunnanverðri eyjunni, nærri borginni Kaohsiung. Mikil rigning og þoka var á þessum slóðum í gær og því er talið að flugmaður þyrlunnar hafi ekki séð mastrið. 4.4.2007 13:30 Íranar ætla að sleppa breskum sjóliðum Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, tilkynnti í ávarpi í dag að Íranar myndu sleppa bresku sjóliðunum fimmtán sem þeir hafa haft í haldi og það væri gjöf til Bretlands. 4.4.2007 13:16 Lembdar eftir legígræðslu Vísindamenn við Gautaborgarháskóla í Svíþjóð hafa greint frá því að tekist hafi að frjóvga fjórar sauðkindur af fjórtán eftir legígræðslu. Áfanginn þykir gefa góð fyrirheit um að konur sem þurft hafa að gangast undir legnámsaðgerð geti eignast börn eftir legígræðslu. 4.4.2007 13:15 Bush gramur Pelosi George Bush Bandaríkjaforseti er æfur yfir heimsókn Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar þingsins, til Sýrlands þar sem hún hyggst ræða við forseta landsins um ástandið í Mið-Austurlöndum. Bandaríkjastjórn hefur ekki átt í samskiptum við Sýrlendinga í rúm tvö ár. 4.4.2007 12:30 Friðsöm mótmæli í Kænugarði Mótmælastaða stuðningsmanna Viktors Janukovits, forsætisráðherra Úkraínu, fyrir utan þinghúsið í Kænugarði stendur enn yfir en allt hefur þó verið með kyrrum kjörum. 4.4.2007 12:01 Kaupmannahafnarlögreglan skráir klíkur Skrá yfir klíkufélaga, nafnlausar ábendingar til lögreglu og bann við akstri á veitingahúsagötum Kaupmannahafnar á næturnar er meðal hugmynda sem dómsmálayfirvöld í Danmörku eru að skoða til þess að reyna að stöðva uppgang klíkna í borginni. 4.4.2007 11:34 Pelosi bar Sýrlendingum friðarbón Ísraela Nancy Pelosi, leiðtogi demókrata í fulltrúadeild bandaríska þingsins, sem nú er á ferðalagi um Sýrland að hitta þarlenda ráðamenn, segist hafa borið forseta Sýrlands þau skilaboð frá Ísraelum að þeir væru tilbúnir til friðarviðræðna. 4.4.2007 11:32 Pólverjar samþykkja viðræður Rússa og ESB Framkvæmdaráð Evrópusambandsins sagði í morgun að Pólverjar hefðu gefið til kynna að þeir myndu ekki lengur beita sér gegn nýjum samstarfssamningi Rússlands og Evrópusambandsins. Hingað til hafa Pólverjar neitað að samþykkja viðræðurnar vegna deilna við Rússa um útflutning á landbúnaðarvörum til Rússlands. Enn er ekki vitað hvort að Rússar eða Pólverjar hafi gefið eftir í deilunni. 4.4.2007 10:42 Samfarir í 12 ára bekk Fimm skólabörn á aldrinum 11-13 ára hafa verið handtekin fyrir að hafa samfarir fyrir framan hin börnin í bekknum. Þetta gerðist í smábænum Spearsville í Lousianafylki, í Bandaríkjunum, í gær. Atburðurinn sjálfur var hinsvegar í lok mars, að sögn AP fréttastofunnar. Tvær 11 ára telpur voru handteknar og þrír drengir 11, 12 og 13 ára. 4.4.2007 10:41 Sjá næstu 50 fréttir
Velgja hafmeyjunni undir uggum Íslenskt listaverk á garðbekk í dönskum almenningsgarði velgja Litlu hafmeyjunni undir uggum. Danskur listaverkasali segir verkið, sem er eftir Steinunni Þórarinsdóttur, hafa hlotið meiri athygli undanfarna mánuði en frægasta kennimerki Danmerkur. 5.4.2007 19:43
Þrír handteknir vegna hryðjuverkaárása Þrír menn hafa verið ákærðir fyrir aðild sína að hryðjuverkaárásunum í Lundúnum þann sjöunda júlí árið 2005. Fimmtíu og tveir létu lífið í fjórum sjálfsmorðsprengjuárásum, en þrjár þeirra voru gerðar á neðanjarðarlestarkerfi Lundúna. Mennirnir sem hafa verið ákærðir eru á aldrinum tuttugu og þriggja ára til þrítugs. Rannsókn er enn í gangi og telur lögreglan líklegt að fleiri verði handteknir í tengslum við árásirnar. 5.4.2007 19:40
Aðskildu hjörtu síamstvíburasystra Ungar símastvíburasystur reyndust mun uppteknari hvor af annarri en myndavélunum þegar þær birtust í fyrsta inn opinberlega eftir að þær voru skildar að. Hjörtu stúlknanna voru meðal annars föst saman. Að öllum líkindum er aðgerðin sú fyrsta sinnar tegundar. 5.4.2007 19:16
Fagnað við komuna til Bretlands Fimmtán breskum sjóliðum, sem verið höfðu í haldi Írana í nærri tvær vikur, var fagnað við komuna til Bretlands í dag. Sjóliðarnir flugu frá Tehran snemma í morgun. Aðeins degi eftir að forseti Írans, tilkynnti að þeim yrði sleppt og sagði ákvörðunina gjöf til Breta. 5.4.2007 18:41
Rice ætlar að ræða við Írana Condoleezza Rice, utanríkismálaráðherra Bandaríkjanna, ætlar sér að hefja beinar viðræður við Írana um hugsanlegt hlutverk þeirra í Írak þegar hún fer á fund sem verður haldinn í maí. Rice sagði líklegt að fundurinn yrði haldinn af ráðherrum en undirmenn utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Írans áttu fundi í mars síðastliðnum. 5.4.2007 18:19
Páfinn minnist auðmýktar Jesú Benedikt páfi þvoði og þurrkaði fætur 12 manna við hátíðlega Skírdagsathöfn í Vatíkaninu í dag. Athöfnin er haldin til þess að minnast þess hversu auðmjúkur Jesú var kvöldið áður en hann var krossfestur. 5.4.2007 17:40
Ísland og Indland í samstarf um jarðskjálftarannsóknir Sendiherra Íslands á Indlandi, Dr. Gunnar Pálsson, og ráðuneytisstjóri vísindamálaráðuneytis Indlands, Dr. T. Ramasani, undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um samstarf Íslands og Indlands á sviði jarðskjálftarannsókna. 5.4.2007 17:26
Fjórir breskir hermenn fórust í Írak í dag Níu breskir hermenn hafa látið lífið í Írak síðastliðna tvo daga. Í dag létust fjórir breskir hermenn ásamt einum túlki þegar þeir lentu í umsátri uppreinsarmanna vestur fyrir borginni Basra. Árásin var sú alvarlegasta á breskt herlið í Írak síðan í nóvember á siðasta ári. Tony Blair, forsætisráðherra Breta, lýsti yfir sorg sinni vegna dauðsfallanna í yfirlýsingu eftir heimkomu sjóliðanna 15 í dag. 5.4.2007 17:22
Voru að afla upplýsinga um Íran Yfirmaður sjóliðanna 15 sagði í dag við Sky fréttastöðina að þeir hefðu verið í leiðangri til þess að afla upplýsinga um Íran. Jafnframt segir stöðin að hún hafi ekki birt fréttina fyrr en nú þar sem hún vildi ekki stofna öryggi sjóliðanna í hættu. 5.4.2007 17:13
4.000 manns dönsuðu á Victoria lestarstöðinni Fleiri en 4.000 manns hittust í gærkvöldi klukkan hálfsex að íslenskum tíma á Victoria lestarstöðinni í Lundúnum til þess að dansa. Engin var þó tónlistin og ekkert var ballið. Fólkið mætti allt með iPod tónlistarspilara og dansaði því hvert eftir sínu lagi. Uppákoman er kölluð skyndi-múgæsing (Flash mobbing) og hefur rutt sér til rúms undanfarin ár. 5.4.2007 16:06
Talibanar rændu tveimur frönskum ríkisborgurum Talibanar lýstu því yfir í dag að þeir hefðu rænt tveimur Frökkum og þremur Afgönum í suðvesturhluta Afganistan. Tilkynningin frá hópnum, sem kallar sig Uppreisnarher íslamsks ríkis, var birt á Internetinu. Í henni kom fram að í gær hefðu þeir rænt tveimur frönskum ríkisborgurum, karlmanni að nafni Eric og konu að nafni Salma. Einnig var tekið fram að þremur Afgönum hefði verið rænt en nöfn þeirra hafa ekki verið gefin upp. 5.4.2007 15:46
Skemmtiferðaskip strandar Grískt skemmtiferðaskip, Sea Diamond, strandaði á ferð sinni um grísku eyjarnar í morgun. Gat kom á skrokk þess og verið að að selflytja hundruð farþega í land. Talið er að um 1.200 farþegar og 300 starfsmenn séu um borð í skipinu. Atvikið átti sér stað nærri eyjunni Santorini. 5.4.2007 15:11
Olmert bað Pelosi ekki fyrir friðarbón Forsætisráðherra Ísraels, Ehud Olmert, gaf frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann segir að hann hafi ekki falið Nancy Pelosi að færa Sýrlendingum friðarbón. Samkvæmt yfirlýsingunni sagði Olmert við Pelosi að „Þó svo Ísrael hafi áhuga á friðarsamkomulagi við Sýrland, er landið samt enn á lista yfir Öxulveldi hins illa og ýtir undir hryðjuverkaöfl í Mið-Austurlöndum.“ 5.4.2007 15:00
Þrír ákærðir fyrir sprengjuárásir í Lundúnum. Þrír menn hafa verið ákærðir fyrir þátttöku í sprengjutilræðunum í Lundúnum þann 7. júlí 2005. Þetta eru fyrstu ákærurnar vegna sprenginganna sem urðu alls 52 að bana. 5.4.2007 13:50
Ætla að funda um framtíð Íraks Írak, nágrannar þess og önnur lönd ætla sér að halda ráðherrafund í maí til þess að ræða framtíð landsins og hvernig er hægt að koma á stöðugleika í landinu. Fundurinn verður framhald funda sem haldnir voru í mars. Upphaflega átti að halda fundinn í byrjun apríl en honum var síðan seinkað. 5.4.2007 13:41
Páskahátíðinni fagnað Þúsundir pílagríma röktu fótspor Jesús Krists víða um Jerúsalem í morgun þegar þeir fögnuðu páskahátíðinni sem nú er hafin. 5.4.2007 12:17
Sjóliðarnir komnir heim til Bretlands Bresku sjóliðarnir fimmtán, sem verið hafa í haldi Írana í nærri tvær vikur, komu heim til Bretlands nú fyrir hádegi. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, fagnaði því að sjóliðarnir væru komnir aftur heim öryggir og ómeiddir. 5.4.2007 12:05
Ógiltu lög um framhjáhald kvenna Stjórnarskrárdómstóll í Úganda hefur ógilt lög um framhjáhald sem þar voru í gildi. Samkvæmt þeim var löglegt fyrir giftan mann að halda framhjá með ógiftri konu en ólöglegt fyrir gifta konu að halda fram hjá með ógiftum manni. Konur sem voru fundnar sekar um ódæðið sáu fram á sekt eða allt að eitt ár í fangelsi. 5.4.2007 12:04
Mugabe hótar þeim er tóku þátt í verkfalli Forseti Zimbabwe, Robert Mugabe, hótaði í dag aðgerðum gegn þeim fyrirtækjum sem tóku þátt í tveggja daga verkfalli verkalýðsfélaga í landinu. Fá fyrirtæki tóku þátt í verkfallinu þar sem stjórnvöld höfðu varað við hefndaraðgerðum gegn þeim sem tóku þátt. Hermenn gengu um götur og pössuðu upp á að allt væri opið. 5.4.2007 11:29
Enn meiri spenna færist í mál Úkraínu Forseti Úkraínu, Viktor Yushchenko, sagði í dag að hver sá sem gengi gegn tilskipun hans um að leggja niður þingstörf yrði sóttur til saka. Tilskipun forsetans var hans síðasta tilraun til þess að árétta vald sitt yfir forsætisráðherra landsins, Viktor Yanukovych, en þeim hefur sinnast ítrekað undanfarna mánuði. 5.4.2007 11:01
Bretar ræða við fulltrúa Hamas Bretar héldu í dag sinn fyrsta fund með leiðtoga Hamas samtakanna. Stjórnarerindreki var sendur til Palestínu til viðræðna við forsætisráðherra landsins, Ismail Haniyeh, varðandi mál fréttamanns BBC, Alans Johnston, sem var rænt þann 12. mars síðastliðinn. Bretar sögðu þó í morgun að eina málið sem yrði tekið fyrir væri mannránið. 5.4.2007 10:28
Reyndi að ráða leigumorðingja til að drepa fóstur 18 ára bandarískur unglingur sagðist sekur um að hafa reynt að ráða leigumorðingja til þess að drepa ófætt barn fyrrum kærustu sinnar og fékk nærri sex ára fangelsisdóm fyrir vikið. 5.4.2007 10:13
Sjóliðarnir komnir til Bretlands Bresku sjóliðarnir fimmtán, sem voru í haldi Írana í nærri tvær vikur, lentu í morgun á Heathrow flugvelli rétt fyrir utan Lundúnir. Sjóliðarnir flugu frá Tehran með British Airways um klukkan fimm í morgun að íslenskum tíma. Fóru þeir beint um borð í herþyrlur sem fluttu þá í herstöð í Devon þar sem þeir munu hitta ættingja sína. 5.4.2007 09:48
Solana ræddi við Larijani Utanríkismálaráðherra Evrópusambandsins, Javier Solana, ræddi í gær við Ali Larijani, aðalsamningamann Írana í kjarnorkumálum, um möguleikann á að hefja viðræður um kjarnorkuáætlun Írana á næstunni. Samtal þeirra átti sér stað áður en sjóliðunum bresku var sleppt og vitað er að Solana talaði um mál þeirra við Larijani. 5.4.2007 09:25
Obama sækir fast á Hillary í fjáröflun Barack Obama mögulegur forsetaframbjóðandi demókrata í Bandaríkjunum hefur safnað að minnsta kosti 25 milljónum bandaríkjadala í kosningasjóð sinn. Hillary Clinton sem einnig sækist eftir útnefningu flokksins hefur safnað 26 milljónum. Sú upphæð er met. Kosningalið Obama segir að meira en 100 þúsund aðilar hafi lagt fé í sjóðinn. 4.4.2007 22:54
Svisslendingar sendi ekki djöfullegt lag í Eurovision Kristnir Svisslendingar fara nú fram á að framlag landsins til Eurovision keppninnar í ár verði bannað þar sem það sé djöfullegt. Lýðræðisflokkur í landinu hefur safnað 49 þúsund undirskriftum og afhent ríkisstjórnarinni. Farið er farið er fram á að gripið verði í taumana. Lag DJ Bobos nefnist Vampires Are Alive. 4.4.2007 22:00
Sjóliðunum sleppt á morgun Ráðgjafi Mahmoud Ahadinejad forseta Írans sagði í dag að bresku sjóliðunum 15 verði sleppt úr haldi á morgun. Reuters fréttastofan hefur eftir Mojtaba Samareh-Hashemi að gíslarnir verði látnir lausir í breska sendiráðinu í Teheran á morgun og fari beint til London. Hann sagði að Bretarnir væru nú undir umsjón utanríkisráðuneytisins. 4.4.2007 21:30
Volkswagen bifreið Páfa til sölu Volkswagen Golf bifreið sem einu sinni var í eigu Benedikts Páfa er nú til sölu. Hægt er að bjóða í bílinn á uppboðsvefnum eBay. Hagnaður af sölunni mun renna til góðgerðarmála. Nú hafa tilboð náð rúmum tíu milljónum, en uppboðið rennur út næstkomandi þriðjudag. Á fréttavef Ananova kemur fram að upphaflega hafi bíllinn kostað tæpar 900 þúsund krónur. 4.4.2007 21:15
Kamelljónasmyglari roðnaði í tollinum Króatískur maður var gripinn glóðvolgur á alþjóðaflugvellinum í Zagreb með 175 kamelljón sem hann reyndi að smygla inn frá Tælandi. Tollverðirnir tóku eftir hreyfingu á poka Dragos Radovic þegar hann gekk í gegnum tollhliðið. Þegar þeir opnuðu pokann sáu þeir skriðdýrin sem eru í útrýmingarhættu. 4.4.2007 20:45
Staða Jústsjenkós versnar Viktor Janukovits, forsætisráðherra Úkraínu, hótaði í dag að sniðganga kosningarnar sem Viktor Jústsjenkó, forseti landsins, boðaði til í fyrrakvöld. Þúsundir stuðningsmanna þessara fornu fjenda fylktu liði í höfuðborginni Kænugarði í dag. 4.4.2007 20:00
Endurspeglar pólitíska gjá Sú ákvörðun Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, að sækja sýrlenska ráðamenn heim mælist ekki vel fyrir hjá George Bush Bandaríkjaforseta. Deilan sýnir í hnotskurn gjánna sem skilur að repúblikana og demókrata í Bandaríkjunum. 4.4.2007 19:30
Sjóliðunum sleppt Írönsk stjórnvöld slepptu í dag bresku sjóliðunum fimmtán sem þau hafa haft í haldi sínu í hartnær hálfan mánuð. Mahmoud Ahmadinejad Íransforseti kallaði ákvörðunina gjöf til Bretlands en harmaði um leið að breska stjórnin hefði ekki viðurkennt að hafa ráðist inn í íranska lögsögu. 4.4.2007 18:00
Með ástarkveðju frá Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi ráku kínverska konu sem tilheyrði Falun Gong samtökunum úr landi í síðasta mánuði. Hún var send til Kína, ásamt átta ára gamalli dóttur sinni. Ma Hui hafði búið í Sankti Pétursborg í nokkur ár og oft beðið um hæli sem pólitískur flóttamaður. Hinn 28. mars var hún handtekin og send úr landi samdægurs. 4.4.2007 16:09
Sjóliðar fluttir heim í dag Bresk stjórnvöld fögnuðu í dag þeirri ákvörðun íranskra yfirvalda að sleppa fimmtán breskum sjóliðum sem verið hafa í haldi í Íran frá 23. mars. Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, tilkynnti um það á fréttamannafundi í dag að sjóliðunum yrði sleppt og að farið yrði með þá á flugvöllin í Teheran í dag og þeim flogið heim. 4.4.2007 15:27
Þú þarna í rauðu peysunni Nýjasta hugmynd yfirvalda í Bretlandi er að setja upp myndavélar sem arga á fólk ef það gerir eitthvað sem það má ekki. Í Bretlandi er ein eftirlitsmyndavél á hverja fjórtán íbúa. Nú á að bæta á þær hátölurum til þess að bæjarstarfsmenn geti strax skammað þá sem sýna af sér svokallaða andfélagslega hegðun. 4.4.2007 14:21
15 ára fangelsi fyrir að skrifa Fogh Rasmussen Saksóknari í Tyrklandi hefur krafist allt að 15 ára fangelsis yfir 53 borgarstjórum sem skrifuðu Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur bréf árið 2005. Í bréfinu báðu þeir Rasmussen um að hlífa kúrdisku sjónvarpsstöðinni Roj-TV sem sendir út á kúrdisku, frá Kaupmannahöfn. Stöðin nær meðal annars til Þýskalands, þar sem býr mikill fjöldi Kúrda. 4.4.2007 14:00
Þyrla flaug á útvarpsmastur Átta manns létu lífið þegar herþyrla flaug á útvarpsmastur í fjalllendi eyjunnar Taívan í gærkvöld. Slysið varð á sunnanverðri eyjunni, nærri borginni Kaohsiung. Mikil rigning og þoka var á þessum slóðum í gær og því er talið að flugmaður þyrlunnar hafi ekki séð mastrið. 4.4.2007 13:30
Íranar ætla að sleppa breskum sjóliðum Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, tilkynnti í ávarpi í dag að Íranar myndu sleppa bresku sjóliðunum fimmtán sem þeir hafa haft í haldi og það væri gjöf til Bretlands. 4.4.2007 13:16
Lembdar eftir legígræðslu Vísindamenn við Gautaborgarháskóla í Svíþjóð hafa greint frá því að tekist hafi að frjóvga fjórar sauðkindur af fjórtán eftir legígræðslu. Áfanginn þykir gefa góð fyrirheit um að konur sem þurft hafa að gangast undir legnámsaðgerð geti eignast börn eftir legígræðslu. 4.4.2007 13:15
Bush gramur Pelosi George Bush Bandaríkjaforseti er æfur yfir heimsókn Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar þingsins, til Sýrlands þar sem hún hyggst ræða við forseta landsins um ástandið í Mið-Austurlöndum. Bandaríkjastjórn hefur ekki átt í samskiptum við Sýrlendinga í rúm tvö ár. 4.4.2007 12:30
Friðsöm mótmæli í Kænugarði Mótmælastaða stuðningsmanna Viktors Janukovits, forsætisráðherra Úkraínu, fyrir utan þinghúsið í Kænugarði stendur enn yfir en allt hefur þó verið með kyrrum kjörum. 4.4.2007 12:01
Kaupmannahafnarlögreglan skráir klíkur Skrá yfir klíkufélaga, nafnlausar ábendingar til lögreglu og bann við akstri á veitingahúsagötum Kaupmannahafnar á næturnar er meðal hugmynda sem dómsmálayfirvöld í Danmörku eru að skoða til þess að reyna að stöðva uppgang klíkna í borginni. 4.4.2007 11:34
Pelosi bar Sýrlendingum friðarbón Ísraela Nancy Pelosi, leiðtogi demókrata í fulltrúadeild bandaríska þingsins, sem nú er á ferðalagi um Sýrland að hitta þarlenda ráðamenn, segist hafa borið forseta Sýrlands þau skilaboð frá Ísraelum að þeir væru tilbúnir til friðarviðræðna. 4.4.2007 11:32
Pólverjar samþykkja viðræður Rússa og ESB Framkvæmdaráð Evrópusambandsins sagði í morgun að Pólverjar hefðu gefið til kynna að þeir myndu ekki lengur beita sér gegn nýjum samstarfssamningi Rússlands og Evrópusambandsins. Hingað til hafa Pólverjar neitað að samþykkja viðræðurnar vegna deilna við Rússa um útflutning á landbúnaðarvörum til Rússlands. Enn er ekki vitað hvort að Rússar eða Pólverjar hafi gefið eftir í deilunni. 4.4.2007 10:42
Samfarir í 12 ára bekk Fimm skólabörn á aldrinum 11-13 ára hafa verið handtekin fyrir að hafa samfarir fyrir framan hin börnin í bekknum. Þetta gerðist í smábænum Spearsville í Lousianafylki, í Bandaríkjunum, í gær. Atburðurinn sjálfur var hinsvegar í lok mars, að sögn AP fréttastofunnar. Tvær 11 ára telpur voru handteknar og þrír drengir 11, 12 og 13 ára. 4.4.2007 10:41