Erlent

Lík af konu fannst eftir vísbendingum eiginmannsins

Lík af konu fannst grafið í Tönsberg í Noregi í gær. Talið er að hin látna sé kona sem lögreglan hefur leitað í þrjár vikur, en hún fannst eftir vísbendingum eiginmannsins sem myrti hana. Konan hvarf 9. nóvember en elsti sonur hjónanna tilkynnti um hvarf hennar tveimur dögum síðar. Eiginmaðurinn lá strax undir grun en það vakti grunsemdir að hann hefði ekki tilkynnt strax um hvarf konunnar. Saman eiga hjónin fjögur börn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×