Erlent

Geimhylki flutt til

Bandarískri og rússneskir áhöfn alþjóðlegu geimstöðvarinnar tókst í morgun að flytja geimhylki milli hafna á stöðinni. Með því er verið að rýma fyrir hylki sem flytur næsta hóp geimfara í stöðina í næstu viku.

Það tók um hálftíma að flytja hylkið um 30 til 50 metra frá stöðinni og síðan stýra því á nýjan stað. Það eru Bandaríkjamaður, Rússi og fyrsti geimfari Brasilíumanna sem taka við af þeim sem nú dvelja í geimstöðinni og verður þeim skotið á loft frá Kazakstan 30. mars og þeir væntanlegir í geimstöðina tveimur dögum síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×