Erlent

Sænskur hermaður lætur lífið í Afganistan

Sænskur hermaður lét lífið og þrír særðust í sprengingu í Norður-Afganistan í gær. Sænska varnarmálaráðuneytið segir að fjarstýrð sprengja hafi sprungið við bílalest friðargæsluliða á vegum Atlantshafsbandalagsins. Þrír erlendir hermenn hafa látið lífið í árásum í Afganistan í þessum mánuði. Íslensk stjórnvöld hafa tilkynnt að 7 íslenskir friðargæsluliðar verði kallaðir heim vegna ótryggs ástands á þessum slóðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×