Erlent

Flutningaleið opnuð á ný

Matvæli munu af skornum skamti víðsvegar á Gasa-ströndinni.
Matvæli munu af skornum skamti víðsvegar á Gasa-ströndinni. MYND/AP

Yfirvöld í Ísrael hafa ákveðið að opna fyrir flutning hjálpargagna frá Ísrael til svæða Palestínumanna á Gasa-ströndinni eftir að fregnir bárust að yfirvofandi hættuástandi þar.

Opnað verður fyrir tvær mikilvægar flutningaleiðir í dag þar sem bílum með varning verður hleypt á svæðið frá Ísrael og Egyptalandi. Annarri leiðinni var lokað þar sem Ísraelsher taldi sig hafa vissu fyrir því að herskáir Palestínumenn ætluðu að láta til skarar skríða á því svæði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×