Erlent

Auglýsendur ofsækja börn

Fimmti hver unglingur í Danmörku fær send sms-skilaboð frá auglýsendum sem hann hefur ekki beðið um. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu danska Neytendaráðsins. Þar er einnig sagt frá því að fjöldi auglýsinga í kringum barna- og fjölskylduefni í sjónvarpi hafi aukist hlutfallslega mikið síðustu ár.

Neytendamálaráðherra Danmerkur sagði í viðtali við dagblaðið Politiken á föstudag að ný lög sem verndi börn og unglinga fyrir auglýsingaáreiti séu í vinnslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×