Erlent

Fleiri fuglaflensutilfelli greinast í Danmörku

Fuglaflensuveira af H5-stofni hefur greinst í níu öndum sem fundust dauðar á eynni Ærö í Danmörku. Ekki er hefur verið staðfest hvort um H5N1 gerð veirunnar er að ræða, en hún er hættuleg mönnum. Þetta er í annað skipti sem fuglaflensuveira greinist í dauðum fugli í Danmörku, en í fyrra skiptið gerðist það sunnan við Kaupmannahöfn. Danmörk er tuttugasta og fyrsta. Evrópulandið þar sem veiran greinist.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×