Fleiri fréttir

Orð Olmerts sögð rangtúlkuð

Ísraelskt stjórnmálalíf er á öðrum endanum eftir að Ehud Olmert, forsætisráðherra landsins, nefndi Ísrael í hópi kjarnorkuvelda í sjónvarpsviðtali sem birt var í gær. Stjórnarliðar segja orð hans rangtúlkuð en stjórnarandstæðingar segja forsætisráðherrann hins vegar vanhæfan í varnarmálum og vilja að hann víki.

Morðið á Hariri tengist 14 öðrum árásum

Rannsóknin á morðinu á Rafik Hariri, fyrrum forsætisráðherra Líbanons, hefur leitt í ljós tengsl milli morðsins á Hariri og 14 annarra árása sem gerðar hafa verið í Líbanon síðan þá. Rannsóknarlögreglumenn á vegum Sameinuðu þjóðanna halda áfram viðtölum og rannsóknum og segja að Sýrlendingar sýni "almennt ásættanlegan" samstarfsvilja.

Elsta kona í heimi látin

Elísabet Bolden, sem talið er að hafi verið elsta kona í heimi, lést í gær, 116 ára að aldri. Héraðsfjölmiðlar í Tennesse í Bandaríkjunum greina frá þessu í dag. Hún var dóttir frelsaðra þræla, fædd þann 15. ágúst 1890. Hún lætur eftir sig 554 afkomendur, þar af 75 barnabarnabarnabarnabörn.

Lögregla í Suffolk finnur tvö lík til viðbótar

Lögreglan í Suffolk á Englandi hefur fundið tvö lík til viðbótar nærri Ipswich og óttast er að þau séu af tveimur vændiskonum sem saknað hefur verið undanfarna daga. Ef rétt reynist hafa fimm vændiskonur verið myrtar nærri Ipswich á skömmum tíma.

Pinochet jarðsunginn í dag

Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra í Chile, var í dag jarðsunginn í herskóla landsins í höfuðborginni Santiago. Pinochet lést á sunnudaginn var og eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum fékk hann ekki viðhafnarútför.

Fáránlegt að leysa upp íraska herinn

Breskir hermálasérfræðingar eru hvassyrtir í fordæmingum sínum á Bandaríkjamönnum, eftir að í ljós kom að breska ríkisstjórnin gerði allt sem hún gat til þess að fá þá ofan af því að leysa upp Íraska herinn, og reka nánast alla opinbera starfsmenn.

Eru Ísraelar að senda frá sér aðvörun um árás?

Fréttaskýrendur velta því fyrir sé hvort Ísraelar hafi verið að senda frá sér aðvörun, þegar Ehud Olmert forsætisráðherra ýjaði að því að Ísrael væri kjarnorkuveldi. Þeir velta því einnig fyrir sér hvort það hafi verið gert í samráði við Bandaríkjamenn.

Fyrrverandi einræðisherra í Eþíópíu dæmdur fyrir þjóðarmorð

Mengistu Haile Mariam, fyrrverandi einræðisherra í Eþíópíu, hefur verið sakfelldur fyrir þjóðarmorð eftir tólf ára réttarhöld. Mengistu hefur hins vegar verið í útlegð í Simbabve í fimmtán ár og því óvíst hvort dómi yfir honum verður framfylgt en hann á hugsanlega yfir höfði sér dauðadóm.

Hvetja morðingja vændiskvenna til að gefa sig fram

Lögreglan í Ipswich sem rannsakar morð á þremur vændiskonum í borginni hvetur morðingja þeirra til að gefa sig fram. „Þú átt augljóslega við vanda að stríða. Hringdu í mig og við tökumst á við málið," sagði yfirmaður rannóknarinnar í ákalli til morðingjans í breskum fjölmiðlum.

Interpol kemur að rannsókn á morði KGB njósnarans

Alþjóðalögreglan Interpol hefur verið beðin um aðstoð við rannsókn á morðinu á KGB njósnaranum Alexander Litvinenko, sem lést úr geislaeitrun í Lundúnum í síðasta mánuði. Talsmaður skrifstofu Interpol í Rússlandi, segir að þeir hafi verið beðnir um að samræma upplýsingaflæði milli Bretlands, Rússlands og Þýskaland, en öll þessi lönd eru að rannsaka morðið.

Mitt popp

Bandarísk móðir í Oregon fylki hefur verið handtekin fyrir að særa son sinn á andliti og höndum, með stórum búrhníf. Sonurinn er tuttugu og eins árs gamall, en móðirin fjörutíu og níu. Syninum tókst að hringja í neyðarlínuna, og hjálpin barst áður en móðirin gat alveg gengið frá honum.

Búið að slökkva eldinn í Gamla Stan í Svíþjóð

Búið er að slökkva að mestu eldinn sem kom upp í fjölbýlishúsi í Gamla Stan, einu elsta hverfi Stokkhólms, í morgun. Mikill eldur kom upp og voru 40 slökkviliðsmenn að störfum þegar mest lét en nærliggjandi hús voru rýmdi vegna ótta við að eldurinn kynni að berast þangað.

Palestinsk börn gera uppreisn gegn fullorðnum

Palestinsk börn á Gaza ströndinni gerðu uppreisn í dag. Þau kveiktu í dekkjum og hótuðu grjótkasti, ef fullorðna fólkið hætti ekki að skapa glundroða á svæðinu. Hinn tólf ára gamli Saeed Salem sagði að þeir væru reiðir yfir bræðrunum þremur sem voru myrtir í gær, og þreyttir á öryggisleysinu sem hefur eyðilagt líf þeirra.

Ísrael er kjarnorkuveldi -Ehud Olmert

Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, missti það út úr sér viðtali við þýska sjónvarpsstöð, að Ísrael væri kjarnorkuveldi. Í viðtalinu, sem fór fram á ensku, sagði Olmert: "Íran hefur opinberlega hótað því að þurrka Ísrael út af landakortinu. Finnst þér þetta sambærilegt, þegar þeir eru að reyna að koma sér upp kjarnorkuvopnum, við Bandaríkin, Frakkland, Ísrael og Rússland ?"

Tveir slasaðir eftir bruna í Gamla Stan

Tveir hafa verið fluttir á sjúkrahús eftir bruna sem kom upp í fjölbýlishúsi í Gamla Stan, elsta hluta Stokkhólmsborgar. Baráttan við eldinn stendur enn og voru nærliggjandi byggingar rýmdar af ótta við að eldurinn bærist þangað.

„Ég vinnaði þetta með glæsibrögum“

Kasakinn Borat fór með sigur af hólmi í máli sem tveir ungir Bandaríkjamenn höfðuðu gegn honum fyrir að hafa þá með í kvikmyndinni um ferðalag sitt um Ameríku.

Palestínumenn berjast á Gaza

Til skotbardaga kom í dag milli palestinskra öryggissveita sem tilheyra annarsvegar Hamas samtökunum og Fatah samtökum Mahmouds Abbas, forseta. Bardaginn var háður á Gaza ströndinni og særðust tveir úr liði hvors aðila.

Mistök að ýja að kjarnavopnum Ísraela

Talskona Ehuds Olmerts, forsætisráðherra Ísraels, sagði hann ekki hafa ætlað að segja að Ísraelar ættu kjarnavopn í sjónvarpsviðtali í kvöld. Hann taldi þar upp nafn Ísraels með öðrum kjarnorkuveldum, sem gengur þvert á þá stefnu sem ísraelsk stjórnvöld hafa fylgt undanfarin ár, að neita að gefa upp hvort ríkið eigi kjarnavopn eða ekki.

Fjöldi ökumanna sektaður í Reykjavík

11 ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur í umdæmi lögreglunnar í Reykjavík um helgina. Yngstur þeirra er liðlega 16 ára piltur sem hefur aldrei öðlast ökuréttindi eins og gefur að skilja. Þá stöðvaði lögreglan för 9 ökumanna sem höfðu þegar verið sviptir ökuleyfi. Tveir þeirra voru nú teknir fyrir þetta brot öðru sinni.

Fuglesang loks lentur við alþjóðlegu geimstöðina

Sænski geimfarinn með hljómfagra nafnið, Christer Fuglesang, er ekki einasta kominn út í geim, heldur lentur við alþjóðlegu geimstöðina. Flaugin sem hann og félagar þeyttust með út fyrir hvolfin jarðarinnar lagðist að geimstöðinni upp úr tíu í kvöld. Lendingin á geimstöðinni er hættulegasti hluti ferðarinnar, að sögn Dagens Nyheter.

Hafísinn gæti heyrt sögunni til eftir 34 ár

Bandarískir og kanadískir vísindamenn spá því í nýlegri rannsókn að Norðurpóllinn verði íslaus síðsumars strax árið 2040, vegna hlýnunar andrúmsloftsins. Að þeirra mati mun hafísinn hopa fjórfalt hraðar eftir 20 ár en hann hefur nokkurn tíma gert í sögunni.

Gates-hjónin leggja fram 6 milljarða gegn malaríu

Stofnun Gates-hjónanna Bills og Melindu hefur heitið tæpum sex milljörðum íslenskra króna til baráttunnar við malaríu í heiminum. Fénu verður varið til betra eftirlits, rannsókna á bólusetningum og til að fyrirbyggja sjúkdóm sem verður rúmlega milljón manna að aldurtila á ári.

Íslamskur skæruliðahópur hótar fleiri sprengjum í Alsír

Alsírskur skæruliðahópur íslamskra öfgasinna hefur lýst ábyrgð á hendur sér á sprengjuárás á rútu sem flutti erlenda olíuiðnaðarmenn. Þá varar hópurinn við frekari árásum. Alsírskur bílstjóri rútunnar lést í árásinni á sunnudaginn og særði níu manns, þeirra á meðal fjóra Breta og einn Bandaríkjamann.

Olmert viðurkennir kjarnavopnaeign Ísraela

Forsætisráðherra Ísraels, Ehud Olmert, varð í kvöld, að því er virðist, fyrstur ísraelskra ráðamanna til að viðurkenna það sem marga grunaði: að Ísraelar búi yfir kjarnavopnum. Ekki er ljóst af ummælum hans í viðtali sem sýnt var í kvöld, hvort honum varð fótaskortur á tungunni, eða hvort það var ætlun hans að viðurkenna kjarnavopnaeign landsins.

Rændu 70 milljónum úr brynvörðum bíl

Íraskir byssumenn dulbúnir sem hermenn stálu í dag einni milljón Bandaríkjadala, að jafnvirði tæplega 70 milljóna íslenskra króna, úr brynvörðum bíl sem var á leið til íraska seðlabankans í Bagdad. Ræningjarnir 10 rændu einnig fjórum öryggisvörðum á einni erilsömustu götu höfuðborgarinnar.

Deilt um helförina

Tvær ráðstefnur um helför gyðinga hófust í Íran og Þýskalandi í dag. Í Teheran er spurt hvort helförin hafi í raun átt sér stað en í Berlín er fullyrt að þeir sem neiti því geri það einvörðungu í pólitískum tilgangi. Gögn Þjóðverja sjálfra um ódæðin séu næg sönnun.

Ekki öllum harmdauði

Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra í Chile, er ekki öllum harmdauði, en hann lést á sjúkrahúsi í höfuðborginni, Santiago, í gær 91 árs að aldri. Landar hans skiptast í tvær fylkingar sem ýmist syrgðu hann eða stigu gleðidans við fregnir af andlátinu.

Tengsl milli jafnréttis og velferðar barna

Náin tengsl eru á milli jafnréttis kynjanna og velferðar barna, samkvæmt nýrri skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, sem birt var í dag. Þar er vitnað til rannsókna sem sýna að ef karlmenn og konur hefðu jafnmikil völd í ákvarðanatökum myndi vannærðum börnum fækka í heiminum.

Fresta aðildarviðræðum Tyrkja

Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins samþykkti á fundi sínum í dag að fresta hluta af undirbúningsviðræðum um aðild Tyrkja að ESB um óákveðinn tíma. Tregðu Tyrkja við að opna Kýpverjum hafnir sínar og flugvelli er sögð ástæðan.

Fimmtu vændiskonunnar saknað

Lögreglan í Bretlandi leitar nú fimmtu vændiskonunnar sem horfið hefur á stuttum tíma og óttast raðmorðingja sem líkir eftir verkum hins alræmda Kobba kviðristu, sem Englendingar kalla Jack the ripper. Þrjár þessara fimm hafa þegar fundist myrtar.

Albert afhenti trúnaðarbréf í Washington

Albert Jónsson afhenti í dag George W. Bush, forseta Bandaríkjanna sem trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. Afhendingin fór fram á skrifstofu forsetans í Hvíta húsinu. Albert var ráðgjafi Davíðs Oddssonar í utanríkismálum til margra ára og leiddi samninganefnd Íslendinga í varnarviðræðunum við Bandaríkjamenn.

Íhuga að opna kistu Páls postula

Embættismenn í Páfagarði eru að velta því fyrir sér að láta opna stóra þykka marmarakistu, sem talið er að geymi jarðneskar leifar Páls postula. Búið er að reyna að taka röntgen myndir af kistunni, en hún er of þykk til þess að sjáist inn í hana.

Verdi í gallabuxum

Franski tenórinn Roberto Alagna stormaði af sviðinu á Scala óperunni í Milanó í gær, eftir að hópur áhorfenda púaði á hann. Þetta gerðist í miðjum flutningi á óperunni Aidu, eftir Verdi. Púið var ekki vegna þess að Alagna stæði sig illa, heldur til þess að lýsa vanþóknun á þeim ummælum hans að áhorfendurnir í Scala óperunni væru erfiðir og duttlingafullir.

Brenndu myndir af forseta Írans

Tugir stúdenta brenndu myndir af Mahmoud Ahmadinejad, forseta Írans, og köstuðu kínverjum til þess að trufla ræðu sem hann flutti við háskóla í Teheran, í dag. Þetta er í fyrsta skipti sem Ahmadinejad er sýndur svo opinn fjandskapur, síðan hann vann stórsigur í forsetakosningum árið 2005.

Pardew rekinn frá West Ham

Alan Pardew var í dag sagt upp störfum sem knattspyrnustjóri West Ham eftir slakt gengi liðsins í ensku úrvalsdeildinni. Fram kemur í tilkynningu frá félaginu, sem er nú í eigu Íslendinga, að það sé gert með hagsmuni félagins í huga en Kevin Keen, þjálfari liðsins, tekur við því tímabundið.

Danir kaupa eina geit á mínútu

Hjálparstofnun dönsku kirkjunnar er lent í vanda útaf sístækkandi geitahjörð sinni. Stofnunin hleypti um helgina af stað söfnun fyrir fátæka í Afríkuríkinu Malawi, þar sem Danir voru hvattir til þess að kaupa geit í jólagjöf handa þeim.

Sjá næstu 50 fréttir