Erlent

Heimilisofbeldi á Spáni

MYND/Helgarblað

Yfir 28.000 menn hafa verið handteknir á Spáni fyrir heimilisofbeldi á árinu. Þá féllu 56 konur fyrir hendi maka sinna í landinu. Ofbeldi innan veggja heimila hefur sætt harðri gagnrýni á Spáni og hefur forsætisráðherra landsins, sett af stað átak gegn ofbeldi af þessu tagi. Að sögn mannréttindasamtakanna Amnesty International sæta tvær milljónir kvenna ofbeldi á Spáni en talið er að kona falli fyrir hendi maka eða fyrrverandi maka síns á fjögurra daga fresti. Einungis fimm 5 % tilfella eru hins vegar tilkynnt til lögreglu, að sögn Amnesty International.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×