Erlent

Bresk stjórnvöld rannsaka ofbeldi við þjálfun breskra hermanna

Bresk stjórnvöld eru að rannsaka ofbeldi við þjálfun breskra hermanna eftir að dagblað birti myndir úr heldur sérstökum þjálfunarbúðum hersins.

Breska æsifréttablaðið News of the World segir að þessar myndir hafi verið teknar í maí, í æfingabúðum hersins á suður Englandi. Á myndunum sjást landgönguliðar naktir við æfingar. Þarna er líka maður í grænum sloppi sem skyndilega ræðst að einum hermanninum, slær hann og sparkar þannig í höfuð hans að maðurinn liggur kylliflatur.

Breska varnarmálaráðuneytið er nú að rannsaka hvað gerðist. Í tilkynningu í dag sagði ráðuneytið að það myndi taka á slíkum málum af fulltri hörku. Maðurinn sem ráðist var á rotaðist og sá sem tók þessar myndir segir að litlu hafi mátt muna að sparkið yrði honum að aldurtila.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×